Vikan


Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 23

Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 23
FRJÁLSI SKOTLAND OG NORRÆNT - KELTNESKT BANDALAG RÆTT VIÐ WILLIAM MCDOUGALL UM SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU SKOTA OG KELTNESKA ÞJÓÐERNISVAKNINGU TEXTI DAGUR ÞORLEIFSSON vesturjöðrum Evrópu stofnuðu með sér, það er að ségja þær norrænu og keltnesku. Þess kon- ar bandalag, sem Norðurlöndin, Skotland, írland, Vels og ef til vill Bretagne á Frakklandi og fleiri ættu aðild að, ætti að geta orðið öllum hlutaðeigandi mik- ill styrkur og jafnframt merkur árangur fyrir þriðja aflið í heim- inum, bandalag til eflingar friði og mannúð sem lægði öldurnar í skiptum stórveldanna. — Já, Velsmenn hafa líka eignazt sinn þjóðernisflokk. Eft- ir fregnum að dæma er hann óhlutvandari í baráttuaðferðum en þið. (Velskir þjóðernissinnar hafa látið til sín heyrast þó nokkuð vopnaskak og sprengt upp hitt og þetta, þar á meðal eitt sinn vatnsleiðslur til Birmingham svo að sú risaborg var um hríð án vætu. Einhverjir úr þeirra hópi kváðu hafa haft við orð að drepa Karl krónprins, þegar hann heimsækir landið á næstunni til að láta dubba sig inn í embætti prinsins af Vels í Caernarvon- kastala. Aumingja Kalli er dá- lítið hræddur við þetta og hefur meira að segja farið að læra velsku, sem enginn annar prins af Vels hefur sjálfsagt reynt í manna minnum). Sumir velskir þjóðernis- sinnar hafa tekið sér til fyrir- myndar baráttuaðferðir frska lýðveldishersins svokallaða, Ir- ish Republican Army. En sem betur fer eru þeir aðeins fáir í samanburði við þá, sem taka friðsamlegar og lýðræðislegar baráttuaðferðir framyfir. Gwyn- for Evans, leiðtogi velskra þjóð- ernissinna, sem nýlega náði kjöri á Parlamentið í aukakosningu í Carmarthen, er til dæmis mjög andvígur ofbeldi. En ég býst við að róðurinn verði enn þyngri hjá .velskum þjóðernissinnum en okkur; Velsmenn eru fámennari en Skotar og í enn nánari tengsl- um við England. Evans þessi þingmaður sagði nýlega í bréfi til Williams, að sér yrði oft hugsað til fslend- inea, hvernig þeir hefðu náð sjálfstæði með friðsamlegu móti. - Því fordæmi viljum við fylgja, seeir William. — f Bretlandi höfum við þó að minnsta kosti kosningarétt, og þar er okkar tækifæri. Öllu ofbeldi höfum við stökustu andstyggð á. — Það er að heyra að almenn keltnesk þjóðernisvakning geri nú vart við sig. Á Bretagne- skaga eru þeir með mótmæli gegn de Gaulle. — Já, og ég vona að þeir fái frelsi, en endilega með friðsam- legu móti. Og í Cornwall og De- von, á því svæði sem á íslenzku hefur verið kallað Kornbreta- land, er nú starfandi þjóðernis- flokkur, Cornish National Party, þótt aðeins fátt fólk þar tali nú kornísku. Þú ættir að koma til Cornwall. Fólkið' þar er indælt og hjartagott, alltaf brosandi og bruggar unaðslegt eplavín. — Þótt það nú væri, það land sem ól sagnirnar af Tristan og ísól. — Svo er það Mön. Þar höfðu víkingar eitt sinn konungsríki, og íbúarnir eru keltneskir. Tunga þeirra, manx, sem nú er lítið notuð í daglegu tali, er náskyld írsku og háskozku. Þeir líta enn á sig sem sérstaka þjóð og hafa þing, sem stofnað var á víkinga- öld. Hjá þeim koma saman nor- rænar og keltneskar erfðir. — Háskozkan eða gelískan hefur verið á miklu undanhaldi í Skotlandi. Ætlið þið að lífga hana við? — Markmið flokksins er að gera hana að opinberu máli í landinu, jafnframt ensku. Eng- lendingar reyndu lengi að bæla málið niður. Það voru ekki hvað sízt sveitaprestarnir, sem reyndu að halda því við. Nú hafa aðeins eitthvað hundrað eða tvö hundr- uð þúsund manns það fyrir dag- legt mál, einkum í fjallahéruð- unum og á eyjunum norðvestan- til. Auðvitað skilja þar allir ensku, en aðkomumaður kemst aldrei nálægt fólkinu nema hann kunni gelísku. Þá er hann undir eins tekinn í hópinn eins og hann væri af sama klani. En þetta ber ekki að skilja svo að við ætlum að útrýma ensk- unni. síður en svo. Það nær engri átt. Raunar eru Skotar uppruna- lega settir saman úr mörgum þjóðum, sem töluðu ólíkar tung- ur. Hinir gelískumælandi Skot- ar, sem komu frá írlandi, blönd- uðu blóði við Pikta, forna þjóð og dularfulla, er fyrir var í há-, löndunum; þeir máluðu sig bláa og höfðu fleiri kynlega siði. Og svo settust margir norskir vík- ingar að á eviunum og ströndun- um nyrzt. f Galloway bjuggu Bretónar, skyldir Velsmönnum, og austan við þá í láglöndunum nómu Engilsaxar snemma land. Þeir hafa líklega stofnað Edin- bore. sem upprunalega hét Ed- winsborg, eða Játvinsborg á is- lenzku. - Nú kváðu frændur okkar í Hialtlandi og Orkneyjum líka teknir að þreytast á enskinum. — Það er von. Færeyingar ná- grannar þeirra lifa eins og blóm í esgi í samfélagi við Dani en hjá þeim sjálfum er allt í niður- níðslu og fólkinu fækkar. Evi- arnar voru hluti af dansk-norska ríkinu þangað til 1469, er Dana- konungur gifti Skotakonungi dóttur sína og lét hann hafa bær að veði fyrir heimanmundinum. En þá fulgu hafa Danir víst ekki haft efni á að greiða síðan, bví að enn eru evjarnar undir brezku krúnunni. Skjöl hér að lútandi fundust fyrir skömmu á British Museum, og vilja Hjaltlendingar nú óðir og uppvægir ná þeim til Leirvíkur. Skozki þjóðflokkur- inn hefur fulla samúð með rétt- indakröfum eyjarskeggja og mun bjóða þeim sjálfstjórn innan skozka ríkisins, þegar það nær sjálfstæði. Er möguleiki á því? — Svo sannarlega. Við gerum ráð fyrir að fá tuttugu þingmenn kosna, ef kosningarnar færu fram nú í dag. En næstu kosn- ingar eiga að fara fram 1971, og ef ekki verður lát á fylgisaukn- ingu flokksins, ætti hann að fá fjörutíu þingmenn kjörna þá. Þingmenn Skota eru alls sjötíu og einn, en samkvæmt Act of Union verður þeim samningi því aðeins sagt upp löglega, að meiri- hluti þingmanna annars lands- ins fari fram á það. Á þessu má sjá að því fer fjarri að fyrir- ætlanir okkar séu neinar skýja- borgir. Eg myndi segja að öruggt væri að við fengjum að minnsta kosti heimastjórn innan fimm ára. — Hvað er að segja um stefnu flokksins, burtséð frá sjálfstæð- ismálinu? Er hún til vinstri eða hægri? —- Hvorugt. Við stefnum að alhliða uppbyggingu og endur- reisn Skotlands, en að svo stöddu situr sjálfstæðismálið algerlega í fyrirrúmi. Flokksmenn okkar eru hugmyndafræðilega mjög ósamstæðir og meðal þeirra eru menn sem komið hafa úr röðum allra hinna flokkanna. Af þeim er Frjálslyndi flokkurinn sá eini, sem sýnt hefur sjálfstæðis- málinu nokkurn skilning, og for- maður hans Jo Grimmond, sem sjálfur er Skoti, nýtur mikilla vinsælda og virðingar í landinu. Persónulega þætti mér mjög vel við eiga að Grimmond yrði fyrsti forsætisráðherra sjálfstæðs Skot- lands. Eg spurði William hvort hann teldi líkur til að Bretastjórn gripi til ofbeldis, ef Skotar gerð- ust sjálfstæðir. Það taldi hann útilokað, enska þjóðin liti á Skota sem bræður sína og myndi aldrei láta etja sér út í svoleiðis. Dagar Culloden eru löngu liðnir. dþ. 13. tbi. viKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.