Vikan


Vikan - 26.06.1969, Blaðsíða 39

Vikan - 26.06.1969, Blaðsíða 39
fjarlægðirnar séu að engu orðnar og okkur sé llfsnauðsyn að hafa sem mest og bezt samband við umheim- inn. En samt er það örugglega svo, að hollur er heimafenginn baggi og að sumu leyti verðum við að við- halda einangrun okkar og varast of mikinn gleypugang út á við, ef við ætlum áfram að vera sjálfstæð þjóð andlega og efnalega. ☆ SumarbrauS Framhald af bls. 24 aná bita af gráðosti og skreytið með þunnum hreðkusneiðum. 7. Skerið snittubrauð í fremur stóra bita, kljúfið þá eftir endilöngu og smyrjið. Látið sundurskorna tóm- ata á hvorn enda, skornu hliðina upp, látið ögn af lifrakæfu á hvorn helming, en á milli tómathelming- anna má láta majones, sem t hefur verið hrært dálitlu af sardínum I tómat. Skreytt með agúrkusneiðum, olivusneiðum (ef vill) og muldum hnetum. 8. Smyrjið sundurskorin „rund- stykki" og fyllið með eftirfarandi hræru: 2 söxuð harðsoðin egg. 2—3 matsk. kaviar saltaður eða reyktur, 1 matsk. smáskorinn graslaukur, 1 matsk. smáskorið dill eða karsi. 9. Smyrjið rúg eða maltbrauð með smjöri hrærðu með harðsoðnum eggjarauðunum, dálitlu sinnepi og fínklipptu dill eða karsa, leggið gaffalbita ofaná, skreytið með harð- soðnum eggjahvítum. 10. Smásaxið reykta, ólitaða síld, blandið saman við majones, brað- bætið með asparagus, látið ofaná stórar franskbrauðsneiðar, skreytt með agúrkusneiðum. ☆ Tvípunktar úr Vínlandsferð Framhald af bls. 7 það, að ég var bara ósköp venju- legur í útliti. Sumir voru þó ekki ánægðir fyrr en ég hafði snúið mér í nokkra hringi, og baðað út öllum öngum. Svo hófst heilaþvotturinn, eða skólinn. Þar var mér kennt allt um ágæti bandarísks þjóðfélags, og mikilfengleik íbúanna, og þar var mér líka kennt allt um ör- birgðina í Austur-Evrópu, og kommúnistalöndum Asíu. Og þar sem ég var þarna á vegum kirkjusamtaka, kenndi bókstafs- trúarmanneskjan hún móðir mín mér allt um trúmál. Þessi fjöl- skylda var Lútherstrúar rétt eins og ég sjálfur, en einhversstaðar hefur þeim, sem mér kenndu þessi fræði í upphafi, orðið á í messunni, ef marka má orð móð- ur minnar. Á hverju kvöldi bað svo þessi góða kona fyrir villu- trú minni. Bandaríkjamenn eru kirkju- rækið fólk, enda getur það verið betra fyrir suma á leið þeirra upp metorðastigann. Allir virðu- legir borgarar verða að eiga, eða hafa átt, sæti í æðstaráði við- komandi kirkju, en til þess að komast þangað er betra að hafa íþyngt samskotabaukinn, sem gekk í hverri messu, vandlega í nokkur ár. Safnaðarstarf er mik- ið; t.d. eru sunnudagsskólar fyrir alla aldursflokka, og fermingar- undirbúningur stendur í hvorki meira né minna en 3 ár. Það var engin spurning um hvort ég vildi fara í sunnudagsskóla eða ekki, það var hluti af „prógramminu". Ég sé heldur alls ekki eftir því, þar sem umræðuefnið var ákaf- lega víðtækt. Síðasta daginn sem ég kom þar, var farið með Faðir- vorið í endann eins og venjulega, og þar á eftir var farið fjórum sinnum með setningu sem ég hafði lagt mig allan fram við að kenna bekknum yfir veturinn: „Trunt trunt og tröllin í fjöllun- um!!!“ Mér líkaði vel í skólanum. Þar hafði ég svo til algjörlega frjáls- ar hendur með hvað ég lærði, og það er eins víst og jörðin er hnöttótt, að ég notaði mér það. Það voru tvö skyldufög, Amerísk saga og Amerískar bókmenntir, en auk þess dundaði ég við að læra vélritun, ræðumennsku, þjóðfélagsfræði og blaðamennsku sem veitti mér tækifæri til að vinna við skólablaðið, sem kom út tvisvar í mánuði. Hér um bil 30% af 850 nem- endum skólans voru blakkir, og líkaði mér nokkuð vel við þá. Hvorki betur né verr, yfirleitt var liturinn eini munurinn sem ég fann á þeim. Og þó ... Nokkr- ir þeirra báru sjúklegt hatur í brjósti til hvíta mannsins og þjóðfélags hans. En þeir voru þó tiltölulega margfalt færri en þeir hvítu sem ólu með sér sömu til- finningar til hinna blökku. Lítið bar þó á ókyrrð meðal nemenda, en þó minnist ég þess, að ein stúlkan, bráðhugguleg, fór út með blökkupilti. Varla er hægt að segja að nokkur hvítur piltur hafi gert svo mikið sem að tala við hana eftir það. Og eitt sinn langaði mig að fara í bíó eða eitthvað með blakkri vinkonu minni, en ég hætti fljótlega við það, þar sem ég hafði á tilfinn- ingunni að mín ágæta móðir myndi hreinlega sálast úr hjarta- sorg og skömm. Hverfið sem ég bjó í, var eitt bezta hverfi þess- arar 55 þús. manna borgar, og næsta lóð við heimili mitt var óbyggð. f kringum þakkarhátíð- ina berst sú fregn til eyrna íbúa hverfisins, að blökk fjölskylda hafi hug á að kaupa þessa lóð, og byggja þar. Tveim dögum síð- ar höfðu íbúar hverfisins keypt upp lóðina, og var ekki farið að hreyfa við henni þegar ég fór þaðan. Félagslífið í skólanum var stór- kostlegt. Þar voru klúbbar sem unnu að öllu milli himins og jarðar, m.a. furðulegur klúbbur sem kallaðist „Pep-club1', eða Fjarlægið naglaböndin á auðveldan hátt *Fljótvirkt *Engar sprungur * Hreinlegt * Sársaukalaust Hinn sjálffyllti Cutipen gefur mýkj- andi lanolín blandaðan snyrtilög, einn dropa í einu sem mýkir og eyðir óprýðandi naglaböndum. Cutipen er eins og fallegur óþrjótandi sjálfblek- ungur sérstaklega gerður til snyrting- ar. Hinn sérstæði oddur hans snyrtir og lagfærir naglaböndin svo að negl- ur yðar njóti sín. Engra pinna eða bómullar er þörf. Cutipen er algjör- lega þéttur svo að geyma má hann í liandtösku. Cutipen fæst í öllum snyrtivöruverzlunum. Handbærar á- fyllingar. CuMfr&n* Fyrir stöKkar neglur biðjið um Nutri- nail, vítaminsblandaðan naglaáburð sem seldur er í pennum jafn hand- hægum í notkun og Cutipen. UMBOÐSMAÐUR: J. Ó. MÖLLER & CO. KIRKJUHVOLI, REYKJAVÍK Liljubindi eru betri. Fást í næstu búð. fjörklúbburinn. Markmið þessa klúbbs var að halda uppi fjöri og áhuga á íþróttaleikjum skólans, en af því var mikið. Til að mynda stóð þessi furðulegi klúbbur fyr- ir samkomum í leikfimisal skól- ans, eftir skólatíma, og það var ekkert gert annað en að öskra og æpa. Mér þótti þetta að vonum furðuleg samkoma í fyrsta skipti sem ég var viðstaddur, og ég spurði nærstaddan nemanda hver tilgangurinn væri. Jú, tilgangur- inn var augljós, fannst honum. Að koma fjöri og baráttuvilja í bæði nemendur og það kapplið sem átti að leika fyrir hönd skól- ans þá um kvöldið. Seinna fór ég að hafa gaman að þessum sam- komum, og gólaði engu minna en hinir. Þá réði þessi merkilegi klúbbur einnig yfir miklu klapp- liði, sem í voru raddsterkustu kvenverurnar í hópi nemenda. Á kappleikjum voru þessar val- kyrjur í skrautlegum einkennis- búningum, og æptu og klöppuðu — oft á aðdáunarverðan hátt. Litla „systir“ mín, 10 ára gömul, kvað það vera hennar æðsta draum, að komast í svon klapp- lið, og því æfði hún sig heima! Hvers átti ég að gjalda? Ein var sú kennslukona í skól- anum, sem ég tók miklu ástfóstri við. Þetta var eldri kona, og kenndi ræðumennsku. Hún átti rúmlega tvítugan son, sem gerð- ist sjálfboðaliði í landgönguliði hersins, og var sendur til Viet Nam með það sama. Hún talaði mikið um þennan son sinn, og sýndi okkur oft myndir af hon- um, og las upp úr bréfum sem hann hafði sent móður sinni frá vígvellinum. Um jólin gekkst nemendasambandið fyrir því, að nemendur sendu hermönnum þar eystra jólagjafir: rakvélar, myndablöð og annað slíkt. Til að reka áróður fyrir þessu fyrirtæki, las svo frú McConnell, en það var kennslukonan mín, úr bréfi frá syni sínum í hátalarakerfi skólans. Undir lokin brast hún í grát. Mánuði seinna heyrðist rödd skólastjórans öllum að óvör- um allt í einu í hátalarakerfinu: Erindið var að tilkynna lát son- ar frú McConnell. Féll fyrir föð- urlandið, eins og skólastjórinn orðaði það. Annar kennari er mér líka minnisstæður, og vorum við góð- ir vinir. Það var bókmenntakenn- arinn, ungur maður að nafni Ray Gerrell. Eg kallaði hann venju- lega Ray Baby — en aðeins þeg- ar enginn heyrði til. Hann var sá sem var sem hrifnastur af Loftleiðum. Ray Baby hafði mik- inn áhuga á íslandi, og sl. sumar ætlaði hann að stanza hér í nokkra daga á leið sinni til Ev- rópu, þ.e. meginlandsins. Hvort af því varð veit ég ekki, og þyk- ir mér það miður, þar sem ég var búinn að lofa honum að ég skyldi koma honum í kynni við ljóshærða og leggjalanga sjó- mannskonu. — Ray Baby hafði 26. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.