Vikan - 26.06.1969, Blaðsíða 23
JANE RAINEY, FÆDD HARLECH,
VILDI JACKIE EKKI FYRIR STJÚP-
MÓÐUR. OG HÚN TELUR SIG
HAFA AFSTÝRT ÞVÍ.
HARLECH LÁVARÐUR VAR HÁÐUR
JACKIE, AÐ ÞVÍ ER DÓTTIR HANS
SEGIR. OG HÚN TELUR JACKIE
EÍGA HONUM MJÖG MARGT AÐ
ÞAKKA. HÉR ERU ÞAU JACKIE OG
LÁVARÐURINN MEÐAN SAMLYNDI
ÞEIRRA VAR HVAÐ BEZT.
r
hjónabanid? Jane, sem kölluð er „Aðals-
liippinn“ í pop-heimi Lundúna, hristi
úfinn kollinn og brosir breitt
„Við fórum einfaldlega til Jackie, og
gáfum henni sýnishorn af lifnaðarhátt-
um okkar. „Við“ vorum ég, Mike, mað-
urinn minn með hár niður á herðar, og
iMao litli. Hann er indæll .... En snú-
um okkur aftur að Jackie. Þið hefðuð
átt að sjá svipinn á henni þegar við
bönkuðum upp hjá henni. Það var al-
deilis eitthvað. En eftir það hafði hún
ekki svo ýkja mikinn áhuga á pabba
meira.“
Janie telur sig hafa reiknað Jackie al-
veg lit: „Tækifærissinnuð, íhaldssöm
aurasál," segir hún. „Við kærum okkur
þar að auki ekkert um að komast í
kynni við hana. Jackie hugsar bara um
sjálfa sig og peninga. Hún er orðin vön
því að vera First Lady (heiti sem for-
setafrúr Bandaríkjanna bera), og berst
nú með kjafti og klóm til að viðhalda
því sem því fylgir. Það hefði verið rnjög
slæmt fyrir vesalings pabba. Og hefði
hún gifzt honum, hefði það bára verið
til að nota hann sem stökkpall í eitthvað
hærra og meira.“
Eftir því sem Jane segir sjálf, er hún
hrifnari af blómum en peningum. Hún
er aðalsstúlkan, sem vakti hneyksli,
þegar lnin yfirgaf yfirborðskennt lífið í
Mayfair, og til að búa í pop-heimi
Lundúnaborgar. Þar kynntist hún IMike
Rainev, þar sem hann stóð á götuhorni
Framhald á bls. 28
v______________________________________z
26. tbi. VIKAN 23