Vikan - 26.06.1969, Blaðsíða 49
— Já. Ég sá öskuna.
Hann ‘hlustaði á söngræna rödd hennar, gleymdi að borða og gleypti
hana í sig með augunum.
Maðurinn er jafnvel brjálaðri nú en síðast, sagði hún við sjálfa
sig í uppgjöf. — Svona nú, komdu og borðaðu, hvatti hún hann.
Hann gerði sem honum var sagt. Byrjaði að borða hægt og hnit-
miðað, i sæludraumi.
Mennirnir stóðu frammi við dyrnar og virtu Þau fyrir sér. Horfðu
með tortryggni á innrásarmanninn, en Spánverjinn stóð vörð yfir
honum með múskettuna reiðubúna.
Pont-Briand heyrði ekkert og sá ekkert nema Angelique. Hann
hafði goldið þetta andartak dýru verði.
■—• Virkið var brunnið til grunna, en yður lánaðist að komast undan,
sagði hann. — Hvernig komuzt þið undan Irokunum? I Quebec eru
þau tíðindi, að þið eruð enn á lífi, mestu æsifréttir vetrarins......
— Það hefur varla verið þeim mikið Jagnaðarefni heldur. Dauða-
dómur okkar hafði verið undirritaður, þrátt fyrir Monsieur de Loménie.
Hún bauð honum byrginn og augu hennar skutuu gneistum.
Hún er undrafögur, sagði hann við sjálfan sig.
Angelique hafði kastað skikkju sinni á stól, ásamt með eldiviðar-
knýtinu, sem hún hafði verið að safna í um morguninn niðri við
vatnsbakkann.
Pont-Briand dáðist að grönnu mitti hennar, sem var hverjum manni
augljóst, nú þegar hún var komin úr skikkjunni og þeim tíguleik
hennar i limaburði, sem íburðarlaus fötin gátu ekki hulið.
— Hún er drottning, hugsaði hann. -— Hún myndi bera höfuð og herðar
yfir allar hinar í setustofum Quebec! Hvað i ósköpunum hefur hún
fyrir stafni, lengst inni í skógi ? Það verður að bjarga henni héðan....
Það eitt að sjá hana vakti honum eld í blóði. Þótt hann væri nær
því örmagna fylltist hann girnd. Og rétt sem í fyrsta sinn, er hann
kom auga á hana, undir trjánum, varð hann fyrir snöggu áfalli, það
var eins og eitthvað færi heljarstökk innra með honum. Hann var
fullur af samblandi ótta og aðdáunar og það var honum algerlega
nýtt. Jafnvel þótt hann væri nú hálfdauður gat hann ekki að sér gert
að girnast hana.
Smám saman hrislaðist hitinn af eldinum um likama hans og mat-
urinn gerði honum gott í maga og veikburða sem hann var, lét hann
undan yfirþyrmandi spennunni í líkama sínum og reyndi ekki að
dylja hana, heldur fagnaði henni sem tákni um líf og endurfæðingu,
eftir það erfiði sem hann hafði undirgengizt.
Þessi kona hafði takmarkalaust kynferðislegt vald yfir honum.
Það hafði sannarlega verið þess virði að koma. Að hafa boðið dauð-
anum byrginn og hverju máli skipti það þótt hún væri djöflakyns?
Hverju máli skipti það?
— Hver vildi yður feiga? mótmælti hann og reyndi að breiða úr
frostsprungnum vörunum í glaðlegu brosi. — Jafnvel ekki ég, þótt
þér skytuð svo mörgum skotum að mér, sem raun bar vitni, þegar
við fundumst fyrst.
Angelique sá hann fyrir sér, þar sem hann var að reyna að komast
yfir vaðið og buslaði í ánni og minningin um það kom henni til að
hlægja. Þessi frjálslegi og óþvingaði ’hlátur var dropinn sem fyllti
bikarinn. Þegar Angelique gekk nær Pont-Briand, til að taka frá
honum tóman diskinn, þreif hann um úlnlið hennar.
— Ég dái yður, sagði hann lágt.
Hún hætti snögglega að hlægja og sleit sig af honum með óánægju-
svip. ' ij i
Joffrey de Peyrac kom inn i sama bili.
— Jæja, þá eruð þér kominn, Monsieur de Pont-Briand, sagði
hann með tónfalli, sem sýndi enga undrun.
Það var eins og hann hefði átt von á honum.
Liðsforinginn rétti úr sér í sætinu, en þó með erfiðismunum.
—■ Gerið svo vel að standa ekki upp. Þér hljótið að vera örþreyttur.
Komið þér frá Saint Lawrence? Það þarf óvenju mikið hugrekki til
að leggja' upp í Þá ferð á þessum tima árs, gegnum óbyggt eyði-
lend.... En þér eruuð Kanadamaður.. . .
Pont-Briand fumaði i jakkavasanum til að finna pípu sína og greif-
inn rétti honum tóbak. Húróninn hafði með hálfluktum augum þegar
fyllt sína.
Angelique færði hvorum um sig logandi flís. Þegar liðsforinginn
hafði tottað pípuna nokkrum sinnum var sem hann hresstist og hann
tók að lýsa öllum þeim erfiðleikum, sem höfðu mætt honum á ferð-
inni. Hann og Húróninn hans höfðu villzt hvað eftir annað meðan
á ofviðrinu stóð.
— Og hvaða brýna erindi knúði yður til þessarar ferðar, aleinan
á þessum tima árs? spurði greifinn. — Og svona langt frá heimkynnum
yðar. Þér hljótið að hafa einhverju erindi að gegna. Það var eins
og Pont-Briand hefði ekki heyrt til hans. Svo starði hann skilnings-
vana á Peyrac, eins og hann væri að vakna af draumi.
— Hvað eigið þér við?
— Það sem ég sagði. Er það tilviljunin sem flytur yður hingað?
— Sannarlega ekki.
— Svo þér hafið ákveðið, að ná hingað til aðseturs okkar og slást
í hóp með okkur?
— Já, raunar.
— Og hversvegna?
Aftur kipptist Pont-Briand við eins og hann væri að vakna og i
fyrsta sinn virtist sem hann sæi raunverulega manninn, sem hann
var rð tala við og gerði sér grein fyrir því hver hann var.
— Ég held að maðurinn sé syfjaður. muldraði Angelique. — Þegar
hann hefur hvilt sig vel, segir hann okkur til hvers hann er kominn.
En Peyrac greifi gafst ekki upp:
— En hversvegna? Flyturðu okkur einhver skilaboð? Nei. Hvað
á þá þessi ferð að þýða? Aleinn á jafn hættulegum tíma árs.
Pont-Rriand litaðist hægt um í skálanum og strauk sér nokkrum
sinnum um ennið. Svo gaf hann sitt undarlega svar:
— Vegna þess að ég mátti til, Monsieur. Ég mátti til.
51. KAFLI
Kvöldið kom. Það dimmdi snemma. Pont-Briand liðsforingi var eins
og nýr maður. Það hafði losnað um tungu hans aftur og hann hélt
fólkinu uppi á snakki með því að segja sögur og fréttir frá Nýja-
Frakklandi.
Hörund hans hafði fengið sinn upprunalega lit og hann var að
tala um Quebec, þar sem hann hafði verið nýlega og um dansleikinn,
sem haldinn hafði verið þar og um leikritið, sem sviðsett hafði verið
í Jesúítaskólanum.
Angelique sat og hlustaði á hann með aðskildum vörum, því henni
fannst maðurinn athyglisverður og skemmtilegur sögumaður. Þar að
auki hafði hún brennandi áhuga og forvitni á því, sem hann talaði
um. Borgirnar þrjár í norðri Quebec, Trois-Rivieres og Montreal.
Hún 'hló hvað eftir annað að kátlegum sögum hans og Pont-Briand
gat ekki að sér gert að gjóa til hennar augunum og honum gekk
illa að dylja ástríðuna, sem út úr þeim skein. Samt bjó hann yfir ofur-
litilli grundvallarvarkárni. Hann minntist þess ekki, að hafa hoyrt
hana áður hlægja þessum djúpa hlátri, sem kom hárinu til að rísa
á höfðinu á honum lengst niður á bak. Peyrac greifi hafði ekki spurt
hann aftur hversvegna hann væri kominn, enda hefði hann átt afar
erfitt með að útskýra það. Þannig skvaldraði hluti af honum glað-
lega yfir samansafnaðan hópinn, en hinn upplifði hinar erfiðu stundir
liðinna mánaða, þegar hann hafði í ifyrstu álitið hana dauða og lifið
varð honum svo fjarlægt, að hann missti meira að segja löngun sína
í tóbak.
Aldrei höfðu honum virst dagarnir lengri. Hann sá sjálfan sig aftur,
þar sem hann skálmaði fram og til baka á múrum heimavirkis sins
og starði út að sjóndeildarhringnum eins og hann ætti von á að sjá
kvenveru birtist þar, eða starði lengi ofan í gaddfreðið fljótið, sern
ekki heyrðist einu sinni gjájfra í undir öllum þeim kiaka.
Hann hafði m.iskunnarlaust rekið frá sér Indíánastúlkuna, se.m hann
hafði búið með síðustu tvö ár og þar sem hún var dóttir Indíána-
höfðingja á þeim slóðum hafði það valdið honum óþægindum.
En hann lét sig það litlu varða.
Og svo höfðu fréttirnar allt í einu komið og enginn vissi hvernig.
að útlendingarnir frá Katarunk væru ekki dauðir, að Irokarnir ^efðu
ekki drepið þá. Þeir væru allir lífs og í fjöllunum. Konurnar? Já,
konurnar líka.
Það leyndi sér ekki, að þetta fólk var undir vernd djöfulsins, úr
þvi það hafði sloppið úr þvílíkri gildru. Og upp frá Þessu varð Pont-
Briand æ viðskotaverri. Hann langaði að vakna til lifsins á nýjan
leik, að verða eins og hann hafði áður verið Hann reyndi aðrar
Indíánakonur, ungar og yfirgefnar, en hann sendi þær allar frá sér
og hafði andstyggð á glansandi og fitugu hörundi þeirra. Hann dreymdi
um ferskt, bjart hörund með sætum, þungum ilmi, ilmi sem maður
uppgötvar snöggiega með hreyfingu eða látbragði, ilmi, sem reis
manni tii nasa og steig til höfuðs.
E'itt af því sem hann hafði orðið hrifnastur af í sambandi við
Indíánakonur, ungar og undirgefnar, en hann sendi þær allar frá sér
á líkamshári. Nú fyllti þetta hann andstyggð eins og vansköpun.
Hann dreymdi um krullaðan hárflóka, sem skar sig glöggt úr við
hvitt nágrennið. Nema auðvitað hún fjarlægði það eins og konur
af hæstu stigum gerðu. En hvernig gat hún, fyrirfrú af hæstu stigum,
lifað í þessu vilita skógarlandi, sem hinn voðalegi eiginmaður hsnnar
hafði dregið hana með sér inn í?
Aldrei hafði nokkur hvit kona lifað í skóginum.
Þetta var í fyrsta sinn og þetta var brjálæði. Siðleysi. Allir í Quebec
töluðu um það. Alla leið uppeftir ánni, alla leið til Montreal.
Monsieur de Loménie gat minnt þá eins og honum gott þótti, á þá
staðreynd, að þegar Monsieur de Maisonneuve og menn hans fóru
upp til Montreal eyjarinnar til að stofna Marieville, hafði Mademoisell
Mance, sem var í fylgd með þeim verið í svipaðri aðstöðu og jafnvel
enn siðlausari en Madame de Peyrac, en enginn hlustaði á hann
Honum var einfaldlega svarað, að Monsieur de Maisonneuve hefði
haft ósýniiega vernd helgra manna og engla sér við hlið og tvo mjög
sýnilega presta, að hann hafði sjálfur fest kross á Mont Royal, þar
sem aftur á hinn bóginn Peyracshjónin voru umkringd hópi guð-
lausra, spilltra og villitrúandi manna, sem hún kaus sér vafalítið
elskhuga úr.
Þar að auki höfðu konurnar í Montreal, sem bjuggu undir sér-
stakri og persónulegri vernd hinnar blessuðu jómfrúar og hinni þre-
földu vernd. föður, sonar og heilags anda, aldrei yfirgefið bakka
árinnar....
Pont-Briand vissi hvað þau sögðu. Þegar hann hafði skroppið tfi
Quebec í viðskiptaerindum hafði honum verið stefnt framm fyrir
yfirnefndina og hann hafði verið yíirheyrður af Monseigneur Laval,
af Jesúítunum og einslega af Frontenac landsstjóra. Hann hafði sagt
þeim öllum að hún væri .fegursta konan í heiminum og já, hann
hafði ekki getað leynt því að hún hafði heillað hann. Og lýsingar
lians urðu æ ljóðrænni, eftir því sem hann hitti fleiri að máli og
honum hafði heppnazt að mynda móðursýkishjúp í kringum þessa
óþekktu konu. Fólk horfði á hann ganga um göturnar og í hugum
þess togaðist á skelfing og öfund. — Sjáið hvernig hún hefur farið
með hann. . . . ! Guð á himnum! Hvernig gat hún gert það með augna-
ráðinu einu saman!
Ástand hans skánaði ekki. Hann dreymdi stöðugt um hana. Stundum
var það raddhreimur hennar, sem hann minntist. Stundum mundi
hann eftir hinu fullkomna hné, sem ihann hafði séð í svip, þegar
hann skálmaði inn í hús hennar, án þess að kveðja dyra.
Hann dreymdi þetta hné, slétt og hvitt eins og marmara, og hann
ímyndaði sér sig veita þvi atlot og þrýsta sínu hné að því til að að-
skilja hina dáfögru fætur hennar.... Og hann bylti sér fram og
aftur í fleti sinu og stundi....
Nú var hún hér i Wapossou, rétt hjá honum. Og hann fann sárar
en nokkru sinni fyrr þá blöndu af Þrá og ótta, sem hafði fylgt honum
svo lengi.
Svitaperlur hnöppuðust á enni hans. Hann hafði talað mikið þetta
kvöld og talað vel, en glasið hans var tómt og enginn virtist skeyta
því að fylla það aftur. Mennirnir voru teknir að tínast í bólin....
Það var eftir heimsókn til virkisins i Saint-Anne, sem hann hafði
ákveðið að leggja af stað og finna hana. Fram til þess að hann fékk
heimsóknina hafði þetta aldrei hvarflað að honum. Að leggja upp
í ferð í upphafi þess, sem þegar var harður vetur var kjánalegt, og
26. tbi. VIKAN 49