Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 44
Fleur er stærsti
sigur minn
Framhald af bls. 21.
hlotið frægð og hamingju, eftir
mörg hlutverk, bæði góð og
slæm, í kvikmyndum.
Hamingja hennar náði há-
punkti, þegar hún giftist franska
leikstjóranum Pierre Granier-
Deferre. Um hann segir hún: —
Ég tek Pierre fram yfir allt ann-
að í veröldinni.
Um frægð sína sem leikkonu
segir hún: —• Fleur er auðvitað
stærsti sigur minn, það er alveg
öruggt. Ekki beinlínis vegna
áhorfenda, ég hygg að áhorfend-
ur séu mjög ánægðir með mig,
ég á frekar við framleiðendur,
fólkið sem veitir mér atvinnu.
Þetta viðtal á sér stað á heim-
ili hennar í London, sem er lítið
einbýlishús við blindgötu í Chel-
sea. Veggirnir í dagstofunni eru
klæddir fjólubláu veggfóðri, hús-
gögnin eru sinnepsgul og ryð-
rauð, og stofan er full af verð-
mætum, gömlum munum.
Garðurinn viö húsið er mjög
lítill og þar eru menn að verki
við að koma upp skýli. — Þetta
er fyrir draslið mitt, segir hún.
• Ég á heilmikið af krukkum
og krúsum frá Victoriu tímabil-
inu, sem Pierre er lítið hrifinn
ar, og svo er hér líka mikið af
nútíma listmunum. Hann stríð-
ir mér, segir að ég hafi lélegan
smekk á húsgögnum. En hann
meinar það auðvitað ekki.
Tvö mjög áberandi málverk
eru í dagstofunni og þau gefa
nokkra hugmynd um æsku henn-
ar og uppruna. Þetta eru mál-
verk af henni sjálfri á unglings-
árunum og ömmu hennar í gam-
aldags kjól.
Hún segir: — Foreldrar mínir
slitu samvistum og móðir mín ól
okkur fjögur börnin upp. Eg var
yngst. Hún rak ballettskóla, og
það kom fyrir að listamenn áttu
börn hjá henni og gátu ekki
borgað skólagjaldið, þá máluðu
þeir myndir af okkur börnunum
í staðinn.
— Ég hætti í skóla eftir gagn-
fræðapróf og fór að vinna sem
aðstoðarstúlka sviðsstjóra í til-
raunaleikhúsi, og fékk sex pund
og tíu shillinga á viku. Ég fór
aldrei í leikskóla, hafði ekki trú
að ég hefði heilsu til að fara út
í þá samkeppni. Frá þeim degi
sem ég fór að heiman hef ég
sjálf unnið fyrir mér. É'g fór
auðvitað oft heim til mömmu og
hún gaf mér að borða og lánaði
mér föt, ef mér lá á. En allt sem
ég á núna hef ég keypt fyrir þá
peninga sem ég hef sjálf unnið
fyrir. Ég er dálítið veik fyrir fal-
legum, gömlum munum, og
safna tóbaksdósum, sem ein-
hverjar gamlar sögur eru tengd-
ar við, sömuleiðis egglaga stein-
um, sem konur notuðu til að
kæla á sér hendurnar. Ég á ekki
neitt að ráði af skrautgripum, ég
er svo hrædd um að þeim yrði
rænt frá mér. Það versta við að
eignast einhver verðmæti er
hræðslan við að tapa þeim.
Hún vill helzt ekki tala um
það, að hún var kynnt meðal
fína fólksins á dansleik. — Það
kostaði mig aðeins andvirði einna
sokka, hitt fékk ég lánað.
Hún losnaði við að búa til te
og mála leiktjöld árið 1958, þeg-
ar henni bauðst smáhlutverk í
„Expresso Bongo“. Eftir það fékk
hún nokkur aukahlutverk í kvik-
myndum. Aðalhlutverk fékk hún
í „Fairy Tales of New York“,
sem fékk ágæta dóma, og svo
lék hún í nokkrum sjónvarps-
þáttum. Það voru engin stór
hlutverk fyrr en hún fékk hlut-
verk í sunnudagsleikritum ATV.
„Man on an Mountain Top“. Þá
fékk hún tilboð um sjö ára samn-
ing frá Hollywood, sem hún af-
þakkaði. — Ég var svo ung og
hrædd, og mér fannst ég ekki
nærri nógu lagleg til þess að
hafa nokkra möguleika til að slá
í gegn, segir hún. Svo fékk hún
tilboð frá MGM um þriggja ára
samning, en hún afþakkaði það
iíka. Ég held það hafi verið
einhver mótþrói í mér, ég vildi
ekki vera fastur liður í fram-
leiðslu kvikmyndafyrirtækja, en
ég hálf sé eftir því núna!
En svo stóðst hún ekki freist-
inguna um að leika í kvikmynd-
um, og lék hún aðalhlutverkið í
„The Three Lives of Thoma-
sina“ á móti Patrick McGoohan,
„Night Must Fall“ með Albert
Finney og „Wonderful Life“ á
móti Cliff Richard.
En „Wonderful Life“ varð ekki
nein dásemd fyrir hana. — Mér
fannst eins og búið væri að
hengja á mig merkimiða, segir
hún, - og að það væri útilokað
fyrir mig að fá sæmilegt hlut-
verk í Englandi. Þá sneri hún sér
að leiksviðinu og lék í tíu mán-
uði í „Past Imperfact" eftir Hugh
Williams, og lærði frönsku. Hún
las í búningsherberginu og lagði
sig alla fram. Henni fannst að
framtíðarmöguleikar væru mest-
ir á meginlandinu, ef hún sneri
sér aftur að kvikmyndaleik.
Þegar leið að því að hætt yrði
sýningum á leikritinu, og hún
var ekki viss um hvað hennar
byði, þá las hún grein um starf
Alberts Schweitzer í Afríku. —
Ég ákvað að fara og hitta hann.
Ég dvaldi þar í hálfan mánuð,
en ég hef yfirleitt ekki talað um
það. Þetta var eins konar frið-
þæging fyrir sjálfa mig.
í Afríku kynntist hún kenn-
ara sem sagði henni að börnin
þar fengju enga kennslu nema
foreldrarnir hefðu ráð á að kosta
þau. Þá ákvað hún að greiða
kennslugjald fyrir tólf börn og
sjá til þess að þau fengju sæmi-
lega menntun. Þessu ætlar hún
að halda áfram. — Mér finnst
einhvern veginn, að ef þessi börn
fengju svipaða menntun og börn-
in hér heima, yrði lífið auðveld-
ara fyrir þau í framtíðinni, þeg-
ar ég hef sjálf eignazt börn og
þau vaxa úr grasi. Hver veit
nema einhver afkomenda minna
velji sér þeldökkan lífsförunaut.
Hún fékk góða dóma, þegar
hún lék á móti Charli s Aznavour
í „París í ágúst“. Þar lék hún
enska fyrirsætu í París. Leik-
stjórinn var núverandi eigin-
maður hennar. Eftir frumsýn-
inguna á myndinni bauð hann
henni út að borða og „við urð-
um strax ástfangin".
En þennan sama dag varð
móðir hennar alvarlega veik.
Læknarnir sögðu Susan að hún
gæti lifað í lengsta lagi í átján
mánuði. — É’g gat þá ekki hugs-
að mér að leika í fleiri myndum
í Frakklandi, ég vildi vera hjá
móður minni. Þetta var hræði-
legur sjúkdómur, ég fæ ennþá
martröð vegna þess.
Tveim mánuðum eftir að móð-
ir hennar dó, giftist hún frans-
manninum sínum. — Við fórum
ekki í neina brúðkaupsferð, —
giftum okkur á laugardegi og ég
varð að snúa mér að Fleur For-
syte á sunnudegi. Mig langar
heldur ekki í neina hefðbundna
brúðkaupsferð, ég vil eiga hveiti
brauðsdaga alla ævi.
— Það hefur ekkert að segja
af hvaða þjóðerni maðurinn er.
Maðurinn minn er ljúfur í lund
og mjög hugsunarsamur og góð-
ur við mig. Það er ósköp nota-
legt að umgangast mann, sem
ekki setur neinn merkimiða á
mig, hann metur mig eftir per-
sónulegum tilfinningum. Við töl-
um saman á frönsku, því hann
talar ekki ensku. Við höfum
mjög nýtízkulega íbúð rétt hjá
Effelturninum, sem er alger mót-
setning við íbúðina hér. Þegar
við erum í París finnst mér ég
vera í fríi, en hér er ég að sinna
skyldustörfum.
— Ég ætla að halda starfi
mínu áfram. Maðurinn minn vill
alls ekki setja fótinn fyrir mig
núna. Meðan ég lék Becky töl-
uðum við saman í síma á hverju
kvöldi, skrifuðumst á og reynd-
um að hittast um helgar, — okk-
ur finnst það erfitt að geta ekki
verið alltaf saman. Okkur lang-
ar til að eignast börn, en Pierre
vill ekki eignast barn strax. af
fjárhagsástæðum. Við eigum tvö
heimili, búum sitt í hvoru landi,
og mér finnst peningarnir renna
milli fingranna, bæði í skatta og
góðgerðarstarfsemi.
—- Þetta hljómar hryllilega —
það er raunar hlægilegt. Annars
er Pierre mér allt, ekki pening-
arnir.
Stúlkan sem viðurkennir að
hún hafi mikla samúð með hinni
ófyrirleitnu Becky Sharp hallar
sér aftur á bak og ljómar af
hamingju.
— Kallið mig Madame, segir
hún. — Mér finnst dásamlegt að
láta kalla mig Madame. Það er
eitt af hlunnindunum við hjóra-
band mitt. . . .
☆
LITAVER
Pilkington’s postulín veggflísar
Stærðir: 7V2 em x 15 cm og 11 cm x 11 cm.
Barrystaines linoleum
parket gólflísar
Stæiðir: 10 cm x 90 cm og 23 cm x 23 cm.
GOTT VERÐ
44 VIKAN 32- tbl-