Vikan - 26.06.1969, Blaðsíða 15
JAKABURÐUR
I ÖLFUSA
Kæri draumráðandi.
Mig langar til að biðja
þig að gera svo vel að ráða
fyrir mig draum, sem mig
dreymdi aðfaranótt ellefta
þessa mánaðar.
Mig dreymdi að ég væri
á gangi eftir veginum naest
ánni, sem rennur hér (Ölf-
usá) og horfði til vinstri.
Sá ég þá að mikið flóð var
í ánni og mikill jakaburð-
ur. Varð mér þá litið á
kirkjuna (sem stendur á
árbakkanum) og sá, að
mikið íshröngl hafði hlað-
izt upp fyrir neðan hana í
ánni. ísjakarnir steyttu á
bakkanum og sundruðust í
allar áttir upp á land. Mik-
ill snjór var á götunni, sér-
staklega þó á einum stað,
en þar var mikil snjó-
brekka með bíltroðningi.
Þegar ég kem þar, koma
tveir heflar niður brekk-
una og jafna hana, en á
eftir þeim kemur pabbi
keyrandi. Næst finnst mér
ég vera kominn að bíóinu,
sem er þarna rétt hjá. Þar
sé ég konu sem ég kannast
ekki við. Eg ætla að skoða
útstillinguna, en sé að það
er mikil móða á sýningar-
glugganum. Eg geng að
honum og reyni að þurrka
móðuna af með hendinni,
en get ekki. Þá beygi ég
mig niður og sé gegnum
móðuna prógramm, sem á
stendur: Dr. Kimble. Reyni
ég þá að lesa á spjald, sem
er við hliðina á prógramm-
inu. Það reynist erfitt, en
að síðustu sé ég að á því
stendur: Sýning föstudag.
Þegar ég vaknaði og fór að
hugsa um drauminn, fannst
mér eins og áin hefði runn-
ið öfugt.
Ra.
konu. Pabbi þinn má einn-
ig búast viff einhverju mis-
jöfnu, en svo er aff sjá aff
einhverjir sterkir affilar
verffi til aff greiffa götu
hans. Hætt er viff aff um
eitthvert skeiff finnist þér
sem svo aff I fá hús sé aff
venda, en áreiffanlega ræt-
ist úr fyrir þér annaff veif-
iff. Á föstudögum ættirffu
aff sýna sérstaka varkámi
í öllu, sem þú tekur þér
fyrir hendur.
MÉR FANNST
HANN LÍTA VIÐ
Kæra Vika.
Mig dreymdi að ég var
á gangi heima — niðri í
miðbæ. Eg er á leiðinni
heim, þegar ég mæti strák,
sem ég var með nokkuð
lengi í fyrra. Hann hafði
sagt mér upp þá, en hjá
mér hefur alltaf iifað í
gömlum glæðum síðan.
f draumnum fannst mér
hann hálfpartinn vilja að
ég sneri við og gengi með
sér þangað sem hann var
að fara, í þveröfuga átt við
þá, sem ég stefndi í. Jú,
ég sneri við og það fór vel
á með okkur — þar til við
komum fyrir næsta hús-
horn. Þá segir hann eitt-
hvað, ég man ekki ná-
kvæmlega hvað, jæja,
bless, eða eitthvað í þá átt-
ina, sem kom mér til að
skilja að hann vildi ekki
hafa mig með lengur —
svo gekk hann yfir götuna
og ég stóð eftir á gangstétt-
arbrúninni og horfði á eftir
honum. Mér fannst hann
líta við og það var eins og
söknuður — einhver þrá,
í augnaráðinu þegar hann
leit á mig.
Svona var nú draumur-
inn, sem mig langaði að
biðja þig að ráða.
IEJG.
Þú mátt búast viff aff
lenda í margvíslegnm erf-
iffleikum á næstunni, þar
á meffal ef til vill veikind-
um og ef til vill vandræff-
um sem stafa af fjandskap
og rógi einhvers áhrifamik-
ils og auffugs manns effa
Ekki er hægt aff sjá aff
þessi draumur sé fyrir
miklu, heldur er hann lík-
lega affeins órar, tilkomnir
vegna óska þinn í vöku.
Hugsanlegt er þó aff hér sé
um aff ræffa ábendingu til
þín, þess efnis aff þiff pilt-
urinn getiff ekki átt sam-
leiff. ☆
r
Strákurinn, sem ég er með,
gaf mér minnsta kveikjara sem
ég hef séð — svo lítinn aff ég faa
varla nógu litla steina í hann.
Annar strákur gaf mér kveikjara,
sem hann keypti I siglingu
— honum er fleygt þegar
hann er tómur. Ekki man ég,
hvorn ég lét róa fyrr,
kveikjarann eða strákinn.
Eg er alltaf að kaupa
eldspýtur, en þær misfarast
með ýmsum hætti.
En eld þarf ég að hafa.
Hver vill
gefa mér
RONSON?
Mig langar svo í einhvern af þe.ssum
Comet gas kveikjari
Milady gas kveikjari
Adonis gas kveikjari
Empress gas kveikjari
Til gefenda RONSON kveikjara: Áfyllingin tekur
5 sekúndur, og endist svo mánuðum skiftir. Og
kveikjarinn. — Hann getur enzt að eilífu.
RONSON
26 tbl- VIKAN 15