Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 18
EFTIR SIGURÐ HREIÐAR
/ -N
Við höfum fengið með minna
móti af skopsögum upp á síð-
kastið, en alla jafna hafa þær
verið dágóðár, og það vegur
kannski nokkuð upp á móti. Það
skiptir svo sem minnstu máli,
að margar sögurnar eru bersýni-
lega upplognar, það er nú svo
um margar ágætar skopsögur, að
þær verða ekki góðar, fyrr en
búið er að matreiða þær með því
að hreinsa úr þeim lifrar sann-
leikans og snöggsteikja þær upp
úr kryddi lyginnar.
Engu að síður ætla ég að byrja
á einni, sem kvað vera dagsönn,
enda gerðist hún í Ameríku. Sag-
an er ekki aðsend, heldur rakst
ég á hana í ágætu tímariti, sem
ber nafnið Úrval. Hún er á þessg
leið:
Fjölskylda, nokkur bjó í út-
hverfi stórborgar og átti kött.
Dag nokkurn varð kötturinn
veikur og drapst. Þar sem enginn
garður var nærri, sem hægt var
að jarða köttinn í, varð fjölskyld-
an að grípa til annarra ráða.
Fjölskyldufaðirinn neyddist til
að pakka hræinu inn og taka
það með sér í lestina til að henda
út um gluggann, þegar farið yrði
yfir næstu brú. En þegar í lest-
ina kom, lenti hann í áköfum
samræðum við kunningja sinn og
steingleymdi hræinu. Fór hann
því með pakkann á skrifstofuna.
Á leiðinni heim kom það sama
fyrir aftur, og með pakkann und-
ir hendinni kom hann heim. Vit-
anlega var hann ávítaður og á-
minntur um að gleyma þessu nú
ekki næsta dag. En allt fór á
sömu leið. Og þriðja daginn fór
hann af stað með kattarhræið
V__________________________________________J
undir hendinni, og lagði það frá
sér á bögglanetið yfir lestarsæt-
unum meðan á ferðinni stóð, til
þess eins að gleyma sér enn einu
sinni og koma með pakkann
heim einu sinni enn.
En þá var konunni hans nóg
boðið, og skipaði honum að fara
með helvítis hræið ofan í kjall-
ara og stinga því í miðstöðvar-
ketilinn. Amningja maðurinn
gerði eins og fyrir hann var lagt.
En af einhverri rælni tók hann
utan af hræinu, áður en hann
snaraði því inn í ketilinn — og
undrun hans verður vart með
orðum lýst: f stað kattarins var
þar kominn reyktur svínsbógur!
Hér lýkur prýðilegri sögu. Aft-
ur á móti get ég ekki stillt mig
um að stela annarri sögu úr Úr-
vali; það er íslenzk saga og lík-
lega sönn. Nokkuð er hún þó
tekin að eldast, og kannski hafa
margir heyrt hana. En hún er
svona:
Eitt sinn var hér á ferð brezkt
skip, og með því var aðalsmaður,
sem bað að útvega sér góðan
enskumann sem túlk, því hann
hafði hug á að kynna sér Reykja-
vík og umhverfi hennar sem bezt.
Þetta var í miðjum sumarönn-
um og því hörgull á góðum túlk-
um. Loks fékkst þó piltur úr
menntaskólanum, sem talinn var
góður enskumaður, aðalsmann-
inum til leiðsagnar og aðstoðar.
Ekki er annað vitað, en allt
hafi gengið að óskum hjá túlkin-
um, þar til Englendingurinn bað
hann seinni hluta dags að vísa
sér á „lavatory“, en það þýðir
L_____________________________________J
/-------------------------------------------'N
salerni. Svo illa vildi til, að túlk-
urinn misskildi þetta og hélt, að
hann myndi eiga við efnarann-
sóknarstofu (laboratory). Hann
fór því þangað með hann og hitti
fyrir Bjarna Jósefsson, efnafræð-
ing.
Bjarni vildi ekkert skipta sér
af Englendingnum, en skildi þó,
að hann vildi kasta af sér vatni.
Nú áttu menn það eina erindi til
Bjarna, ef fyrir þeim vakti að
láta rannsaka þvagið. Bjarni fékk
því aðalsmanninum þvagflösku.
Aðalsmaðurinn varð dálítið
skrýtinn á svipinn, en kannað-
ist þó sýnilega við flöskuna, fór
út í horn og lauk sér þar af.
Bjarni var vanur að taka tvær
krónur fyrir rannsókn á þvagi
ig lét menn greiða fyrirfram.
Hann bað því túlkinn að segja
Englendingnum, að hann ætti að
borga tvær krónur. Þetta gerði
túlkurinn.
En nú kom fyrst alvarlegt hik
á aðalsmanninn Hann varð enn
skrýtnari á svipinn.
Bjarni vissi, að Englendingar
geta oft verið sýtingssamir um
smámuni og hugði, að komu-
manni þætti stofnunin dýr á
rannsókn þvagsins. Hann þreif
því flöskuna í fússi og sagði við
túlkinn:
— Segðu manninum, að ef
hann borgi ekki þessar tvær
krónur strax, þá bara helli ég því
niður!
Misskilningur milli mála get-
18 VIKAN 13- tw-