Vikan


Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 7

Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 7
ÞAÐ ER HÆGT AÐ FÁ HJÁLP .... Þegar eggjastokkarnir hætta að framleiða kyn- hormóna, um 48—50 ára aldur, kemur síðara breyt- ingatímabilið til sögunnar í lífi konunnar, tímabilið þegar líffærin búa sig und- ir það að breyta hormóna- starfseminni. Hormóna- framleiðsla eggjastokkanna færist smám saman yfir á nýrnahetturnar, og þangað til líffærin hafa komið jafnvægi á hormónastarf- semina, getur verið erfitt að búa með þessu, því að það geta orðið mikil óþæg- indi samfara þessari breyt- ingu. Um það bil 10% af kon- um finna alls ekki fyrir þessu, önnur 10% fá svo mikil óþægindi að ekki verður hjá því komizt að leita læknis. Og svo er all- ur hópurinn þar á milli. Þær geta fengið mismun- andi mikil óþægindi, og því minna sem þær hugsa um þetta, því fyrr losna þær við þessi vandræði. Það getur oft verið erfitt að greina hvað hægt er að rekja til breytingatímabils- ins, eða hvort um einhvern sjúkdóm er að ræða. Jafn- vel læknar geta verið í vafa, en venjulega koma greinileg einkenni fljótt í ljós. Það er líka eitt, sem margar konur hafa ekki hugmynd um, og það er að óþægindi gera oft vart við sig löngu áður en breyt- ingatímabilið hefst, jafnvel tíu árum áður. Það lýsir sér þá aðallega með því að konan verður geðvond og missir jafnvægið, án nokk- urs tilefnis, í marga daga á undan tíðum. Það er nauðsynlegt að tala um þetta við lækni, því það vekur oft hræðslu, sérstak- lega hjá konum, sem í eðli sínu eru rólyndar. Kona nokkur segir svo frá: — Þegar maðurinn minn og börnin eru farin á morgnana og bituryrði mín svífa ennþá í loftinu, verður mér á að spyrja sjálfa mig: „Hver er þessi hræðilega kerling? Getur það verið ég sjálf? Hvað hefur skeð? Ef ástandið er svo slæmt, þá er nauðsynlegt að tala við lækni. Það getur verið að þetta sé ekki eingöngu hormónastarfseminni að kenna, aðrar ástæður geta komið til, t. d. ofþreyta og áhyggjur. En það er oftast hægt að gera eitthvað, og hormónagjafir, jafnvel ,,pillan“, hafa mörgum hjálpað. Fyrstu raunverulegu merki þess að breytinga- skeiðið sé á næsta leiti eru hitakóf, og þau kannast læknar við, en það er ekki alltaf hægt að finna ástæðu fyrir geðtruflunum. Hita- kófin eru merki þess að breytingatímabilið er geng- ið í garð, og þau geta vald- ið miklum óþægindum, þótt það sé huggunarefni að þetta ástand tekur enda. Það er rétt að taka það fram að þessi óþægindi geta orðið mjög slæm. Þau byrja með því að konan finnur glóandi hita breið- ast út um líkama sinn, svo svitnar hún ofsalega og fær að lokum kuldahroll. Þessu fylgir sýnilegur roði í andliti og á hálsi, og það er ekki sízt þessi roði sem gerir konunni lífið leitt. Þetta er hægt að koma í veg fyrir með hormóna- gjöfum. En hormónagjafir eru aftur á móti þess vald- andi að það lengist í þ°ssu tímabili, og bá verða sjúkl- ingur og læknir að tala sig saman, veea og meta hvað firrir öðru er. Orsök hitakófanna er sú að blóðrásin verður fvrir truflunum, og það getur líka orðið til þess að ann- arra áhrifa gæti, t. d. auk- inn hiartsláttur, sem getur orðið það ör að hann valdi köfnunartilfinningu og þrengslum í koki, svo það er ekkert undarlegt að margar konur verða bræddar og haldi að eitt- bvað annað og meira sé að. En það má ei«inlega segía Framhald á bls. 50. FINNSK GARDÍNUEFNI DÚKAEFNI TIFTEX RÚMTEPPI SLOPPAEFNI (CHENILLE 145 cm) KJÖLAEFNI LÉREFT Finnsk gæSavera. Komið og kynnið ykkur verð og gæði, mikið mynstur og litaúrval. Verzlun FRIÐRIK BERTELSEN Laufásveg 12 - Sími 36620 13. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.