Vikan


Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 31

Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 31
Þessi jakki sem er úr svart- og hvít- skjöldóttu kálfskinni er mjög skemmti- legur, tvíhnepptur, innskorinn í mitt- ið og er jafn hentugur með buxum og pilsum. Stuttur kjóll með málmhringjabelti, sem hnýtt er saman með slaufu úr sama efni og kjóllinn. Þetta er skemmtileg buxnadragt með breiðum löfum, skreytt og tvíhneppt með málmhnöppum. Þetta eru ekki samkvæmiskjólar, heldur þægilegir heimabúningar. Sá til vinstri er síður, með rúllukraga og svolítið látinn hafast við undir berustykki og er fram- leiddur úr Ijósu orlon-jersey. Hinn er hlýrapils úr svörtu dacron-flaueli og blússa úr svartdoppóttu dacronefni. f -----------N Þetta er buxnadragt úr rúskinni. Jakkinn er með nokkuð stórum löfum, innskorinn í mittið, en víkkar að neðan og síddin er eins og á stuttpilsi. Jakkinn er hnepptur með stórum málmkrækjum, sem líka skreyta ermar og axlir. V.____________________________________________J f------------------------------b, Þessi glæsilega kápa er úr hlébarðaskinni og mjúku, svörtu skinni. Uppstand- andi kragi, beltið og húf- an er úr svörtu skinni. V______________________________/

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.