Vikan


Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 30

Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 30
Frankie er frekar súr á svipinn, þrátt fyrir hinn fagra mótleikara, og Raquel Welch er ekkert glaðleg heldur. Frankie að leysa krossgátu, líf- vörðurinn stendur bak við hann. Frankie og lífvörður hans skoða umhverfið, þ.e.a.s. gá að því hvort ekki leynist laglegar smámeyjur einhversstaðar á Miami strönd. Allt bp á nióti auminoia Frankie Ekki síðan Frank Sinatra söng í sænsk- um skemmtigörðum og fékk ekki fleiri en 25 áheyrendur á kvöldi, hefir hann orðið fyrir svo miklum erfiðleikum eins og þetta árið. Fyrst fór hjónaband hans og Miu Farrovv út um þúfur. Hún lék í kvik- myndum í London, en flaug venjulega til hans um helgar, en sambandið milli þeirra varð æ verra. Að lokum kom að skilnaði og Mia fór til Indlands til hugleiðinga með Bítlunum. Frankie fleygði sér út í skemmtanalífið. Ekki tók betra við þar. í Las Vegas réðist öskureiður og afbrýðisamur næt- urklúbbseigandi á hann og barði hann svo hárkollan fauk af honum og tvær framtennur brotnuðu. Frankie sem er vanastur því að eiga upptökin, varð svo undrandi að hann laumaðist hljóð- lega burt. Þegar hann skreið saman á ný fór hann að leika í kvikmyndinni „Lady in cement“, með Raquel Welsh, sem er arftaki IJrsulu Andress í kynbombu- stílnum. En Raquel var nú ekki Mia og Frankie svamlaði í sundlauginni til að drepa tímann, líklega of lengi, því liann fékk slæma lungnabólgu. Þá var hann fluttur á sjúkrahús í Miami um stundarsakir. Vinur hans og pokerspilari sagði: — Hann dregur engin háspil núna. . . . Frankie er orðinn svo gæíur af öll- um þessum mótbyr að hann hefir ekki slegið neinn blaðaljósmyndara í rot upp á síðkastið. Hann var annars frægur fyrir það. Nú leyfir hann jafnvel að teknar séu af honum myndir. En að- eins með því skilyrði að lífvörðurinn sé með á myndinni. Frankie fer ekkert nema að Hfvörð- urinn sé með, og hann ber alltaf skamm- byssu í axlarhulstri, að hætti njósnara í kvikmyndum. Hann leysii' ekki einu sinni kross- gátur, nema með byssu sér við hlið, ])að geta alltaf einhverjir afbrýðisamir eiginmenn eða unnustar skotið upp kollinum. Því þótt Frankie sé orðinn fimmtíu og tveggja ára, er hann ennþá hættulegur kvenfólkinu á ströndinni við Miami. En nú er hans vandlega gætt af stjórn kvikmyndafélagsins og líf- vörðunum, ]>ví nú er um að gera að ekki komi fleiri seinkanir við töku kvikmyndarinnar „Lady in Cement“, sem er önnur kvikmynd hans um njósn- arann Tony Rome. ☆ ! 30 VIKAN 32. tbl. í

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.