Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 20
-jfe. ÞaS voru sannarlcga glaSir Keflvíkingar, sem horfSu á heimamenn sina
sigra Vai og hljóta hinn eftirsóknarverSa titil íslandsmeistari i knattspyrnu
1969. Nokkrir áhugasamir strákar létu í ljós aSdáun sína mcS því aS bera
stóran borSa meS áletruninni í B K.
Tveir þreyttir en glaSir Keflvíkingar:
Jón Ólafur og GuSni Kjartansson. -qp-
Þjálfarar tveggja efstu liðanna: Rík-
harður Jónsson, þjálfari Akraness-liðsins, og
Hólmbert Friðjónsson, þjáifari Keflvíkinga.
Þess má raunar geta, að Ríkharður var um
skeið þjálfari Keflvikinga.
4 „Þcir lengi lifi . . — Albert hrópar húrra
fyrir íslandsmeisturunum 1969.
Albert Guðmundsson, formaður KSÍ, afhend-
ir Guðna Kjartanssyni, fyrirliða Keflvíkinga,
bikarinn.
Það ríkti heldur betur fögnuður á
knattspyrnuvellinum í Keflavík
sunnudaginn 21. september sl.,
þegar heimamenn urðu íslands-
meistarar 1969. Þeir sigruðu Val í
umræddum leik með 2 mörkum
gegn engu. Þetta er í annað sinn,
sem Keflvíkingar hljóta hinn eftir-
sóknarverða íslandsmeistaratitil, en
baráttan um hann hefur aldrei ver-
ið jafn hörð og tvísýn og nú. Kefl-
víkingar unnu íslandsmótið árið
1964, en síðan hefur gengið á
ýmsu hjá þeim. Þeir höfnuðu til
dæmis í neðsta sæti í fyrra, en
unnu aukaleik gegn Haukum um
laust sæti í fyrstu deild. Hinar miklu
framfarir, sem liðið hefur tekið á
aðeins einu ári eru ekki sízt þjáIf-
aranum að þakka, Hólmbert Frið-
jónssyni. Hann er yngsti fyrstu-
deildarþjálfari hér á landi, aðeins
28 ára gamall. — Hann var í liði
Keflavíkur fyrir fimm árum, þegar
þeir urðu (slandsmeistarar, en varð
litlu síðar að hætta að leika vegna
meiðsla í baki. Þá gerðist hann
þjálfari yngri flokka Keflavíkur og
náði svo góðum árangri, að honum
var falin umsjá meistaraflokksins.
Á þessari opnu bregður VIKAN
upp nokkrum svipmyndum frá úr-
slitaleiknum og fagnaðarlátum Kefl-
víkinga að unnum sigri. "ír
Áhorfcndur gátu ekki stillt sig um að þjóta inn á völlinn til aö óska hinum nýju íslandsmeisturum til hamingju.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnieifsson
SIGRIFAGNAB Í KEFLAVÍK