Vikan


Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 34

Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 34
Ronson HÁRÞURRKA HEIMILANNA THiVALIN TÆKIFÆRISGJÖF EINKAUMBOÐ: I. GUÐMUNDSSON & CO. HF., REYKJAVÍK .‘34 VIKAN 13- tbl- STJd RNUSPÁ*$fc n Hrútsmerkið (21. marz — 20. aprll): Ef þú ætlar í ferðalag, skaltu gæta útbúnaðarins sérstaklega vel. Þú hefur óvenjulítið af félögunum að segja og ert mikið heimavið. Þú verður fyrir óhappi er kostar þig talsvert fé. Nautsmerkið (21. aprll — 21. mal); Þú tekur til við verk sem er mjög tímafrekt. Vikan verður ekki að öllu leyti vandræðalaus og þú verð- ur flest kvöld hvíldinni feginn. Þú hittir gamlan kunningja, sem vekur hjá þér nýjar vonir. Tvíburamerkið (22. maf — 21. júnl): Þú nærð aðeins settu marki, ef þú sýnir gætni og lipurð í samskiptum við annað fólk. Starfsfélagi þinn er í vanda staddur og þú getur hæglega orðið honum til hjálpar. Vertu ekki kröfuharður heima. $ Krabbamerkið (22. júní — 23. júlQ: Það sem þú hefur lengi beðið eftir, mun að líkind- um ekki rætast að öllu leyti á þann hátt er þú óskaðir. Láttu ekki smámuni aftra þér; þú ert bet- ur staddur en margur annar. §*r Liónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Heilbrigður metnaður og óbugandi vilji koma því til leiðar að þú sigrar að lokum. Félagar þínir eiga sinn þátt i velgengni þinni. Geðrikt fólk á ekki vel við þig; varastu það eftir megni. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Ahugamál þín og skoðanir eru þess eðlis að ekki er alltaf auðvelt að forðast árekstra við þá sem þér er annt um. Ihugaðu skoðanir þínar vandlega í ein- rúmi áður en þú heldur þeim fram. Vogarmerkið (24. september — 23. október) Smámunasemi er aldrei vinsæl. Þú átt erfitt með að halda frið við meðbræður þína. Reyndu að auðga til- veruna og finna áhugamál við hæfi; það gæti orð- ið til hjálpar. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Ósætti í einkalífinu veldur því að þér sést yfir ýmsa smáhluti og geta verið mikilvægir. Reyndu nýjar sáttaaðferðir; vertu fyrri til og gakktu hreint til verks. Þú ert heppinn í fjármálum. Bogamarinsmerkið (23. nóv. — 21. desember): Þótt þú sért bezta sál, ertu ekki nógu hreinlyndur; ef þú hefur einhverjar ákveðnar skoðanir, segðu þær þá á réttum stað og stundu. Þú tekur að þér umfangsmikið verk. £ Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú hefur miklar áætlanir á prjónunum, en þar sem þær eru á byrjunarstigi, skaltu ekki hafa of marga þátttakendur. Persóna, sem þér þykir afar forvitni- leg, sækir eftir félagsskap þínum. hSÍP Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar); Vikan framundan er venju fremur sviplaus; þó mun samfundur við ákveðna persónu marka tímamót í lífi þínu. Margendurteknir erfiðleikar á vinnustað . gera þig þungbúinn. 4& Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú verður í fjölmennu samkvæmi, en nýtur þín ekki. Vikan býður upp á mörg tækifæri. Stofnaðu 1 ekki til nýrra kynna, haltu þig að gömlu félögunum 1 Þú hefur gaman af að látast vera annar en þú ert. 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.