Vikan


Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 28

Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 28
Jiirgen tók hana úr höndum hennar og lagði hana á bókahillu. Gaby virti hann fyrir sér. -— Stundum óska ég þess að ég hefði þekkt hana. — Hvers vegna? — Því mig langar til þess að kynnast öllum þeim konum, sem þú hefur einhvern tíma elskað. — Svona, drekktu eitthvað, sfegði hann og rétti henni whiskyglas, — við skulum frek- ar tala um okkar ást. Gaby dró hann til sín. — Þú hefur til dæmis ekki ennþá sagl mér að þú viljir giftast mér. — Faðir þinn mun verða dá- fallega undrandi. — Hann veit það nú þegar, sagði hún hlæjandi. — Nú, og hvað svo? Hún yppti öxlum. — Hvað ætti hann að hafa á móti þér, elskan? Þegar hann ætlaði að kyssa hana, þrjózkaðist hún dálítið við. — Gleymdu ekki að draga gluggatjöldin fyrir, elskan. Hún gerði daginn að nóttu, ástina að synd. Júrgen varð í fyrsta skipti ljóst að hann mundi aldrei vilja sleppa henni. Þessi brúna, glansandi húð, — alltaf mundi hann vilja strjúka hana, elska þennan líkama, kyssa þess- ar varir, grafa andlit sitt í þessu ilmandi hári.... Síminn hringdi. Aftur hringdi hann þrjózkufullur. Þegar hann tók tólið að lokum af og sagði til nafns síns, varð hann fölui við fyrstu orðin. — Hér talar Paul Karsch frá Múnchen. Við höfum fundið þessa stúlku, herra Siebert... — Mjög gott, sagði hann óör- uggur. Gaby stóð í ekki tveggja metra fjarlægð frá honum. — .... stúlkan heitir Laurent. Ungfrú Laurent. Hún býr á Hótel Sanssouchi í Beethovengötu, her- bergi 5, fyrsta hæð. Eftir mynd- inni að dæma er engum vafa bundið að þetta er hún ... Júrgen var með heilmargar spurningar á vörunum. En hann vildi fyrir alla muni ekki vekja hjá Gaby neina tortryggni. Þess vegna sagði hann aðeins í við- skiptalegum tón: Þér hafið leyst starf yðar vel af hendi, herra Karsch. Þakka yður fyrir. Gjörið svo vel að senda reikn- inginn á skrifstofu mína. Hann lagði tólið á. Það kost- aði hann erfiði að láta engin svipbrigði á sér sjá. Hann blekkti Gaby að visu þetta kvöld. En sjálfan sig ekki. Þegar hún var löngu sofnuð, hamingjusöm og þreytt, kvaldi hann ennþá nagandi spurning. Hver var ungfrú Laurent? Til þess að komast að því, flaug hann tveimur dögum seinna til Múnchen án þess nokk- ur vissi um ferð hans. Hann kom fyrst inn klukkan hálftíu inn í hótelið í Beethoven- götu. — Siebert, kynnti hann sig, — hef tilkynnt komu mína. — Já, alveg rétt, herbergi yð- ar er númer 7, fyrstu hæð. Því miður er búið að loka eldhúsinu, svo heitur matur er ekki fyrir hendi, en ef þér viljið eitthvað kalt.... — Kærar þakkir, ég er ekki svangur. Nei, hann var ekki svangur. Aðeins órólegur, taugaóstyrkur, þjakaður af illum grunsemdum. Hann hafði barizt móti þeim, síðan hann fékk fréttirnar frá Karsch. Nafnið Laurent sannaði þá, að þetta var ekki hún? gat ekki verið hún? Bjánaleg líking, til- viljun .... aðeins til þess að gera hann að fífli. Ljós var í anddyrinu. Hótel- drengur vísaði honum til vegar. Lítið, skemmtilegt hótel, blóma- veggfóður, smámottur, speglar. Herbergi 7 var við hliðina á herbergi 5. Veggur við vegg, dyr við dyr. Skelfilegur ótti greip hann, þegar hann kom auga á fíngerða svarta skó fyrir framan djrrnar á herbergi 5. Fyrir ári hafði hann sagt við afgreiðslu- dömu í skóbúð: — Reyndar ætti ég að fara með konu mína í barnadeildina. Júrgen létti, þegar hann lok- aði dyrunum að baki sér. Hann þurfti á ró að halda og sígarettu. Það róaði hann ekki beinlínis að horfa í spegilinn. Leit maður ekki svona út, þegar maður hélt sig hafa séð vofu? Þegar maður var viss í sinni sök? Honum fannst hann vera að kafna úr hita. Hann opnaði gluggann upp á gátt. Við hliðina var einnig kvikt. Þótt dregið væri fyrir gluggann féll breið ljósræma á handriði fyrir utan. Þetta er hlægilegt, reyndi Júrgen að fullvissa sjálfan sig um. Það er hlægilegt að ég skuli sitja hér kófsveittur og halda niðri í mér andanum af hræðslu. Auðvitað eru til tvífarar. Og margar konur hafa smáa fæt- ur. En að fólk rísi upp frá dauð- um, það getur ekki gerzt. Ég fór sjálfur í líkhúsið, sá hana, þekkti hana. Engum, vafa bundið, sagði ég lögreglufulltrúanum að skrifa. En ef það var þrátt fyrir það vafi? Ef þú hefur jarðað falska Janine, ef hún hefur aldrei dáið, aðeins horfið, ef hún gengur fram og til baka þarna í herbergi 5 ... Júrgen þrýsti eyra sínu að veggnum. Honum fannst hann heyra fótatak hennar. En ef til vill var það aðeins ímyndun. Hann hringdi og lét færa sér eina flösku af whisky. Whisky gerir mann rólegan. Maður talar um það, sem ekki var hægt að hugsa um áður. Nei, Janine, sagði hann við sjálfan sig, okkur tengja engin bönd lengur. Ástin hefur heltek- ið mig, ást, sem þú færð ekki skilið. Þú mátt ekki koma aftur, Janine. Júrgen sofnaði í rúminu, án þess að háfa háttað sig. Þegar hann vaknaði var orðið bjart. Hann heyrði lágt suð í ryksugu frammi á ganginum. Hann stakk höfðinu ringlaður út um dyragættina. Litlu, svörtu skórnir stóðu ennþá á sama stað. Ungfrú Laurent hafði ekki yfir- gefið herbergi sitt. Tíu mínútum seinna var hann kominn niður. Hann lét framreiða handa sér morgunverð í anddyrinu við borð þaðan sem hann gat fylgzt með lyftunni og stiganum. Hann varð að bíða tæpan hálf- tíma. Þá sá hann gegnum gler- dyrnar bláa kápu og ljóst hár. Hann hefði gjarna viljað sitja kyrr, fela sig bak við dagblað. En eitthvað þvingaði hann til þess að standa upp, ganga til hennar. Hún stóð mjög nálægt honum og horfði á hann. Og hann vissi að þetta var ekki ungfrú Laur- ent, heldur Janine. Það var enginn vafi. Júrgen, eftir hverju ertu að bíða? Konan þín stendur fyrir framan þig. Segðu eitthvað, hlæðu eða gráttu, hrópaðu ef þú getur .... Hvers vegna hikaði hann, hvers vegna kom hann ekki upp einu einasta orði, hvers vegna gat hann hvorki hreyft legg né lið — það var eingöngu vegna augnaráðs hennar. Hún horfði á hann stórum, bláum augum sínum, eins og hann væri ókunnugur. Andlit hennar bar engin merki undrun- ar. Hún gekk kæruleysislega fram hjá honum, eins og hún hefði aldrei á ævinni séð hann áður. — Ertu orðin brjáluð, Janine? Hún heyrði þetta ekki. Hún fór inn í morgunverðarsalinn, brosti til eins þjónsins, gekk á eftir honum að borði einu. Hann stóð sem lamaður. Hann gat fylgzt með henni gegnum glerdyrnar. Hann vissi, að hún mundi fá sér te, mjólk út í, tvo sykurmola. Hann þekkti hreyf- inguna, þegar hún lyfti bollan- um að vörum sér . . . Júrgen Siebert var votur af svita. Skyrtan límdist við hann. Ef þetta var ekki Janine, ef þetta var ekki konan, sem hann hafði verið giftur í fimm ár, ef þetta var ekki bros hennar, ekki and- lit hennar, ekki húð hennar, ekki líkami hennar — þá mátti hann fara að óttast um vit sitt. Hann lét sig falla niður í hægindastól, þreyf taugaæstur eftir sígarettu. Á þessum tveim- ur og hálfa mánuði hafði hún varla breytzt neitt. Hann þekkti aðeins ekki bláu jerseydragtina, sem hún var í. Allt annað þekkti hann, hundruð hlægilegra smá- muna . . . Fráleitt að halda, að nafn- ið Laurent hefði einhverja þýð- ingu. Skilningarvit hans fimm sönnuðu honum, hverja hann hefði frammi fyrir sér. Og þar sem hinir dauðu rísa ekki upp úr gröfum sínum, þá hafði hún aldrei verið dáin. Sjálfsmorðið hafði aldrei átt sér stað. Hann hafði staðfest dauða falskrar konu, látið grafa aðra konu, orð prestsins áttu við ókunna manneskju: af moldu ertu komin, og til moldar skaltu aftur hverfa. . Nei, Janine var ekki orðin að moldu. Hún lifði, andaði, stóð á þessari stundu upp frá borði sínu, fór í kápu sína, gekk að afgreiðsluborðinu, skilaði lykli sínum . . . Júrgen stökk á fætur, varð á undan henni að útgöngudyrun- um, opnaði dyrnar fyrir hana. Hún varð að fara þétt fram hjá honum, varð að snúa andliti sínu að honum, varð að horfa á hann svo nálægt sér . . . — Kærar þakkir, sagði hún kurteislega. Og þótt hann hefði áður get- að trúað á leiksýningu, á brellu, á hlutverk, sem hún léki fyrir hann — nú var hann fullviss um að hún þekkti hann ekki. Jannie hafði aldrei verið góð leikkona. Þannig mundi hún ekki geta leikið er þau hittust aftur, nei og aftur nei, hér hlaut eitt- hvað að liggja bakvið, eitthvað leyndardómsfullt og ótrúlegt, EFTIR JENS BEKKER 7. HLUTI VIÐ hveria snertingu hans 28 VIKAN 13- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.