Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 4
íslenzkur málsháttur.
# fólk í fréttunum
Margur gerir lítið úr því sem hon-
um er ekki lagið.
„Ég hef hugsað mér að grípa hvaða tæki-
færi sem ég kemst í tæri við,“ sagði
burstaklippti sjóliðsforinginn. „Því fyrr
sem ég kemst í loftið, því betra.“ — Það
var Alan Shepard, Jr„ sem talaði, og ákafi
hans er vel skiljanlegur, þegar maður tek-
ur tillit til þess, að það eru, um þessar
mundir, nákvæmlega átta ár síðan hann
fór í fyrstu geimferð Bandaríkjanna, í
geimfarinu Freedom 7. En árið 1964 var
Shepard útilokaður frá öllum geimferðum
vegna bilaðrar hljóðhimnu, og hefur hann
setið á bak við skrifborð hjá NASA síðan.
En nýlega var hann skorinn upp, og hinn 45 ára gamli geimfari
hefur fengið það staðfest af læknum að hann sé þess fullfær að
fara aftur í geimferð. Og sennilega verður hann í einni Apollo-
ferðinni snemma á næsta ári.
Neyðin kennir naktri konu
að spinna, sögðu þeir í
gamla daga. En nú reyna
þaer heldur að gerast fyr-
irsætur.
íslenzkir sjónvarpsnotendur fá í vetur að
njóta hins ómetanlega Roberts Frost, sem
verið hefur um skeið vinsælasta sjón-
varpsstjarna í Bretlandi. En hann hefur
eignazt skjaðan keppinaut, þar sem er
gamanleikarinn Marty Feldman. — Sum
brezk blöð segja, að Marty sé orðinn vin-
sælli en Frost. Marty er hinn mesti furðu-
fugl og þykir með afbrigðum skemmtileg-
ur gamanleikari. Hann er „rangeygður á
rangan hátt“ eins og hann kemst sjálfur
að orði, þ. e. a. s. hann er úteygður. Það
eru þó ekki eingöngu augun, sem gera
hann skrítinn og skemmtilegan. Hann er sagður búa yfir miklum
persónutöfrum og skop hans er sjaldan meiningarlaust, heldur með
hvössum broddi. Marty fékkst við margt, áður en hann gerðist gam-
anleikari og sjónvarpsstjarna. Hann vann á auglýsingaskrifstofu,
gerðist síðan jazzleikari og þar næst ætlaði hann sér að verða Ijóð-
skáld. Hann var góðkunningi ljóðskáldsins fræga, Dylan Thomas.
Marty er 36 ára gamall og það eru aðeins örfá ár síðan hann fann
sjálfan sig í gervi trúðsins. f vetur verða gamanþættir hans fluttir
í norska sjónvarpinu, og vonandi líður ekki á löngu, þar til við fá-
um einnig að njóta snilldar hans.
Mama Cass, stóra, feita söngkonan, sem
var fyrrum með „The Mama‘s and the
Papa‘s“ skildi nýlega við mann sinn, —
söngvarann og tónskáldið James R. Hend-
ricks, eftir að hafa verið gift honum í 5 V2
ár, og átt með honum eitt barn. Ástæðuna
fyrir skilnaðinum sagði Mama Cass vera
grimmd eiginmanns síns. „Hann varð sí-
fellt afbrýðisamari, sem ég varð frægari,“
sagði hún í réttarsalnum. „Hann átti það
til að gera alls konar uppistand, var oft
í vondu skapi og naut þess að lítillækka
mig í áheyrn vina minna.“ — Mama Cass
sygnur nú ein á báti, og stendur sig með prýði, enda eru fáar söng-
konur sem standast henni snúning.
ÞJÁLFUN ÚRVALSHERMANNA BRASILÍU
STUTT
OG
LAG-
GOTT
Meðfylgjandi mynd er frá her-
búðum í Brazilíu, og maðurinn í
búrinu er þarlenzkur hermaður.
Þarna verður hann að dúsa, án
nokkurs matar í óratíma — þar
til hann hreinlega lætur bugast.
Á meðan sækja á hann alls kyns
pöddur og annar óþverri, vatn
og vindar næða um hann og háð-
glósur hinna hermannanna
klingja í eyrum hans nærri því
24 tíma á sólarhring. En þessi
marghrjáði hermaður gengur í
gegnum ÖU þessi ósköp af frjáls-
um vilja; takmarkið er að kom-
ast í úrvalssveitir herforingja-
stjórnarinnar, úrvalssveitir, sem
sumir hafa kallað „Green
Berets“ Suður-Ameríku. En
þetta er ekki það eina sem þess-
ir hugprúðu hermenn vilja gang-
ast undir til að komast í þessar
sveitir, heldur sæta þeir ógur-
legri meðferð, andlegri og lík-
amlegri í langan tíma, og svo
mikil er raunin, að venjulega er
ekki helmingurinn sem kemst í
gegnum allt saman. Og hlutverk
þessara morðsveita er svo að
hafa upp á skæruliðum sem eru
sagðir vera í þúsundatali í frum-
skógum Brazilíu — og eru sagð-
ir erfiðir viðureignar og ekkert
lamb að leika sér við. -fr
4 VIKAN 41 tbl