Vikan - 26.06.1969, Blaðsíða 43
mér stóð fjandakornið á sama
hvort ég væri að fara að hitta
gömlu kunningjana eða ekki.
Þegar á reyndi, var varla talað
aukatekið orð á íslenzku, þá 3
daga sem við vorum í College-
ville. I fyrsta lagi var það svo
bjagað, að hrein hörmung var á
að hlýða, og eins var það bara
alltof mikill höfuðverkur, svo því
var alveg sleppt. Það var aftur
á móti verra þegar heim var
komið: þá varð maður að nota
móðurmálið, ef maður ætlaði
ekki að gera sig að fífli.
Annars var stórkostlegt að
vera í Collegeville á ný, og nú
fórum við aðeins að átta okkur
á hvaða tilgangi þetta átti að
þjóna allt saman. Sennilega er
því bezt lýst með orðum pilts
frá Indónesíu, sem talaði fyrir
hönd eins umræðuhópsins: „Bylt-
ing er nauðsynleg; spurningin
er bara hvernig.“ Og það er góð
spurning. Fæstir vita það, og
þess vegna er unnið kappsam-
lega að því að finna svarið. Ann-
ar, sem heimkomnir skiptinemar
leggja mikla áherzlu á að finna,
og það er þeir sjálfir. Sennilegra
er það öllu mikilvægara en hitt
að minnsta kosti eins og er.
Fyrst er að finna sjálfan sig, og
þá hlýtur hitt að koma af sjálfu
sér. Þá fyrst er hægt að vinna
að byltingunni. Byltingunni, sem
á að færa okkur heim, sem bygg-
ist á kærleika, fórnfýsi, gleði,
heiðarleika og varanlegum friði.
Ó.vald.
Framhald af bls. 19
— í guðs bænum, elsku frænka!
— Hversvegna má ekki tala um það? Kysstu mig þá.
Dinny virti Sir Lawrence fyrir sér yfir öxl frænku sinnar. Hann
þagði.
En síðar um kvöldið, þegar Dinny var á leiðinni upp, kippti hann
í hana.
— Ertu með opin augu, Dinny?
— Já, og þetta er níundi dagurinn.
— Ég ætla ekki að vera hátíðlegur leiðindafrændi, en þú veizt
líklega um almenningsálitið?
— Trú hans; Fleur; Austurlönd? Hvað meira?
Sir Lawrence hristi grannar axlirnar.
— Mér gazt aldrei að þessu ævintýri með Fleur, eins og Forsyte
gamli hefði sagt. Mér fannst það ótrúlegt að nokkur gæti gert slíkt
gagnvart manni sem hann leiddi upp að altarinu.
Hún fann að hún roðnaði.
— Vertu ekki reið, vina mín, okkur þykir öllum svo ótrúlega
rænt um þig.
— Hann hefur verið opinskár um þetta allt, frændi.
Sir Lawrence andvarpaði.
— Þá er tilgangslaust að tala meira um þetta, býst ég við. En
ég bið þig að athuga vel þinn gang, áður en það verður óaftur-
kallanlegt.
Dinny brosti og fór upp á loft, og fór að hugleiða atburði dags-
ins.........
Condaford virtist mótmæla þessum ástamálum, það rigndi, rétt
eins og staðurinn væri að gráta missi tveggja dætra. Dinny sá
að foreldrar hennar voru ekkert leið yfir því að Clare var farin að
heiman, og hún óskaði þess innilega að þau tækju sömu afstöðu
þegar hennar málefni bæru á góma. Það var von á Jean og Hubert
til kvöldverðar, svo Dinny klæddi sig i stígvél og regnkápu og fór
út að ganga. Hún vildi slá tvær flugur í einu höggi og segja þeim
fréttirnar, öllum í einu.
— Það verður dásamlegt f\TÍr mig að sýna honum England, hugs-
aði hún, — og láta hann kynna fyrir mér undur Austurlanda.
Nóvemberstormur hafði rifið upp onkkur tré. Dinny minntist orða
Fleur, þegar talað var um erfðamál, að eina leiðin til að bjarga
þessu gamla ættaróðali væri að höggva tré og selja timbur. En
pabbi hennar var aðeins sextíu og tveggja ára. Hún mundi eftir
því að Jean hafði roðnað, kvöldið sem þau komu, þegar Em frænka
talaði um að margfalda og uppfylla jörðina. Hún átti þá von á
barni! Auðvitað yrði það sonur, Jean var örugglega af þeirri gerC-
inni sem eignaðist syni. Þá kom einn liðurinn ennþá af ættinni í
beinan karllegg. Hvað yrði ef þau Wilfrid eignuðust barn? Ekki
var hægt að flakka um heiminn með barn. Einhver angi al öryggia-
leysi bærðist með henni....
Það var hvorki bryti eða rafljós á Condaford, og Dinny beið
með fréttirnar þangað til stúlkan hafði borið inn ábæti og vín
með. Kertaljósin köstuðu mildum geislum yfir gljáfægt hnotuvið-
arborðið.
— Mér þykir fyrir því að trufla ykkur með einkamálum mínum,
en ég er trúlofuð, sagði hún.
Ekkert þeirra svaraði henni. Þau voru öll á þeirri skoðun að
Dinny væri dásamleg, og óskakona hverjum manni, en þau voru
ábyggilega ekkert ánægð með að þurfa að sjá af henni. Svo sagði
Jean:
— Hverjum, Dinny?
— Wilfrid Desert, yngri syni Mullyons lávarðar, hann var svara-
maður Michaels.
— Ó, en —!
Dinny leit fast á hin þrjú. Svipur föður hennar var óbreyttur, og
það var eðlilegt, því hann þekkti ekki þennan mann frá Adam;
svipur móður hennar var spyrjandi; Hubert var eins og á verði,
reiðubúinn að hafa hemil á geði sínu.
Lafði Cherrell sagði: — En Dinny, hvenær hittir þú þennan
mann?
— Fyrir tíu dögum, og ég hefi hitt hann á hverjum degi síðan.
Ég er hrædd um að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn, eins og hjá
ykkur, Hubert. Við mundum hvort eftir öðru, frá brúðkaupi
Michaels.
Hubert leit niður í diskinn sinn. — Þú veizt þá líklega að hann
hefur tekið Múhameðstrú, eða það er að minnsta kosti altalað í
Khartoum.
Dinny kinkaði kolii.
— Hvað? sagði hershöfðinginn.
— Það er sagt, herra.
— Hversvegna?
— Ég veit það ekki, ég hef aldrei séð hann. Hann hefur verið
í Austurlöndum í mörg ár.
Dinny vai' komin að því að segja að það skipti litlu máli hvort
fólk væri Múhameðs eða kristinnar trúar, ef það væri ekki sérstak-
lega trúað á annað borð, en hætti við.
— Ég skil ekki fólk sem skiptir um trú, sagði hershöfðinginn,
blátt áfram.
— Það virðist ekki vera almenn ánægja, tautaði Dinny.
— Hvernig á það að vera, vina mín, þegar við þekkjum ekki
manninn.
— Það er rétt, mamma. Má ég bjóða honum hingað? Hann getur
séð fyrir konu; og Em frænka segir að bróðir hans eigi enga
erfingja.
— Dinny! sagði hershöfðinginn.
— Mér er ekki alvara, elskan, sagði Dinny.
— Það sem er alvarlegt, sagði Hubert, — er að hann er eins og
Bedúíni, alltaf á flakki.
— Það geta tveir flakkað saman, Hubert.
— Þú hefur alltaf sagt að þú gætir ekki hugsað þér að yiirgefa
Condaford.
-Sg man líka þegar þú sagðist ekki geta séð neitt við hjóna-
bönd, Hubert. Og ég ei viss um að bæði pabbi og mamma hafa
hugsað þannig fyrir löngu síðan. Er nokkurt ykkar sem vill halda
því fram í dag?
— Skömmin þín! sagði Jean hlæjandi, og þar með var málið
útrætt að sinni.
Um háttatíma fór Dinny inn í herbergi móður sinnar.
— Mamma, má ég ekki bjóða Wilfrid að koma hingað?
— Auðvitað, elskan mín, hvenær sem þú vilt. Ég hlakka til að
sjá hann.
— Ég veit að þetta kemur flatt upp á ykkur, mamma, svona strax
eftir að Clare er farin, en þú hefur samt búizt við að ég færi líka?
Lafði Cherrell andvarpaði: — Eg býst við því.
— Ég gleymdi að segja ykkur að hann er ljóðskáld, í raun og
veru skáld.
— Ljóðskáld? endurtók móðir hennar, rétt eins og að það bætti
gráu ofan á svart.
— Þeir hvíla margir í Westminster Abbey, en þú skalt ekki hafa
áhyggiur af því að hann komi til með að hvíla þar.
— Ólík trúarbrögð er alvarlegt mál, Dinny, sérstaklega þegar
börn koma til.
— Hversvegna þarf það að vera, mamma, flest börn vita lítið
um trúarbrögð fyrr en þau eru komin á fullorðinsár, og þá geta
þau val:ð sjálf. Þessutan verður þetta orðin fornaldarleg hugsun,
þogar börnin mín vaxa úr grasi ef þau verða þá einhver.
— Qinny!
— Þetta er nú þegar orðið aukaatriði, nema meðal einstaka fólks.
26. tbi. VIKAN 43