Vikan - 26.06.1969, Blaðsíða 19
og titrandi, augun sem hann beindi að henni glóðu; hann lyfti hend-
inni og strauk hárið frá enninu, og hún sá í fyrsta sinn stórt ör
við hársvörðinn. Sól, tungl, stjörnur og öll dásemdarverk drottins
stóðu kyrr, meðan þau horfðust í augu.
Loksins sagði hún:
— Þetta er allt svo óvenjulegt, ólíkt öllu öðru.
Hann vafði hana örmum. Dinny hvíslaði:
— Þannig sátu þau, umvafin fegurðinni. En móðir mín hvað
skyldi hún hugsa?
— Er hún góð kona?
— Hún er dásamleg, og sem betur fer mjög ástfangin af föður
mínum.
— Hvernig er faðir þinn?
— Bezti hershöfðingi, sem ég þekki.
— Minn er einbúi. Þú þarft ekki að taka hann með í reikning-
inn. Bróðir minn er asni. Móðir mín hljóp á brott, þegar ég var
þriggja ára, og ég á engar systur. Þú átt erfitt líf í vændum, með
flökkumanni og óþolandi rudda eins og ég er.
— Ég fylgi þér hvert sem þú ferð. Þessi gamli maður þarna
veitir okkur athygli. Hann skrifar ábyggilega í blöðin á morgun um
siðleysi unga fólksins.
— Það gerir ekkert til.
— Mér er líka sama. Þetta er okkar fyrsta sælustund. Og ég sem
var farin að. halda að ég ætti aldrei eftir að upplifa þetta.
— Hefurðu aldrei verið ástfangin áður?
Hún hristi höfuðið.
— En dásamlegt. Hvenær getur það orðið, Dinny?
— Heldurðu ekki að við þurfum að tala við fólkið. okkar?
— Ég býst við því. Þau vilja örugglega ekki að þú giftist mér.
— Þú ert nú samt hærra settur hvað tign viðkemur.
— Það er ekki hægt að bera sig saman við fjölskyldur, sem ná
aftur í tólftu öld. Við erum aðeins frá fjórtándu. Ég er förumaður,
framleiðandi biturra ljóða. Þau hugsa auðvitað fyrst og fremst
að ég muni nema þig á brott, til Austurlanda. Svo hefi ég aðeins
fimmtán hundruð pund í árstekjur, og hefi ekki von um mikið
meira.
— Fimmtán hundruð á ári! Pabbi getur látið mig hafa tvö,
hann gerir það fyrir Clare.
— Guði sé lof, það verða þá engin vandræði út af peningum
þínum.
Dinny sneri sér að honum, og það var viðkvæmnislegt trúnaðar-
traust í augum hennar.
— Wilfrid, ég hefi heyrt því fleygt að þú hafir tekið Múhameðs-
trú. Það skiptir engu máli fyrir mig.
— Það mun skipta máli fyrir þau.
Það dimmdi yfir svip hans. Hún greip hendur hans í báðar
sínar.
— Var kvæðið um hlébarðann þín eigin saga?
Hann reyndi að losa hendur sínar.
— Er það?
— Já. Það skeði í Darfur. Það voru ofstækisfullir Arabar. Ég
lét undan til að bjarga lífi mínu. Þér er heimilt að taka allt aftur.
Dinny tók á. öllum kröftum til að þrýsta höndum hans að hjarta
sér.
— Hvað sem þú hefur gert, eða ekki gert, skiptir engu máli.
Þú ert þú sjálfur! Henni fannst óþægilegt, en um leið létti henni,
þegar hann féll á kné og gróf andlitið í kjöltu hennar.
.—. Ástin mín, sagði hún. Viðkvæm löngun til að vernda hann,
varð öðrum æsandi tilfinningum yfirsterkari.
— Veit nokkur annar en ég um þetta?
— Það var altalað á basörunum að ég hafi tekið Múhameðstrú,
en það var haldið að ég hefði gert það af frjálsum vilja.
— Ég veit að það eru til hugsjónir, sem þú myndir láta lífið
fyrir, Wilfrid, og það er mér nóg. Kysstu mig!
Seint þetta kvöld, er þau sátu í dagstofunni í Mont Street, sagði
lafði Mont allt í einu:
— Lawrence, horfðu á Dinny! Dinny, bú ert ástfangin.
— Þú kemur mér á óvart, frænka, en það er rétt, ég er ást-
fangin.
— Hver er það?
— Wilfrid Desert.
— Ég sagði alltaf við Michael að þessi ungi maður ætti eftir að
lenda í vandræðum. Elskar hann þig?
— Hann var svo elskulegur að segja það.
— Ó, elskurnar mínar, ég verð að fá mér límonaði. Hvort ykkar
bar fram bónorðið?
— Reyndar var það hann.
— Bróðir hans er barniaus. Framhald á bls. 43
SVSFFLUG EYKST HRATT VESTAN HAFS
Svifflug hefur lítið verið stundað í Bandaríkjunum til þessa, en nú,
þegar það er að aukast, er komið svo, að velta þeirra fyrirtækja sem
smíða svifflugur, nemur tugum milljóna dollara, eftir því sem The
New York Times segir.
„Stjórnin kallar þetta „renniflugu“, segir Times, „en tæknilega séð
myndi rétta orðið vera „straumfluga“, þar sem farartækið er svo háð
loftstraumum, að aðeins í uppstreymi hækkar það flugið.
Flestar straumflugur (svifflugur) eru dregnar á loft af vélknúnu farar-
tæki, og síðan sleppt. Það er svo hlutverk flugmannsins að leita uppi
loftstraumana til að komast í hæfilega hæð. Ef aðstæður eru góðar,
getur þjálfaður flugmaður flogið fleiri hundruð kílómetra."
„Okkur reiknast til, að nú séu um það bil 8000 „renniflugmenn“ í
Bandaríkjunum í dag, en fyrir 10 árum síðan voru þeir ekki nema um
1500,“ segir Lloyd Licher, frá Santa Monica, Kaliforníu, en hann er
aðalritari Svifflugfélags Bandaríkjanna. Félag Lichers hefur verið kallað
móðir svifflugsins vestur þar.
VÉLSLEÐARNIR ERU VINSÆLIR
Hinir svokölluðu vélsleðar eiga sívaxandi fylgi að fagna í Bandaríkj-
unum — einkum í norðurhluta landsins. Útilífsmenn, einkum veiði- og
fiskimenn, hafa komizt að raun um, að þessi litlu hraðgengu farartæki,
eru akkúrat það sem þá hefur alltaf vantað til að bruna yfir ísilögð
vötnin og um snjóþunga skógana. Auk þess að vera mjög einfaldir í
notkun, eru þeir traustir og þægilegir.
Það eru til margar tegundir af þessum vélsleðum, en flestir eru með
bensínvél, og settir í gang með snúru eins og utanborðsmótor. Að fram-
an eru tvö stálskíði, en að aftan er nokkurskonar jarðýtubelti, sem nær
undir tvo þriðju hluta farartækisins, og gerir vélsleðanum fært að
komast yfir svo til hvað sem er.
Minni tegundir eru venjulega með 10 hestafla vél, en þeir fást með
allt að 25 hestafla vélum. 10 hestafla vélsleði er nægilega kraftmikill til
að ferðast meira en 56 kílómetra á kukkustund með einn farþega — sé
nægur snjór fyrir hendi.
Mörg sambandsfylki hafa þegar lýst hluta af friðlýstu landi sem sér-
stakar „vélsleða-leiðir", og nokkur fylki hafa sett lög um notkun slikra
farartækja, þar sem vinsældir þeirra aukast dag frá degt.
☆
V ___________________________________________y
26. tbl. VIKAN 19