Vikan


Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 29

Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 29
eitthvað, sem hann gat ekki fundið neina skýringu á. Jíirgen var fastákveðinn í .að komast að leyndarmálinu, hinu óskilj anlegt. f anddyrinu beið hann hentugs tækifæris, til þess að geta einnig tekið lykil núm- er 5 af fjölinni um leið og hann tæki sinn. Tveimur mínútum síðar opn- aði hann herbergi Janine. Ekk- ert samvizkubit kvaldi hann. Hann óttaðist ekki einu sinni að herbergisþerna gæti komið hon- u mað óvörum. Hann varð að komast að leyndarmálinu, sem þetta herbergi hafði að geyma — hann hugsaði um það eitt. Hann læsti dyrunum að inn- anverðu. Hann horfði í kringum sig. Ekki var enn búið að búa um rúmið, náttföt hennar lágu ofan á því. Hann komst að því að hún átti lítið í fataskápnum. Og hið fáa þekkti hann ekki. Þrátt fyrir það kom eins og trúnaðartraust yfir hann. Vara- liturinn hennar var þarna, augnahárburstinn, ilmvatnsglas. Var þetta allt líf hennar, hugsaði hann. Herbergi á Hótel Sanssouchi, fyrsta hæð . . . á hverju lifði hún eiginlega? Hvað lá á bak við hvarf hennar?? í skrifborðsskúffu fann Júrgen svarið. Svarta plastmappan, sem hann hélt í hendi sér hafði að geyma gerðarbók frá fjórum dá- leiðslutímum. í hitasóttarkenndum flýti þaut hann yfir síðurnar. Og hægt skildi hann hið óskiljanlega: Janine hafði gleymt fortíð sinni. Hún var undir læknishöndum hjá einhverjum dr. Sartoriusi og reyndi með dáleiðslusvefni að komast að fyrra lífi sínu . . . Hve langt, hugsaði hann með sér, hlýtur hún ekki að vera frá því þegar hún þekkti ekki einu sinni manninn sinn? Hann yfirgaf herbergið, læsti á eftir sér, náði í dót sitt og fór niður. — Ég vildi gjarnan fá reikn- inginn, sagði hann og var sjálf- um sér reiður yfir því, hve höst- ulega þetta hljómaði. — Þér eruð að fara strax? — Já. — Gisting eina nótt . Hann skrifaði niður verðið. Þjónusta, aukagjald vegna kyndingar, morgunverður. Þetta tók eilífðartíma. Eilífðartíma, sem Júrgen not- aði til þess að hengja báða lykl- ana á brettið. Og á meðan hugs- aði hann aðeins um eitt: kom- ast burtu héðan. — Vilduð þér gjöra svo vel og hringja fyrir mig á bíl, bað hann dyravörðinn. Og við leigubílstjórann sagði hann: — Bayerischen Hof, takk. Þangað, sem hann bjó alltaf. Þar sem hann var orðinn vanur glæsileikanum: mjúk teppi, hljóðlausar lyftur, blómaskreyt- ingai ■' anddyrinu. Þar var hann kunnur, hann gaf mikla drykkju- peninga, hann hafði alltaf dýrt herbergi. Hann þráði þennan heim ríki- dómsins eins og sá, sem kemur inn úr kuldanum þráir birtu og hlýju. Hann þráði Gaby, nálægð hennar. Honum fannst eins og hann hefði ekki haldið henni í fangi sér í hundrað ár. Leigubíllinn stanzaði fyrir framan Bayerischen Hof. Hann steig út. Nei, hótelhöllin sveik hann ekki. Hún færði honum öryggi sitt aftur, hina venjulegu rödd sína, hið venjulega bros. Hann valdi númer hennar um leið og hann kom inn í herbergi sitt. — Halló, Gaby? Rödd hans hljómaði eins og venjulega. Gaby Westphal gladdist. — Hvað ertu búinn að vera lengi í Múnchen? — í klukkustund. — Þú ert heppinn elskan, ég var rétt að fara á skauta. — Ég hef miklu betri hug- mynd, sagði hann. — Já? — Þú sezt inn í bílinn, kem- ur niður á hótel og við látum eins og sumarið sé komið. í sundhöllinni uppi á þaki .... — Er það það eina, sem við eigum að leika? spurði hún í háði. -— Er slæmt að vera galdraður, elskan? — Mjög slæmt, varð hann að viðurkenna. Gaby lagði tólið ánægð á. Úr sæg af bikini baðfötum valdi hún ein túrkislituð, setti niður baðkápu í sama lit og hélt af stað. í dag var hún aftur virkilega sátt við lífið. Hún var ung, falleg og rík. Þrír eiginleikar, sem hún vissi að höfðu stóru hlutverki að gegna. Þar að auki var sú kitlandi tilfinning að hún mundi brátt liggja í örmum elskhuga síns. Hugsunin um það gerði hana frá sér numda. Áður hafði ástin verið henni dægrastytting, leikur með sín- um eigin líkama og öðrum ókunnum, skemmtilegt ævin- týri, sem ekki hafði haft nein sérstök áhrif á hana. Nú var hún frá sér numin yfir því að eiga hann, snerta hann. Loginn vai orðinn að heitu báli. í Bayerischen Hof fór hún með lyftunni upp á þakhæðina, klæddi sig úr í klefa og fór út á bakka sundlaugarinnar. Allir karlmennirnir horfðu á hana. Hún var orðin því vön og henni þótti það alltaf jafn skemmti- legt, sérstaklega hér, þar sem karlmennirnir voru vanir fegurð, þar sem leikkonur, sýningar- stúlkur og ljósmndafyrirsætur biðu þess að verða uppgötvaðar. En allir þessir menn höfðu enga þýðingu, hún hafði ekki áhuga á neinum þeirra, hún leit ekki við neinum þeirra. Hún sá aðeins einn: Júrgen. Hann veifaði til hennar úr miðri sundlauginni. Hún synti til hans. — Áttu engin ennþá minni bikini? spurði hann og hristi höfuðið. — Ertu afbrýðisamur? spurði hún brosandi. — Nú, hvað heldurðu. Gaby synti frá honum. Vatnið var volgt og þægilegt. Hún hefði helzt viljað synda nakin, ein- hversstaðar við strönd, þar sem síðan var hægt að leggjast í heitan sandinn. Auðvitað var ekki hægt að gera neitt þannig lagað hér. Aftur á móti svifu snjóflyks- urnar fyrir utan gluggana og hægt var að láta þjóninn færa sér kampavín. Það var hægt að dingla fótunum í vatninu og drekka sig örlítið ringlaðan, ein- mitt svo mikið að framtíðin virtist verða þægilegt, skvamp- andi, mjúkt hamingjuhaf — Veiztu, sagði Gaby, mig langar til þess að gifta mig eins og faðir minn gifti sig — Hvernig þá? — Mamma var dansmær. Pabbi sá hana dansa í fjölleika- húsi í París. Þrem vikum seinna kom hann með hana heim með sér. Og þá var hún orðin konan hans. Júrgen þagði. — Þú ert að hugsa um konuna þína núna, ekki satt? Gaby var komin með reiðihrukku á ennið. Varir hennar stríkkuðu. — Þú heldur, að hún mundi taka þér það illa upp að giftast svo stuttu eftir dauða hennar, þú vilt heldur bíða þangað til sorgar- tíminn er útrunninn, þú ert hræddur við pískur íólksins. Hann vafði hana örmum. Hún fann til undan taki hans. — Nei, Gaby, hreytti hann æstur út úr sér, — ég er ekki hræddur við neitt, skilurðu? Og jafnvel þó hún mundi standa upp frá dauð- um, mundi ég aðeins geta elsk- að þig. Hún brosti. Þetta var það, sem hún alla tíð heyra vildi, sem hún varð aldrei leið á. Augu hans voru svört af ástríðu og þessi ástríða var aðeins hennar vegna, hennar einnar. Hvers vegna gat hún bara elcki hætt að hugsa um dauðu konuna hans? Var það vegna þess að hún var svo ljóshærð, svo allt öðru vísi en hún sjálf? Hún drakk til botns úr kampa- vínsglasinu og snerti vanga hans með vörum sínum. — E'gum við að fara? Júrgen kinkaði kolli. Gaby stóð upp. — Ég skipti um föt. Hún gaf sér góðan tíma. Þegar hún kom loks út úr klefanum, með kápuna á öxlunum, beið Júrgen hennar þegar við lyft- una. Tveimur hæðum neðar, ýtti hann henni mjúklega út. Á stærstu hótelum heimsins er ekki spurt að því, hver fari með hverjum inn í herbergin. Júrgen læsti dyrunum að inn- an. Titruðu hendur hans, þeg- ar hann þreif hana til sín? Káp- an hennar datt á gólfið, kjóll- inn hennar . . . Hafði hann nokkurn tíma áð- ur elskað hana eins og þennan eftirmiðdag, tilheyrt henni svo fullkomlega, eins og hann væri laminn af refsinornum? Vilit sigurtilfinning gagntók hana. Þú munt aldrei fá nóg af mér, hugs- aði hún. Það er hin sterka hlið mín, Júrgen. Þess vegna muntu gleyma látna Ijóshærða englin- um þínum Þegar hún var fimmtán ára fannst henni skírlífi engin dyggð lengur. Nei, hún hafði ekki verið dregin á tálar, held- ur hafði hún sjálf tælt fyrsta manninn, vin föður hennar sem var þrisvar sinnum eldri en hún, og sem í tvö ár eftir þennan atburð treysti sér ekki til að koma í heimsókn. — Þú verður að tala við pabba, sagði hún allt í einu. — Bezt væri þegar í dag eða á morg- un, því ég hef sagt honum að við yrðum að giftast — Yrðum? hann reyndi van- trúaður fyrir sér. Framhald i næsta blaði. 13 tbI VIKAN 29 JURGEN EFTIR HVERJU ERTU AÐ BÍÐA? KONAN ÞlN STENDUR FYRIR FRAMAN ÞIG. SEGÐU EITTHVAÐ, HLÆÐU EÐA GRÁTTU, HRÖPAÐU EF ÞÚ GETUR ....

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.