Vikan


Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 4

Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 4
OSRAM BURT MEÐ ALLT SORP Kæra Vika. Mikið þótti mér miður, þegar þú komst út um dag- inn með nektarmynd á forsíðunni. Satt að segja finnst mér þú hafa sett drjúgum ofan við þetta. Þú minntir mig á tímarit- in, sem reyna að fleyta sér á „dirfskunni". Ég er ekki endilega hneyksluð, en ég er frem- úr sár. Vikan vill vera heimilisblað, en ég vil ekki láta slíkar myndir í hend- urnar á hverjum sem er á heimili mínu. Veiztu ekki, hvílík áhrif slíkar „sak- leysismyndir" hafa á ung- linga í mótun? Og veiztu ekki, hvað unglingarnir eiga erfitt í sambandi við þroska sinn, andlegan og líkamlegan, nú á tímum, þegar alls staðar blasa við eggjandi myndir og frá- sögur í blöðum og búðar- gluggum? (Ekki eiga allir óskilið mál í þessu frem- ur en öðru). Ég veit, að þú ert mér sammála um það, að þetta „sex“ er gildur þáttur hinna svonefndu unglingavandamála nútím- ans. Já, föt sumra stúlkn- anna ber því ljóst vitni. (Ef einhver heldur, að ekki skipti máli með fötin, má geta þess, innan sviga, að áreiðanlegt, erlent fréttablað sagði frá því, að siðferðisglæpir jukust til muna í Japan, þegar stutta tízkan fór að ryðja sér þar til rúms). Svi vitum við, að meðal unglinganna er ekki langt frá nektarmyndum í klám- ið, og þarf ekki unglinga til. Og ekki skortir hér verzlanir, sem hafa slík rit á boðstólum, þótt þær hafi ekki hátt um þau viðskipti. í sambandi við það ætla ég að segja þér frétt af dönsk- um, hugumstórum ung- lingum. Núna í janúar tóku þeir sig til og út- bjuggu auglýsingablað. Á bví stóð: „Burt með klám- hreinn“. Á blaðinu voru fjögur hjörtu, og á þau prentuð ljóð eftir ungan Kaupmannahafnarbúa, en erindin fjögur enda öll á orðunum: „Kærleikurinn (ástin) er hreinn“. Svo fóru unglingarnir á kreik eina nóttina og límdu tvö til þrjú slík blöð á hvern búðarglugga, þar sem klámrit voru til sölu, 300 í Kaupmannahöfn og 100 úti á landi. Lagalega séð var þetta óheimilt, en unglingarnir eru reiðubún- ir að taka afleiðingum gerða sinna. Ekki skal lög- leysi mælt bót — en er ekki hrífandi að lesa um slík viðhorf hjá ungling- um í stórborgum, þar sem sorpritin flæða yfir? Nú skilur þú, Vika mín, að ég er alls ekki að jafna þér við sorpritin. Það tek ég skýrt fram. En ég bið þig: Hjálpaðu okkur, sem erum að reyna að skapa unglingunum holl upp- vaxtarskilyrði og gott um- hverfi og viljum vekja hjá þeim heilbrigðar hugsjónir og sjálfsaga í staðinn fyrir þá nautnasýki, sem er ein- kenni tímanna. Skemmti- blað viltu vera. En það er svo margt, sem er í senn skemmtilegt og fróðlegt og ágætlega til þess fallið að hefja okkur upp yfir flat- neskjuna og hringsnúning- inn kringum sjálf okkur. Þú átt ekki að frelsa heim- inn. En öllum er okkur skylt að leggja okkar skerf af mörkum. Og stórt er þitt pund. Þú ferð um allt landið og hefur óhemju mikla möguleika til áhrifa, til ills eða góðs. Segjum líkt og dönsku unglingarmr: Burt með allt þetta sorp, sem óhreinkar heilbrigt æsku- lif! Setjum okkur hátt mark þegar í æsku og keppum að1 því ótrauð! Með vinsemd og til- hlökkun til næsta blaðs. Stína Stefáns. (Ég vona, kæra Vika, að þú birtir bréfið, þó að það sé orðið aðeins of langt). Viff þökkum bréfi® þitt, Stína, sem er jafn vel meint og þaff er langt. Satt aff segja var þaff okkur nokkurt undrunarefni, þvi i'orsíffumyndin okkar var hvorki „djörf“ né klúr, BÆTIR ÚR SÖLARLEYSI SKAMMDEGISINS. XAHPIB OSRAM VEGNA GÆÐANNA. Ul jtr mí viQavcýafa Mik\Ö úrval af myndavélum a, Frá Kodak - Agfa- Braun 06 POLAROID §P0RTVAL | Laugavegi 116 VERÐ FRA Kr. 433/* 4 VIKAN 1:!-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.