Vikan - 26.06.1969, Blaðsíða 13
Herra Spiller var í draumkenndri vímu,
þegar hann kom heim til sín, og mætti
Masters.
— Hvar eru hin?
— Herra Proudfoot er farinn og fröken
Elísabeth er farin að hátta.
— Er herra Goosh kominn inn?
•— Ég veit það ekki, herra. Á ég að gá
að því?
— Nei, nei, þér getið farið.
Ef Goosh hefði haldið sig dyggilega að
viskýflöskuna, þá var vissara að láta hann
ekki komast í tæri við Masters.
— Hafið þér lokað fyrir gosbrunninn?
— Já, herra, ég gerði það sjálfur. Klukk-
an hálf ellefu, ég sá að þér voru upptekinn.
-- Ágætt. Góða nótt, Masters.
— Góða nótt, herra.
Hann heyrði að maðurinn gekk út um
bakdyrnar. Herra Spiller var hugsandi, þeg-
ar hann læsti báðum dyrunum og gekk aft-
ur inn í bókaherbergið. Viskýflaskan var úti
í garðinum hjá Goosh, svo herra Spiller
fékk sér koníak með sóda í glas og tæmdi
það í einum teig. Hann þarfnaðist þess, því
að hann átti eftir það leiða verk að koma
Goosh í rúmið. Þá sá hann að hann þurfti
ekki að sækja gestinn. Goosh kom inn um
svalardyrnar.' Hann var drukkinn, en ekki
ósjálfbjarga. Herra Spiller andaði léttar.
— Jæja? sagði Goosh.
— Jæja, bergmálaði frá Spiller.
— Hvernig var þessi elskulega ekkja?
Skemmtuð þið ykkur vel? Sumir eru heppn-
ir, gamli refur, og búa sig vel undir ellina.
— Hættu þessu þvaðri, ég er þreyttur,
sagði herra Spiller.
— Þú verður þreyttari, þegar ég er búinn
að sauma að þér. Herra Goosh gróf hend-
urnar niður í buxnavasana, og stóð, dig-
ur og ógnandi, svolítið valtur á fótunum,
fyrir framan hann. — Ég er staurblankur, hef
verið óheppinn þessa viku. Það er kominn
tími til að þú látir eitthvað af hendi rakna.
— Þú hefur fengið það sem um var tal-
að, og svo færð þú að koma hingað þegar
þig lystir. Þú getur ekki krafizt meiri hlunn-
inda.
— Jæja, þú segir það, fyrrverandi fangi
númer 4132!
— Þegiðu, sagði herra Spiller og gáði i
kringum sig, eins og veggirnir hefðu eyru.
— Þegja, þegja! hafði herra Goosh háðs-
lega eftir honum. — Heldurðu að þú getir
skipað mér fyrir, 4132! Þegja! Þjónustu-
fólkið getur heyrt til mín. Betty getur heyrt
til mín. Kærastinn hennar Betty líka! Hvað
segirðu við því? Kærastinn hennar Betty,
— sá yrði hissa að heyra að þú hafir slopp-
ið úr fangelsi, og gætir hvenær sem er verið
tekinn fastur aftur og látinn dúsa í tugt-
húsinu í sex ár fyrir falsanir.
— Sam, ég hefi ekki mikla peninga hand-
bæra, sagði herra Spiiler, — það veiztu vel.
En ég vil ekki hafa neitt uppistand, og ég
skal gera það sem ég get, ef þú, í þetta sinn,
lofar að krefjast ekki meiri peninga en ég
get látið þig hafa, og tekjur mínar leyfa.
— Ég lofa því fúslega, sagði herra Goosh
góðlátlega. — Þú lætur mig hafa fimm þús-
und pund núna, síðar ...
Herra Spiller kæfði óp.
— Fimm þúsund! Hvernig' hefurðu hugs-
að þér að ég geti það? Vertu ekki svona
Framhald á bls. 28
ím
:
iillililliif;
■wjfeaiM
'
'
Ijily IV.
26. tbi. vikan 13