Vikan


Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 22

Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 22
Það hefur komið fram í frétt- um upp á síðkastið að kröfur um sjálfstjórn og sjálfstæði verða æ háværari meðal fólks á Bret- landi norðan- og vestanverðu. Hér er einkum um að ræða fólk af keltneskum stofni og má líta á þessa hreyfingu sem tilraun til endurreisnar keltnesks þjóð- ernis, sem öldum saman hefur verið á stöðugu undanhaldi. Einnig kemur hér fram andóf gegn þeirra centralization, sem einkennir stóriðnaðarþjóðfélög nútímans og hneigist til að draga fólk og auðmagn saman á fáein þéttbýl svæði, en þau svæði, sem fjær eru miðstöðvum ríkjanna eða ríkjaheildanna, verða út- undan í efnahagsþróuninni. — Ástandið í írlandi er gott dæmi um þetta, en þar fækkar fólki ár frá ári vegna mikils búferla- flutnings til Englands. Flutning- ur fólks, einkum sérmenntaðra manna, héðan úr landi, sem virð- ist nú fara hraðvaxandi, gæti verið upphaf sams konar þróun- ar á íslandi. Öflugust umræddra þjóðernis- hreyfinga mun vera Skozki þjóðflokkurinn (Scottish Nati- onal Party), sem vinnur að því að Skotar segi upp sambands- samningnum við Englendinga (Act of Union) frá 1707 og verði að nýju sjálfstætt ríki. Upplýs- ingafulltrúi flokksins hér á landi er William McDougall, gjaldkeri hjá Kr. Kristjánssyni hf. Hann leit fyrir skömmu inn til okkar, vörpulegur maður prúður með skýra andlitsdrætti, dökkt hár og dimmblá augu: sannur Kelti í betra lagi. — Ég las fyrir skömmu í Vik- unni hroðalega lýsingu á Glas- gow, sagði hann. (Hann hefur verið búsettur á íslandi í sex ár og er kvæntur íslenzkri konu, Sólveigu Magnúsdóttur frá Súðavík). Mér datt því í hug að gott væri fyrir lesendur Vik- unnar að vita ástæðurnar til þessa ástands og einnig að kynn- ast því nýja Skotlandi, sem við vonumst til að geta byggt upp í framtíðinni. Trúir sínum keltneska arfi héldu Skotar lengur í ættkvísla- skipulagið en nokkur önnur Evrópuþjóð. Allt þjóðlíf skozku hálandanna byggðist á því fram að orrustunni við Culloden, sem íslendingar fréttu af fyrir skemmstu í sjónvarpinu. Og enn eimir talsvert eftir af áhrifavaldi og ættartengslum klananna, eins og skozku ættkvíslirnar voru nefndar. Eins og titt var um ætt- kvíslir röktu þær skozku gjarn- an kyn sitt til einhvers höfð- ingja í fyrndinni, og svo er um Clan McDougall, sem William er kominn af. — Forfaðir okkar var norrænn víkingur að nafni Sumarliði, segir William. — Hann kom til Skotlands frá Noregi eða íslandi, ég man ekki hvort var. Sonur hans hét Dugald, og eftir honum heitir klaninn enn þann dag í dag, þótt Dugald hafi breytzt í Dougall. Kona hans var kon- ungsdóttir frá Mön. Ættbyggð afkomenda þeirra var í Argyll á vesturströndinni, umhverfis Ob- an og þar. Á þeim slóðum búa enn margir með ættarnafninu McDougall, þótt klaninn sé nú annars dreifður víðs vegar um jarðarkringluna, líkt og Skotar yfirleitt. íbúar Skotlands sjálfs eru nú fimm milljónir, en inn tuttugu milljónir Skota eru sagð- ir búa utanlands. Þótt skömm sé frá að segja voru McDougallarnir ekki alltaf jafn þjóðhollir, heldur William áfram. — Þannig börðust þeir gegn Robert konungi Bruce, sem var ein mesta frelsishetja Skota á fyrri tíð óg stöðvaði innrás Englendinga í orrustunni við Bannockburn 1314. Út af herhvöt Roberts fyrir þann bardaga orti nafni hans Burns eitt sinna frægustu ljóða. McDougallarnir rændu meira að segja hermerki frá konungi og er það skjaldar- merki þeirra enn þann dag í dag. Þetta var lengi bölvun Skota: innbyrðis sundrung og illdeilur ættkvíslanna. Hvað sem því líður er ljóst af mörgu að þessir frændur og for- feður Williams hafa ekki verið nein vesalmenni, fremur en Skotar yfirleitt. Hver landsins klan á sér einkunnarorð eða heróp, slógan. Og hjá McDoug- öllunum hljóðaði herópið þannig á ensku máli: Victory of Death with no Salvation, en það út- leggst: Sigur eða sáluhjálparlaus dauði. Hér var ekki verið að velja neinn milliveg. En aftur til efnisins, það er að segja hins nýja Skotlands. — Skozki þjóðflokkurinn var stofnaður 1928, segir William. — En það er ekki fyrr en síðustu árin að hann hefur aukið fylgi sitt að ráði, en nú vex það líka hröðum skrefum. Nú eru félagar í flokknum hundrað tuttugu og fimm þúsund að tölu og starfa í deildum um gervallt landið. Þessi félagatala er hærri en nokkur gömlu flokkanna getur státað af í Skotlandi. Merkasti áfanginn i baráttu flokksins náð- ist fyrir skemmstu í aukakosn- ingum i Hamilton, sem er borg í Lanark-héraði, skammt frá Glasgow. Þá vann frambjóðandi Skozka þjóðflokksins, Mrs. Wini- fred Ewing, kjördæmið af Verkamannaflokknum og varð þingmaður flokksins okkar í Parlamentinu, annar í röðinni. Þessi kosningasigur stórjók áhuga manna á flokknum og þyrftu fleiri að fara á eftir á næstunni. — Svo við víkjum að Glasgow og ástandinu þar, sem ekki virð- ist vera of gott. Er þar að ein- hverju leyti um að kenna van- stjórn eða óstjórn af hálfu stjórnarinnar í Lundúnum? — Skotland hefur á margan hátt orðið hornreka í samfélag- ingu við Englendinga og Glas- gow hefur ekki hvað sízt goldið þess. Kaupgjaldið er lægra í Skotlandi en Englandi og at- vinnuleysi helmingi meira en í Bretlandi almennt. Þetta gerir að verkum að fátækt er meiri í Glasgow og fleiri borgum okk- ar en enskum stórborgum. Ný- byggingum miðar hægar og út- rýmingu skuggahverfa, sem svo mikið hefur kveðið að í Eng- landi eftir stríð. Þess vegna er Glasgow eins og hún er: ljótasta borg í Evrópu, segja sumir. Og ekki dregur það úr atvinnuleys- inu og þrengslunum að stöðugt streymir til borgarinnar í at- vinnuleit fólk vestan af írlandi, en þar er lítið að gera. William tekur greinilega sárt til Glasgow, enda er hann sjálfur þar í heiminn borinn; það gerð- ist 1932. Hann segir Verka- mannaflokkinn, sem hefur haft meirihluta í borgarstjórn, lítið hafa gert til að leysa úr bágind- um staðarins; þeir karlar hafa verið öllu duglegri að skara eld að eigin köku, segir hann. -—■ Og þó er Skotland talið þriðja ríkasta land Evrópu, held- ur hann áfram. — Við höfum kol og málma, skipasmíðastöðv- ar og svo auðvitað okkar skozka viskí. Við framleiðum það, Ameríkanar drekka það og Eng- lendingar hirða gróðann. Við í Skozka þjóðarflokknum hugsum okkur að taka heldur betur til, þegar tími hins nýja Skotlands rennur upp. Við ætlum að hreinsa til í Glasgow og öðrum borgum og gera þær jafn hrein- ar og fallegar og Reykjavík er. — Þið stefnið að algeru sjálf- stæði? — Já, en við viljum halda samvinnu við England, vera áfram í brezka samveldinu, fá sem sagt svipaða aðstöðu og Kanada og Ástralía hafa nú. Auk þess höfum við í huga að Skotland geti orðið aðili að bandalagi, sem þjóðirnar á norð- 22 VIKAN 13- tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.