Vikan


Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 25

Vikan - 15.08.1968, Blaðsíða 25
Það var oft kátt í gömlu laugunum, og þangað sótti margur skemmtun og heilsu- bót. Þær voru orðnar ærið hrörlegar undir það síðasta, enda tók því ekki að evða stórfé til að gera þær upp eða hressa þær við, úr því til stóð að leggja þær alveg nið- ur innan skamms. ílér á síð- unni birtum við nokkrar myndir úr gömlu laugunum, sem teknar voru skömmu áð- ur en þeim var endanlega lokað. — A næstu opnu eru síðan nokkrar myndir úr nýju laugunum, hinum meg- in við götuna. Á þessum palli gátu menn sólað sig og notið útiveru án of mikils blást- urs. Hér var oft glatt á bjalla milli þess sem værðin ríkti. Neðsta myndin: Úr afgreiðslunni. Þessi hluti laugarbygginganna lét hvað minnst á sjá undan tímans tönn, vatni og gufu, en var þó kom- in með nokkur ellimörk. Byggingarnar kringum gömlu laug- arnar voru að mestu gerðar af timbri og bárujárni. Báðir -þessir efniviðir eru forgengilegir, ekki hvað sízt fyr- ir áhrif vatns og gufu, og tóku fljót- lega að láta á sjá. Svona var útlitið undir það síðasta; þessum gamla, trygga þjóni var orðið mál á hvíld- inni. Miðmyndin til vinstri: Gömlu laug- arnar, séðar yfir Sundláugaveginn. í augum margra yngri stór-Reykvíkinga að minnsta kosti voru þær jafnsjálf- sagðar og Esjan. Neðst vinstra megin: Yfir ellilegt bárujárnsgerðið og kofann gnæfir nú- tímaform nýju sundlaugarinnar. Þang- að mændi margur úr gömlu laugun- um með samblandi af tilhlökkun og eftirsjá. Heitu sturturnar á laugarbakkanum voru mjög vinsælar og drógu til sín marga gesti. Skammt frá var köld sturta og þangað fóru þeir hraust- ustu og eins þeir, sem lögðu stund á víxlböð í heitu og köldu. Ljósm.: Kristján Magnússon morgnana komu ýmsir athafnamenn og aðrir, sem vita að morgunstund gefur gull í mund, saman í gömlu laugunum og ræddu landsins gagn og nauðsynjar. Og það mun ekki of- mælt, að sumir fengu allar sínar fréttir með morgunsprettinum í laug- unum og lásu blöðin eða hlýddu á útvarp aðeins til áréttingar. Gömlu laugarnar voru eins og gam- all vinur: Orðnar hrörlegar og las- burða og mál á hvíldinni. En trygg- lyndir gestir sjá eftir þeim og sakna vinar í stað. 32. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.