Vikan


Vikan - 27.03.1969, Síða 12

Vikan - 27.03.1969, Síða 12
Öfund er eins og ástin, óútreikn- anleg tilfinning. Það var til dæmis enginn sem öfundaði frú Deverell af stórkostlegum auðæfum hennar, því að hún hafði unnið fyrir þeim á heiðarlegan hátt með því að búa í hjónabandi með og sjá um virðu- lega útför nokkurra eiginmanna. Það var heldur enginn sem taldi það eftir að hún var ennþá Ijómandi lagleg, þrátt fyrir það að hún var komin yfir fimmtugt, því að hún var fædd Irina Tamara Vozhow- enzky, kákasisk prinsessa, og þær voru frægar fyrir fegurð. Jafnvel I dásamlegu húsi hennar, sem var fullt af listmunum og dýrum hús- gögnum, fyrirfannst enginn snákur öfundar. En það var eitt sem hinir fjöl- mörgu vinir hennar gátu ekki gert að. Þeir öfunduðu hana, allir sem einn, af matreiðslumeistara hennar. Og það var ekkert undarlegt, því það var ekki eingögnu það að frú Deverell gat alltaf boðið upp á fyrsta flokks mat, það var eitthvað annað og meira, það var eins og þessi meistari hefði einhverja til- finningu fyrir því að láta ailt lús- falla. Þannig var það að yfirlætis- legur diplomat féll I stafi yfir hlaup- inu sem var innan í vöfflunum hans, og landflótta barón fékk tár í aug- un, þegar hann beygði sig yfir disk af ilmandi rauðrófusúpu, sem hann mundi svo vel eftir frá æskuárunum í Ukrainu. Þegar gestirnir höfðu lofað mat- inn, etið hann, og lofað hann aftur og aftur, þá stóð frú Deverell upp og bauð þeim öllum niður í eldhús- ið, til að heilsa upp á matgerðar- meistarann. Frúnni þótti ákaflega gaman að því að sjá gestina marséra inn í eldhúsið í þeirri von að sjá þar annaðhvort barmbreiða maddömu eða brosandi franskan kokk með uppsnúið yfirskegg, en koma ekki auga á annað en smávaxna, granna stúlku (sem venjulega stóð á öðrum fætinum), með slátrarasvuntu, sem náði henni niður á ökkla, stuttklippt- ur kollurinn náði varla upp fyrir hveitidallinn á borðinu. — Matreiðslukonan mln, — Lall- ita, kynnti frú Deverell hreykin. Og Lallie steig feimnislega fram og tók á móti orðaflaum, sem hún skildi ekki orð af. Lallie, sem hét fullu nafni Lalage Augusta Fordingham, hafði ekki komið til frú Deverell I töfravagni úr graskeri, með þjónum I silfur- löguðum einkennisbúningum, þótt henni fyndist í raun og veru að þannig hefði það verið. Hún hafði verið vansæl í æsku. Hún var einkadóttir,- faðir hennar var nafntogaður háskólaprófessor, og móðir hennar hafði háa háskóla- gráðu. Hún var foreldrum slnum stöðugt gremjuefni og þau gerðu EVA IBBOTSON: TQ UÖD Lallie hafði nóg að gera við að gæta dýr anna sem Dominic sendi, en það keyrði um þverbak þegar hann sendi stúlkuna sér ekkert far um að leyna þeirri gremju. Þegar hún féll á prófum, tóku þau það sem persónulega móðgun, og hina óskiljanlegu ást- ríðu hennar fyrir matargerð, köll- uðu þau ómerkilega tímasóun. Þegar Lallie var sautján ára var hún társtokkinn, blekslettóttur vesa- lingur, sem hvorki hafði sjálfstraust né öryggi. Svo var haldið hið ár- lega tesamkvæmi fyrir skólanefnd- ina, og Lallie sem var í matreiðslu- deildinni, bjó til rommkökurnar. Það var ein af þessum kökum sem frú Deverell beit I, og beit aftur. (Hún hafði einhvern tíma verið svo utan við sig að hún lét kjósa sig I skóla- nefnd). Lallie fannst hún endurborin, það var eins og forskot á paradísarsælu að vera matreiðslukona hjá frú De- verell. Það var allt dásamlegt; hús- ið var dásamlegt, herbergið hennar indælt, og ekki sízt frú Deverell sjálf, sem bauð henni með sér I leikhús, og hældi henni stöðugt fyr- ir þá vinnu sem var hennar uppá- haldsiðja. Hún var aðeins að vinna skyldustörf sín. Og við allt þetta bættist svo Torq. Torq hét eiginlega Torcuil og hann var mjólkurpóstur. Hann var rangeygður, hávær og hafði látið tattóvera rós á hægri upphandlegg- inn. Torq stóð fyrir pop-hljómsveit í frístundum sínum. Þegar Lallie hitti hann í fyrsta sinn, var hann eitthvað rykaður í kollinum, eftir glaðværa nótt, og missti tóma mjólkurkörfu ofan á tærnar á henni. Til að bæta fyrir það tók Torq hana hreinlega undir sinn verndarvaeng. Hún var hjart- ans glöð, þegar hún skröllti með honum í mjólkurbílnum gegnum göturnar í Chelsea og naut litanna við dögun, eða hún blundaði við öxl hans. Hún var líka fullkomlega örugg á öllum þeim knæpum sem hann fór með hana á, því að fram- koma Torqs gagnvart Lallie var föð- urleg, hann setti sitt stolt í að vernda hana, honum fannst Lallie menningarlega virðuleg. Og Lallie var örugg í samneytinu við hann, því hún var ástfangin . . . Það hafði byrjað, svo að segja, við Lúðvíks XIV. skattholið, sem stóð hjá rúmi frú Deverell. Þar brosti hann á móti henni, rammaður inn í dýrindis ramma úr rússnesku leðri. Síðar, þegar hún var að þurrka rykið af flyglinum, þótt það væri alls ekki í hennar verkahring, kom hún auga á hann aftur, þar sem hann var að stjaka sér áfram í bát við árbakkann. En líklega Framhald á bls. 11. 12 VIKAN 13. tbl. |

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.