Vikan - 26.06.1969, Blaðsíða 31
Mentol sigarettan sem hefur
hreint og hressandi bragð.
fær um a‘ð slá svo fast, hann
mundi raunar ekki til að hann
hefði nokkru sinni slegið nokk-
urn mann. Honum fannst að hann
hefði aðeins hörfað undan, herra
Goosh datt um stólfót.
En herra Goosh var dauður.
Hann hafði ekki misst meðvit-
und, og hann var ekki ofurölvi,
hann var hreinlega dauður. Hann
hlaut að hafa dottið á grindina
fyrir arninum. En það sást ekk-
ert blóð, en þegar Spiller þreif-
aði á höfði hans, með skjálfandi
höndum, fann hann að höfuð-
kúpan lét undan, eins og brotið
eggjaskurn. Fallið hafði þá verið
ótrúlega þungt. Herra Spiller lá
á hnjánum og hlustaði eftir
hljóði ofan að.
En ekkert heyrðist og ekkert
skeði. Svefnherbergin voru hin-
um megin í húsinu.
Gamla klukkan á veggnum sló
ellefu slög. Herra Spiller fékk
sér meira koníak.
Vínandinn gerði honum gott.
Hugsunin skýrðist, og nú gat
hann litið skynsamlega á málið.
Hann hafði myrt Goosh, en það
var ekki með vilja, og það var
engum efa bundið hvernig lög-
reglan tæki þeim skýringum.
Þeir myndu taka fingraför hans
og komast að því að hann var
gamall kunningi. Og Masters
hafði heyrt hann segja að hann
skyldi bíða sjálfur eftir Goosh.
Masters yrði tortrygginn, — en
bíðið andartak. Gat Masters
sjálfur sannað að hann hefði
farið beint til herbergis síns?
Það var þó mjög ólíklegt að
hægt væri að beina grunsemd-
unum að Masters, þessutan var
það alrangt. En þessi hugsun
kom Spiller til að ihuga vel mál-
ið. Hann varð að gabba lögregl-
una hvað tímann snerti.
Spiller hugsaði um leynilög-
reglusögu, sem hann var nýbú-
inn að lesa, og þá datt honum
allt í einu lausnin í hug.
Hann ætlaði að láta sem Goosh
hefði dáið, meðan hann sjálfur
var að spila, þar hefði hann þrjú
vitni.
Hann fékk sér meira koníak.
Og þá sá hann þetta allt fyrir sér
í smáatriðum. Hann leit á klukk-
una, hún var tuttugu mínútur
yfir ellefu.
Herra Spiller náði í vasaljós,
og gekk hljóðlega út um svalar-
dyrnar. Hann skrúfaði frá vatn-
inu í gosbrunninum, og gekk
eftir stéttinni, sem lá að sýrenu-
runnanum, sem óx upp að gos-
brunninum. Himinninn var skýj-
aður, og hann gat varla greint
kranann, en hann heyrði í vatns-
úðanum og hann fann að grasið
var orðið vott, og þegar hann
gekk yfir grasflötina, fann hann
dropa á andlitinu. Birtan frá
vasaljósinu lýsti upp endann á
bekknum, sem stóð við steinbeð-
ið. Viskýflaskan var hálf, hann
tók hana, vafði vasaklút um
stútinn og hellti úr henni í gos-
brunninn. Svo gekk hann aftur
að sýrenurunnanum, til að full-
vissa sig um að vatnsstrókurinn
sæist ekki frá húsinu, eða ann-
arsstaðar að úr garðinum.
Það sem hann ætlaði að gera
var hættulegt, en hann varð að
gera það. Það gat einhver heyrt
til hans. Hann sleikti þurrar var-
irnar og kallaði nafn hins dauða:
— Goosh! Goosh!
Hann leit í kringum sig, eins
og hann byggist við að hinn látni
kæmi gangandi. Svo rétti hann
úr sér og flýtti sér inn í húsið.
Það heyrðist ekkert hljóð, —
engin hreyfing, það eina sem
heyrðist var tifið í klukkunni.
Hann náði sér í skóhlífar, og
læddist eins og skuggi út í garð-
inn aftur. Það var ekkert ljós
hjá Masters. Honum létti mikið
við það, því það kom oft fyrir
að þjónninn kvartaði undan
svefnleysi. Spiller smeygði sér
inn í bílskúrinn.
Konan hans hafði verið lömuð
síðustu árin, en Spiller hafði haft
hjólastólinn hennar með sér til
Mon Plesir, til minningar. Nú
var hann feginn því. Það var erf-
itt að koma líkinu út um sval-
ardyrnar og út í stólinn. Goosh
hafði verið stór og þungur, og
Spiller var orðinn óvanur erfiði.
En honum tókst þetta! Hann
stóðst freistinguna að hlaupa, og
ók stólnum varlega eftir stein-
lagðri stéttinni, sem hann sá
varla í myrkrinu, en hann vildi
sem minnst. nota vasaljósið.
Ef hann hrasaði niður í eitt-
hvert blómabeðið, þá yrðu það
leikslokin. Hann reyndi því að
stara fram undan sér í myrkrinu.
Þá félrk hann allt í einu þá
hræðilegu tilfinningu, að ef
hann sneri sér við og liti heim
að húsinu, myndi hann sjá náfölt
andlit stara á sig.
Loksins komst hann að sýrenu-
runnanum og þar með úr sjón-
máli hússins. Það versta var eft-
ir, — að bera líkið yfir gras-
flötina.
Það tókst. Goosh lá nú upp
við gosbrunninn, með höfuðið á
steinbrúninni og aðra hendina
niðri í vatninu, eins og hann
hefði ætlað að reisa sig upp, en
hrasað og dottið með höfuðið á
steinbrúnina. Vatnið streymdi
yfir hann, hann vax orðinn renn-
votur. Herra Spiller leit yfir
verk sitt og fannst það harla
gott. Það var eins og hann hefði
velt af sér margra ára byrði.
Velt af sér! Hann hafði farið úr
kvöldjakkanum, áður en hann
26. tbi. VIIÍAN 31