Vikan


Vikan - 27.03.1969, Síða 31

Vikan - 27.03.1969, Síða 31
Þessi jakki sem er úr svart- og hvít- skjöldóttu kálfskinni er mjög skemmti- legur, tvíhnepptur, innskorinn í mitt- ið og er jafn hentugur með buxum og pilsum. Stuttur kjóll með málmhringjabelti, sem hnýtt er saman með slaufu úr sama efni og kjóllinn. Þetta er skemmtileg buxnadragt með breiðum löfum, skreytt og tvíhneppt með málmhnöppum. Þetta eru ekki samkvæmiskjólar, heldur þægilegir heimabúningar. Sá til vinstri er síður, með rúllukraga og svolítið látinn hafast við undir berustykki og er fram- leiddur úr Ijósu orlon-jersey. Hinn er hlýrapils úr svörtu dacron-flaueli og blússa úr svartdoppóttu dacronefni. f -----------N Þetta er buxnadragt úr rúskinni. Jakkinn er með nokkuð stórum löfum, innskorinn í mittið, en víkkar að neðan og síddin er eins og á stuttpilsi. Jakkinn er hnepptur með stórum málmkrækjum, sem líka skreyta ermar og axlir. V.____________________________________________J f------------------------------b, Þessi glæsilega kápa er úr hlébarðaskinni og mjúku, svörtu skinni. Uppstand- andi kragi, beltið og húf- an er úr svörtu skinni. V______________________________/

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.