Vikan


Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 20

Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 20
— En það er svo hræðileg fýla af honum, mótmæltu Madame Jonas og Elvira. — Og sjáðu hárið á honum. Það hlýtur að vera fullt af óþrifum. — Já, ég sé það. En hann kynni að skelfast ef við létum hann í bað í dag, svo við skulum vera þolinmóðar og vona, að okkur lánist ef til vill á morgun að vinna þetta vandasama verk. AUt var nú að taka á sig eðlilegri og vanabundnari blæ, og það sem eftir var dagsins, var drengurinn ekki erfiður nema nokkrum sinnum, og þá örstutta stund í einu. E'ndrum og eins fór hann að skæla, en Elroi gamla Macollet tókst fljótlega að hugga hann. — Ég sagði honum, að ef hann væri góður. myndu Swanissit og Outakke sennilega fara með hann út að veiða og berjast á morgun. Síðar, þegar hann sá hin börnin busla glöð og ánægð í volgu vatni, ■ákvað hann að slást í hópinn með þeim, en konunum tókst aðeins að ná yzta skítlaginu af honum, því bjarnarfitan og rykið voru orðin að glerharðri skorpu utan á honum. Á eftir tókst Angelique að fá hann til að drekka volgt te, sem hún hafði bætt nokkrum dropum af draumsóleyjarseyði út i en það hafði hún fundið í fátæklegum meðalaskáp varðstöðvarinnar. frinn O’Connell hafði varla verið mjög kvillasamur, en þegar eitt- hvað kom fyrir hann, læknaði hann það sennilega með áfengi. Henni varð hugsað til allra þurrkuðu jurtanna, sem hún hafði skilið eftir í La Rochelle, um smyrslin, seyðin og elexírana, sem hún hafði unnið og gert af svo mikilli umhyggju fyrir Bernefjölskylduna, eftir for- skriftum, sem hún hafði lært af norninni Mélusine og góðum ráðum Savarys lyfjafræðings. Allt þetta hefði komið að góðu gagni hér, en nú var orðið of áliðið árs til að lesa þær jurtir, sem hún þarfnaðist helzt, jafnvel þótt þær fyndust á þessu heimshveli. Þó kynni eitthvað af berki og rótarrengl- um, sem hún gæti notað, enn að vera aðgengilegt á haustmánuðunum; hún ætlaði að líta eftir því á morgun. Þetta kvöld kom l’Aubigniére til að líta eftir frænda sínum. Litli drengurinn var rétt nýsofnaður. Hann hafði vafið um sig teppi á fleti, sem þau höfðu búið til á gólfinu, því hann neitaði harð- lega að sofa í rúmi. Loðdýraveiðimaðurinn leit angurvær á hann. — Ég veit nákvæmlega hvernig honum líður, muldraði hann og hristi höfuðið. — Ég var einnig fangi Irokanna, i dal Móhaukanna. Hvernig get ég nokkru sinni gleymt þeim dal? —- Fyrir guðs skuld, sagði Angelique. — Eru Irokarnir vinir þinir eða óvinir. Leið þér vel hjá þeim eða var dvölin með þeim óbærileg? Fyrir guðs skuld, reyndu að gera það upp við Þig. Hann var steinhissa. Hann. eins og Perrot, sá ekkert athugavert við að blanda saman tregablandinni eftirsjá og blóðþyrstum fyrirætlunum. E'n hann sagði: — Já, satt er það, ég var hamingjusamur hjá írokunum. En samt get ég ekki gleymt því, að þeir slátruðu allri minni fjölskyldu og einnig Maudreuils. Það er eiðsvarin skylda mín, að flá af þeim höf- uðleðrin, og ég ætla að standa við það. Ég veit, að við gerðum sátt- mála við þá í dag, en það var í skiptum fyrir líf frænda mins. En hafðu enga áhyggjur, við munum finnast aftur. Hún spurði lágrödduð: — Hvað ætlarðu að gera við þennan litla dreng? — Ég ætla að senda hann til Jesúítanna. Þeir hafa skóla í Quebec fyrir munaðarleysingja og Indiánadrengi, sem þeir ala upp til að verða prestar. Angelique leit aftur á sofandi barnið. Með þetta skrýtna litla and- lit, allt þakið í hörðum óhreinindum og ofurlítið spyrjandi svipinn, 20 VIKAN 13-tbl- var hann svo sakleysislegur og viðkvæmur. Hvernig yrðu skólaveggir Jesúíta í Quebec í augum þessa skógarbarns? Eins og fangelsi. Hún lyfti höfði til að tala um þetta við L’Aubigniére. Hafði það verið þess virði, að gera svona mikið húllumhæ til að kaupa barninu frelsi, ef það var aðeins til að loka hann aftur inni? Það eina, sem fyrir þeim vakti, virtist hafa verið að hrifsa hann úr höndum vilimanna til að bjarga sál hans. Vafalaust var það virðing- arverður tilgangur, en hún var ekki viss um, að nokkur hefði leitt hugann að hamingju barnsins eða velferð. Hún var í. þann veginn að opna munninn, þegar hún sá, að loð- dýraveiðimaðurinn var horfinn. Þeir voru allir eins þessir veiðimenn, þeir komu og fóru eins og skuggar. I næsta herbergi var Elvira að hjálpa hinum börnunum að búa sig í rúmið. Monsieur og Madame Jonas voru í sínu herbergi, önnum kafin við að taka til og fága, að vanda. Eloi Macellot hafði farið að sækja sér tóbak. Angelique var nokkur andartök alein við beð drengsins í aðalherberginu. Hann svaf órólega, bylti sér og stundi, og Það var eins og hann væri að leita að einhverju við hlið sér, sem hann gæti ekki fundið. Til þess að róa hann, strauk Angelique hlýlega um óhreint og flókið hár hans. Svo dró hún teppi upp yfir naktar, grannar axlir hans. Ekkert hljóð heyrðist í herberginu annað en brakið í eldinum. En samt, þegar hún ætlaði að standa á fætur, fann hún, að tveir Iroka- höfðingjanna, Swanissit og Outakke, stóðu svo bétt fyrir aítan hana, að lendaklæði þeirra snertu axlir hennar. Hún leit á þá steinhissa. Hvernig höfðu þeir komizt inn? Hönd Mó- haukahöfðingjans hvildi í augnahæð hennar á skaftinu á stríðsöxinni hans. Eitt högg með þessu vopni klyfi höfuð inn í heila, ekki hvað sízt væri það greitt með slíkri hendi, sterklegri og harðri. Hún varð að beita töluverðu viljaþreki til að kippast ekki við svo það sæist, og augu Outakke voru nú ekki nema tvær, svartar, næstum ósýni- legar rifur, og hinn mikli höfðingi var ekki að horfa á hana, heldur sofandi barnið. Eftir fáein andartök laut hann fram og lagði lítinn boga og örvamæli með nokkrum örvum á fletið, vopnin, sem hann hafði kennt franska drengnum að fara með. Svo rétti hann úr sér og það var eins og hann endurheimti sjálfs- öryggið. Hann tók að æða um herbergið, ásamt Outakke, rýnandi i eitt og annað með frekjulegu augnaráði, káfandi á öllu og lét sem hann tæki ekki eftir konunni. Svo fóru þeir inn í næsta herbergi. Angelique heyrði Madame Jonas æpa af skelfingu þegar hún sá þessa tvo hræðilegu og fjaðurskrýddu menn. Irokarnir ráku upp háværan hlátur. Fram að þessu höfðu Þeir verið þögulir og nú tóku þeir að þvaðra hvor framan í annan og skiptust á athugasemdum í stríðnisleg- um tón. Madame Jonas æpti öðru sinni, þegar þeir káfuðu með óhreinum höndunum á knipplingahálsdúk, sem hún hafði rétt í þessu breitt á rúmið til að ná úr honum krumpunum, en sú mæða, að vesalings konan skyldi einmitt hafa valið þennan dag til að taka upp sínar dýrmætustu föggur. Höfðingjarnir tveir gerðu mikinn skarkala í herbergi barnanna; El- vire klúkti úti í horni og skalf frá hvirfli til ilja, en börnin skríktu og skemmtu sér eins og þau væru að horfa á grímuklædda menn á kjöt- kveðjuhátið. Fúlir yfir að finna ekkert athyglisvert fóru gestirnir aftur inn í herbergi Angelique, þar sem forvitni þeirra virtist að lokum svalað. Þeir opnuðu kiátur, kassa og skrín, þrifu upp föt, tóku bækur ofan úr hillunum og blöðuðu í þeim, áður en þeir settu þær aftur upp í ihll- urnar af handahófi. Angelique hafði fylgt þeim eftir og reyndi af öllum mætti að missa

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.