Vikan


Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 24

Vikan - 27.03.1969, Blaðsíða 24
Hér sést Kibo, hinn mikli fjallstindur á Kílimansjaró, og umhverfis hann hrjóstrin miklu, sem eru milli hans og Mawenzi. — Fremst á myndinni eru þau blóm, sem síðust urðu á leið hans upp á fjallið. Mawenzi, hið mikla eldfjall, sem rís í 5148 m hæð, er ásamt Kibo (5894 m) og Shira (4000 m) einn af þremur hæstu tindum Kilmansjaró. Þetta eldfjall er löngu hætt að gjósa. Heita má að tindurinn sé undir miðjarðarlínu, en rætur og umhverfi eldfjallsins á hásléttunni er sporöskjulaga spilda, 80 km á lengd og 50 km á breidd. Eyðimörkin umhverfis tindinn aðskilur hann frá Kibo, sem er hæsti tindurinn. Þetta er hæsta háslétta í Afríku, og geisa þar ískaldir vindar, en landslagið allt er undarlega framandlegt, framúrlegt, hulduheimslegt. 24 VIKAN 13-tbl- WALTER BONATTI OEGIR HÍR Hér segir frá því er ítalsk- ur maður, Walter Bonatti að nafni, þaulvanur fjallgöngu- maður, gekk á hæsta fjall Afríku, Kílimansjaró. Það var ekki ætlun hans í fyrstu að ganga á hæstu hnúkana, en þegar hann var kominn upp í hlíðar þessa mikla eldfjalls, fann hann vakna hjá sér ó- mótstæðilega löngun t il að gera þetta. Það tókst þrátt fyrir mikla erfiðleika, það brast á hann iðulaus stór- liríð efst á fjallinu. Hann var iila útbúinn, bar sjálfur farangur sinn á bakinu. Á einum og sama degi komst hann úr hitabeltis- svækju í loftslag slíkt sem er á Vatnajökli, og í 5000 m hæð. Klæðnaður hans var hinn sami sem hann hafði á ferð- um sínum um grassléttur Afríku (savannah) en ekki sniðinn fyrir hið kalda lofts- lag á háfjallinu, heldur úr bómull að inestu leyti. Honum segist þannig frá: Á hinni fyrstu ævintýralegu ferð minni til Austur-Afríku dvaldist ég í nærri tuttugu daga í myrkviði miklum í grennd við Kílimansjaró. Þar sem þetta feikna fjall bar við himinn, risið úr þoku og mistri, þótti mér sem ég sæi svipmót af ferlegum tröll- karli: vagninn hvítur af snjó, en grá vindský fóru óðfluga hjá. Þegar ég fór aftur til Nairobi, ákvað ég að ganga á fjallið, m.a. til þess að skoða mig betur um, en náttúru- fegurð er þarna dýrleg. Kilimansjaró er hæsta fjall einstakt i heimi, 5895 m. Til eru að vísu hærri tindar í *

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.