Vikan


Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 15

Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 15
Sveinn og Gunnar Guðjónssynir — Roof Tops. Guðni Pálsson Roof Tops. Væntanleg er hljómplata með Sigrúnu Harðardóttur, áður en langt um líður. un, mun þessi plata koma á markaðinn í apríllok. Logar frá Vestmannaeyjum munu á næstunni leika inn á hljómplötu fyrir Fálkann. Á plötu Loga verða m.a. lög eftir Gunnar Þórðarson og Magnús Eiríksson. Gunnar er löngu þekktur sem einn okkar fremsti lagahöfundur, en Magnús hefur lika látið að sér kveða, m.a. sam- ið ágæt lög fyrir Kristínu Ólafs- dóttur, Erlu Stefánsdóttur og Pónik, hljómsveitina, sem hann lék með í eina tíð. Logar hafa nú endurheimt sinn fyrrverandi gítarleikara, Þorgeir Guðmunds- son. Þótt þeir hafi lítið látið á sér kræla utan heimahaganna hafa þeir þó verið í full fjöri í allan vetur. Logar eiga sem kunnugt er fyrirtaks söngvara, þar sem er Hermann Hermanns- son, en hann tók við af bróður sínum, Helga, fyrir alllöngu. Hljómar munu á næstunni leika inn á plötu fyrir SG-hljóm- plötur, en óráðið er enn, hvort um fjögurra eða tólf laga plötu verður að ræða. Að líkindum verða öll lögin á næstu plötu Hljóma eftir Gunnar Þórðarson. Síðasta plata þeirra hlaut mjög góðar viðtökur sem kunnugt er, og það var athyglisvert, að það voru lögin Gunnars, sem mestum vinsældum náðu, ásamt laginu ,,Að kvöldi dags“. Dúmbó sextett mun væntan- lega senda frá sér plötu snemma í sumar á vegum SG. Þessi gam- algróna hljómsveit tók rnikinn fjörkipp, þegar Guðmundur Haukur Jónsson bættist í hópinn sem söngvari. Óhætt er að segja, að hljómsveitin hafi aldrei verið betri, og er þá nokkuð sagt. Und- irtektirnar, sem þeir félagarnir hafa fengið að undanförnu, sýna þetta ljóslega. Guðmundur Haukur er nemandi í Kennara- skólanum. Hann lætur það þó ekki á sig fá, þótt hann verði að skreppa upp á Skaga af og til til þess að æfa með hljómsveitinni. Auk þess að syngja með Dúmbó og sinna ströngu námi, hefur hann ritstýrt skólablaði Kenn- araskólans, Örvar Oddi, og starf- að með Tenglum. Sannarlega að- dáunarverður dugnaður! Söngflokkui-inn „Nútímabörn“ mun að öllum líkindum syngja inn á plötu hjá SG-hljómplötum síðar á þessu ári. Þau eru fimm, sem flokk'nn skipa, og þau syng'a einkum lög í þjóðlagastíl. Aðalsprautan er Ómar Valdi- marsson. margfróður um þessa músik. hafandi nýlega dvalið ár í Bandaríkiunum. Það sem eink- um einkennir Nútímabörn er fr’álsieg og óþvinguð framkoma og skínandi góðar raddir. Eink- um er gaman að fvlgiast með dömunni í hópnum, Drífu Krist- 'ánsdót.tu’-. en með fiöri sínu og Játlausr1 framkomu hefur hún m'ög dvífandi áhrif á aðra liðs- menn flokksins. Geislar frá Akureyri munu senda frá sér fjögurra laga plötu áður en langt um líður, og er út- gefandi SG-hljómplötur. Þótt veldi Geisla sé með mestum blóma nyrðra, eru þeir ekki með öllu óþekkt stærð sunnanlands. Þeir hafa leikið í Reykjavík af og til og hlot:ð ágætar viðtökur. Þeir félagar í Geislum hafa eitt- hvað fengist við lagasmíðar, og verða því einhver laganna á plötu þeirra frumsamin, ef að líkum Jætur. Margir okkar vinsælustu söngvara. og hljómsveitir, eru norðanmenn, og þess vegna verð- ur fróðlegt að fylgiast með út- ltomunni hjá Geislum, þegar plata þe'rra kemur í umferð. Heiðursmenn eru með hlióm- plötu í undirbúningi, og er Tóna- útgáfan útgefandi. Heiðursmenn eru Þórir Baldursson, orgelleik- ari. Baldur Arngrímsson, gítar- leikari, Rúnar Georgsson, saxó- Framhald á bls. 50. J

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.