Vikan - 26.06.1969, Blaðsíða 2
.NWINQ
IUNDIRFATATIZKUNNI
undirkjólar me6 áföstum
brióstanöldum komnir á
ÍSLENZKAN MARKAÐ
GÆÐAMERKIÐ/^ffeW^
frá Marks & Spencer
tryggir yöur vANDAÐA
voru a HÖFLEGU veröi
IÐUNN
^fSTRÆTI
3
y'
3,
'4
IFULLRI
flTTT
Helgispjöll
Æ fleiri gera sér ljóst, að
hin óspillta náttúra er dýr-
mætasti auður landsins og
aukin náttúruvernd þar af
leiðandi eitt þarfasta málefni,
sem barizt er fyrir um þessar
mundir. Vonandi ber starf
hinna ýmsu aðila, sem tekizt
hafa á hendur að vernda land-
ið okkar, ríkulegan ávöxt.
Að lokinni síðustu hvíta-
sunnuhelgi hlýtur samt sú
spurning að vakna, hvort nóg
sé að fegurstu staðir landsins
séu friðlýstir, eins og þjóð-
garðurinn á Þingvöllum hefur
lengstaf verið. Um áðurnefnda
helgi flykktust unglingar til
Þingvalla og slepptu fram af
sér beizlinu, svo að um mun-
aði. Á eftir var staðurinn
„eins og svínastía“, svo að
vitnað sé í ummæli eins dag-
blaðsins; glerbrot og tómar
flöskur lágu út um allt, og
hjólför höfðu tætt upp gras-
svörðinn. Góðu heilli fór hóp-
ur æskufólks austur nokkrum
dögum síðar og reyndi að
græða sárin og bæta þannig
fyrir spellvirki jafnaldra
sinna.
Svallferðir unglinga eru
vandamál út af fyrir sig. En
engu minni vandi er, að frið-
lýst svæði óspilltrar náttúru
skuli hvenær sem er geta átt
á hættu að verða fyrir stór-
skemmdum, án þess að nokk-
ur fái rönd við reist. Úr því
verður að bæta með einhverju
móti.
Hitt er svo einnig verðugt
umhugsunarefni, að svo stór
hópur æskufólks skuli enga
virðingu bera fyrir þeim stað
á landinu, sem helgastur er
talinn og sögufrægastur.
Framferði unglinganna á
Þingvöllum er því ekki aðeins
spjöll á náttúru landsins, held-
ur í rauninni helgispjöll.
G.Gr.