Vikan


Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 48

Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 48
— RIERPONT ÚR Allar gerSir af Pierpont úrum: vatnsþétt höggvarin óbrjótanleg fjöður sjálfvintla tlagatal árs ábyrgð GLÆSILEG FERMINGARGJÖF Á GÓÐU VERÐI SENDI GEGN PÖSTKRÖFU HELGIGUHMUNDSSON úrsmiður Laugavegi 96 — Sími 22750 (Við hlið Stjörnubíós) V Fermingargjöfin í ár er LENCO plötuspilari L.ENCO eru heimsþekktir fyrir gæði og gott verð LENCO piötuspilarar eru fyrirliggjandi í mörgum gerðum, einnig fyrir þá kröfuhörðustu Sjón og heyrn eru sögu ríkari LENCO er svissnesk gæðavara unnaí cyfnzehMon Lf Suðurlandsbraut 16 - Reykjavik - Símnefni: »Volverc - Sími 35200 Suðurlandsbr. 16 - Laugav. 33 - Sími 35200 lega að öxl sinni og strauk kinn við kinn hennar. — Já, ég held það, sagði hann. — Ég er viss um það. Og um stund var Oryx-antilópan algerlega gleymd í notalegu eld- húsinu hennar frú Deverell .... ☆ Með bros á vör Framhald af bls. 19. Sálusorgarinn taldi að sjálfsögðu skyldu sína að reyna að hafa betrandi áhrif á svarta sauðinn, og tók að tala yfir honum, af mildilegri og réttsýnni alvöru. Listamaðurinn tók þessu öllu vel um hríð, en sneri sér svo með hægð, að prestinum og sagði: — Etið þér skít, séra prestur minn,. og það töluvert! Á öðrum stað var það, að prest- ur fór inn á rakarstofu til að fá sig rakaðan. Þetta var meðan rakarar rökuðu enn, sem sagt fyrir þann tíma að þeir fóru að rétta kúnnanum rafmagnsrakvél, þegar hann bað um rakstur. Nú, rakarinn var ekki alveg allsgáð- ur þennan dag, og það tókst svo óhönduglega til, að hann rispaði prestinn eitthvað undir nasrót- unum. En presturinn var hæg- lætismaður og í stað þess að spretta formælandi upp úr sæt- inu og lumbra á rakaranum, taut- aði hann hógværlega: — Já, áfengið, áfengið... — Já, er það ekki satt? sam- sinnti rakarinn áfjáður. — Afengið gerjr húðina svo stökka og viðkvæma, að hún springur bara af minnsta tilefni! Stúlka, sem kallar sig Á. K. sendir okkur eftirfarandi sögu i bréfi: í fyrrahaust kom ég suður til Reykjavíkur og leigði mér her- bergi í gamla austurbænum. Herbergið. var án húsgagna og ekki einu sinni gluggatjöld fyrir glugganum. Ég hafði ekki mikla peninga, nema það sem ég var búin að spara fyrir skólanum og tímdi ekki að kaupa mér mikið inn. Ég hringdi í mömmu sem lofaði að senda mér dívan, borð, kommóðu, tvo stóla og glugga- tjöld. Meðan ég beið eftir þessu, var ekki um annað að ræða en sofa í svefnpoka og vindsæng, sem ég fékk lánað hjá frændfólki mínu hér í Reykjavík.. En strax fyrsta kvöldið tók ég eftir því, að maður hinum megin við götuna var að glápa á mig, þegar ég var að hátta. Glugginn tekur alla breiddina í herberginu, svo ég gat ekki vikið mér undan, var samt að reyna að hátta mig liggjandi á hnjánum undir glugg- anum. En svo hélt maðurinn áfram, daginn eftir og um kvöld- ið, að glápa inn til mín jafnt og þétt, og líka næsta dag. Þetta var ungur maður og bara sætur, en óþolandi að hafa hann alltaf glápandi þarna seint og snemma, hreinasti dónaskapur. Svo þegar hann var búinn að stara á mig þarna í þrjú kvöld, í hvert skipti, sem ég reis upp af vindsænginni, var mér nóg boðið. Ég fór á fæt- ur klukkan hálf átta morguninn eftir, snaraði mér út og yfir göt- una og barði upp hjá þessum manni. Þegar hann kom, hálf- sofandi, úfinn og ófrýnilegur, í morgunslopp, spurði ég: — Ég finn hvergi sokkana mína. Þú hlýtur að geta sagt mér, hvar ég lét þá í gærkvöldi! Ég hélt, að hann yrði rok- spældui', en það varð hann alis ekki. Hann leit svolítið snöggt á mig, en sagði svo með mestu um- hyggjusemi: — Nei, því miður sá ég það ekki. En ef þú vilt að- eims hinkra, meðan ég fer í föt- in, skal ég koma og hjálpa þér að leita. Þeir hljóta að vera ein- hvers staðar fyrir neðan glugga- kistuna. — Nú, hann kom ekki með mér í það skiptið, bætir Á.K. við, — en hann hefur komið nokkrum sinnum síðan. Og á öskudaginn settum við upp hringana — hvar haldið þið? Liggjandi á hnjánum undh' glugganum mínum! Happy ending, eða hvað? Þetta var saga Á.K., en nú skulum við, víkja okkur i Menntaskólann i Reykjavík. Þaðan eru ýmsar sögur sagðar skoplegar af viðskiptum kennara og nemenda, einkum þó einum kennarnum, ungum manni og örhuga. Hann tekur gjarnan drjúgum upp í sig, er stórorður og harðorður, enda er hann stundum uppnefndur eftir heiti iíkamshluta þess, sem orðin koma út um. Stúlkurnar í einum kvennabKíkknum hugðust eitt sinn ger.a uppreisn undan orð- hákshætti hans, einkum þóttust þær illa geta unað, þegar hann var að þieirra dómi klúr eða jafnvel k.lámfenginn í orðum. Uppreisnin var í því fólgin, að næst þegar hami gerðist heldur óheflaður ,í orðum, ætluðu þær að standa upp allar sem ein og arka út. Ekki leið á löngu þar til kenn- ari þessi ki 2mux í tíma, gengur fasmikill og hraðsltígur að púlt- inu og segú :: — Jæja, stúlkur, nú er það ljótt. Það <:r orðinn stórkostleg- ur hörgull á gleðikonum í París! Samkvæmt fyrirframgerðri á- ætlun risu stúlkurnar á fætur og snöruðust *til dyra, hnarreistar og hneyksSaiðar. Þá leit kennar- inn upp, lyJEti hendinni og sagði í fortölutón^: — Svona, stúlkur mínar, það liggur ekke rt á, flugvélin fer ekki fyrr ej a í fyrramálið! í sama bél <k kvað vera stúlka, sem hefur þi að fyrir sið að vilja vita alla skaj iaða hluti um náms- efnið, og geri r kennurunum hel- vítið heitt mt :ð því að vera seint og snemma J 'éttandi upp hönd- ina með spum ningar á vörum — sumar þannig. að þeir ráða ekki 48 VIKAN 13' tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.