Vikan


Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 40

Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 40
ALLT Á PÁSkaBOrÐiÐ sérstöðu, því að hún var ekki endur- goldin, en hún vonaði að Dominic yrði ekki til þess að valda henni vonbrigðum. Hann gerði það heldur ekki. Það var sama hvort hann var að stumra yfir japönsku ropfiskunum í bað- herberginu, tala við opinbera aðila, eða borða það sem hún vandaði sig mest með, paupiettes de veau, Dominic var alltaf jafn háttvís, þrátt fyrir það að Lallie var viss um að hann hefði við mikil vandamál að stríða. Fréttirnar sem hann fékk voru sannarlega ekki upplífgandi. Vinir hans í Bandaríkjunum skrifuðu og staðfestu grun hans um hræðilegt afhroð á stofni arnarins, caribou- Húsmæður! Óhreinindi og blettir, svo sem fitublettir eggja blettir blóðblettir hverfa á augabragði ef notað er Henk-omat í þvottinn eða til að leggja í bleyti. Síðan er þvegið á venjulegan hátt úr DtXAN. Með ástarkveðju ... Framhald af, bls. 12. kynntist hún honum bezt á mynd- inni, þar sem hann, mjög ungur að árum, þrýsti að sér leikfangabangsa. (Sú mynd var á snyrtiborðinu í bað- herberginu). Hann hét Dominic Lachasse, og hann var sonarsonur frú Deverell, frá einhverju hjónabandi hennar, og var nú orðinn tuttugu og fimm ára. — Hann er dásamlegur, sagði frú Deverell og Ijómaði í framan. — En hann er skrýtinn. Mjög skrýtinn . . . — Skrýtinn? spurði Lallie. — Hann er dýrafræðingur, og þessvegna verður hann að þjást. Lallie, sem var að fletja út deig, hlustaði og beið. — Það er þetta með dýrin, sagði frúin, — sumar dýrategundirnar eru að deyja út. Það er til dæmis Oryx- antilópan frá Arabíu, beltisdýrið í Suður-Ameríku, og auðvitað vesa- lings, blessaðir hvalirnir. Hún bað- aði út höndunum. — Dominic fer út um allar trissur til að bjarga þessum dýrakynstofnum, og þegar honum tekst það ekki, líður hann sálarkvalir. Lallie andvarpaði. — Þetta er á- kaflega hugnæmt og sorglegt um leið. Hvar er hann núna? — í Koreu. Það eru einhver vand- ræði með tígrisdýrin í Koreu. íbú- arnir vilja ekki láta dýrin éta sig, svo þeir sitja fyrir þeim og skjóta þau. Maður skilur það auðvitað að fólkið vill ekki láta éta sig, sagði frú Deverell, — en þetta tekur svo á Dominic. Hún yppti öxlum. Það er eitthvað notalegt og ró- andi við ást í fjarlægð. Lallie var svo hugfangin af myndunum, að hún frekar hrökk við í stað þess að Ijóma af ánægju, þegar hún opnaði dyrnar, einn góðan veður- dag, fyrir ungum manni, sem varla sá í fyrir bakpoka og allskonar far- angri, sem hann hengdi utan 6 sig. Það voru meðal annars, plastflösk- ur, .þar sem einhver kvikindi syntu um í glærum vökva. Hún þekkti strax unga manninn, hann var með há kinnbein og dökk, áköf augu, en hann leit hálf illa út, var fölur og þreytulegur. — Þú hefir þá ekki getað bjarg- að þeim? sagði Lallie. — Bjargað hverjum? sagði Dom- inic og hristi af sér bakpokann. — Tígrisdýrunum [ Koreu. — Hann hristi höfuðið þreytu- lega. — Ég efast um að það séu fleiri en tólf pör eftir af þeim í heiminum, sagði hann og fleygði öllu draslinu á gólfið í forsalnum. — En hvernig er það, þekki ég þig? Ertu hér í fríi, eða eitthvað þvíum- líkt? Lallie hristi höfuðið. — Ég er eldabuskan. Ég reikna með að þú viljir fara í bað, áður en þú borðar morgunverðinn. Viltu tvö egg? — Hafðu þau þrjú, sagði Domin- ic og hló. Lallie var ósköp óreynd í ásta- málum, og þessi ást hennar var í Henk-o-mat ÚRVALSVARA FRÁ 40 VIKAN 13-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.