Vikan


Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 49

Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 49
sér þessa afsökun fyrir þögninni, en hún gat ekki lengur dulið það fyrir sjálfri sér, að hún hafði valið auðveldustu og fyrirhafnarminnstu leið- ina. Því hún vissi vel að unglingarnir gátu skilið fullvel hvað sem var, ef því fylgdu neegilegar skýringar og það var hún, sem ekki hafði fundið hjá sér nægilegan þroska til að taka að sér slika útskýringu. Hún hafði ekki haft kjark til að rifja upp hina hræðilegu fortíð sína og allra sízt frammi fyrir sonum sínum tveimur. Hún óttaðist hver viðbrögð þeirra kynnu að verða, en allra mest óttaðist hún sín eigin viðbrögð. Hún vissi vel að æskuskeiðið bjó yfir því bezta af öllu tagi: heilbrigðri dómgreind, hlýju hjarta og miskunnarlausri réttlætiskennd. Hún hafði meðhöndlað þá sem börn en ekki sem fimmtán og sautján ára pilta, sem þeir voru. Hún hafði ekki gert þá að trúnaðarvinum sín- um og nú var Cantor að launa henni vantraustið með úlfúð, sem kom frá særðu hjarta. Það var allt einfaldara, þegar Florimond átti í hlut. Hann tók við hlutunum eins og þeir voru. Hann var þægilegri í umgengni og óper- sónulegri en bróðir hans. Hann hafði séð svo mikið, allt frá híbýlum konungsins ofan i lestar á skipum! Og það sem hann raunverulega lét sig varða var, að hann næði nokkurnveginn uppáfallalaust sínu setta marki. Hún hefði næstum þorað að leggja eið út á að hann hefði þegar ein- hverja reynslu í ástarmálum. Bróðir hans hafði ekki eins mikla aðlögunarhæfni, hann átti ekki eins létt með að umgangast fólk og hann tók allt mjög alvarlega. Angelique velti því fyrir sér hvort það hefði ef til vill verið rangt af henni að halda honum í vissri fjarlægð, hvort hann hefði ekki einmitt orðið enn erfiðari ef hún hefði gert hann að trúnaðarmanni sínum. Hún velti þessu vandlega fyrir sér en komst ekki að niðurstöðu. Hún skeiðaði fram og aftur um herbergið, kallaði hann í huganum heimskan asna, vanþakklátan þorpara, hjartalausan grimmdarsegg og langaði til að skipa honum að hypja sig og segja honum að hún vildi aldrei sjá hann framar, ef honum væri svona innanbrjósts, og það væri ekki til mikils, að guð hefði sameinað þau ef það var til þessa eins! Svo ró- aðist hún aftur og lét sér skiljast að hann var ennþá aðeins barn, barnið hennar og það var þessvegna skylda hennar að losa um beiskju- hnútinn, sem gerði honum lífið svo erfitt þessa stundina. En væri ekki í rauninni betra fyrir hann að fara burtu? Hann þoldi ekki Honorine. Hann hafði fundið móður sína aftur, en það var of seint. Sumt var ekki hægt að vinna upp aftur......Hann hefði getað farið með Flori- mond og hann hafði líka beðið um leyfi til þess, en faðir hans hafði svarað þvi til, að hann væri ekki tilbúinn til þess. Angelique sá nú eftir að hafa ekki spurt eiginmann sinn hversvegna hann hefði tekið þessa ákvörðun, því þá taldi hún að hún hefði getað fremur rætt málið við Cantor í von um að létta af honum þeim drunga, sem hvíldi á honum. Rétt er það, að því sem orðið er verður aldrei breytt, en það er samt hægt að draga eitthvað úr áhrifum þess. Það má alténd reyna.... Nú var Cantor hér og hún náði ekki til hans. Hún vissi ekki hvernig hún átti að fara að því að nálgast hann, því henni fannst að hvaða aðferðum, sem hún myndi beita myndi hann meðhöndla hana sem óvin. Og samt varð hún að gera eitthvað. Hann myndi enda með að gera Honorine lífið óbærilegt. Aðeins fjögurra ára barni. Hve mörg þeirra vissu, að þetta ameríska voru rifjaði nú upp fyrir henni i fjórða sinn hina smánarlegu barnsfæðingu í helli galdrakerlingarinnar í miðjum drúídaskóginum og það sem henni fylgdi? Angelique vissi þetta ein og hún hafði ekki sagt nokkurri lifandi manneskju frá þvi. Hún settist á rúmið. Cantor yrði að fara. Það virtist óhjákvæmilegt. Ætti hún að senda hann einhverra erinda til Gouldsboro. Kannske. Hann hafði gaman af ferðalögum. Svo allt i einu datt henni í hug, að Cantor kynni að leggja það illa út — já svo illa, að hann myndi aldrei fyrirgefa það ef hann væri gerðu útlægur vegna hennar og Hororine og með því myndi hún að eilífu glata öllum möguleika á að komast í sam- band við hann. Hún vissi sannarlega ekki hvað hún átti að taka til bragðs, svo hún lét forsjónina um ákvörðunina, því hún réði engan vegin við það sjálf. Upp úr hólfi i belti sínu tók hún ensku gullmyntina, sem hún geymdi þar sem verndargrip. Ef peningurinn kæmi upp ætlaði hún að tala við eiginmann sinn um ósvífni Cantors og möguleikana á því að senda drenginn í burtu, en ef bakið kæmi, hliðin með skjaldarmerkjum Stóra Bretlands og hinum hneykslanlega texta „konungur Frakklands" ætl- aði hún að taka í sig kjark. finna Cantor í fjöru og skýra allt fyrir honum. Hún kastaði peningnum upp í loftið. Bakið kom upp. 87. KAFLI Cantoor yar önnum kafinn við aflinn, þegar hann sá móður sína koma í áttina til hans. Hann rétti eirðarleysislega úr sér, því sam- vizkan var ekki sem bezt. — Komdu með mér út í skóg. Raddhreimurinn bauð ekki upp á nein mótmæli. Hann fylgdi henni heldur óviss, því honum fannst hún svo hnarreist og örugg með sig. Þetta var bjartur vordagur, loftið var ferskt, næstum kalt, því rigning var í nánd. Vatnsósa jörðin var með fjólubláum blæ, þar sem skein í hana milli fyrstu veiklulegra grasstráanna. Vindurinn sjálfur var ferskur og svalur. Lággróðurinn var blár og gulur. Brumið á hlynunum var eins og bleikir túlipanar, óútsprungnir. Angelique var hraðstíg. Hún þektki hvern stíg, hverja rás og þótt hún vissi ekki beint hvert hún stefndi og hún væri annars hugar, villtist hún ekki. Cantor átti í erfiðleikum að fylgja henni eftir og það lá við að hann mæddist á hlaupunum. Við og við sagði Angelique eitthvað. — Nei, ólífutré þarna niðri í gljúfrinu. Við verðum að koma þangað í haust, það eru alltaf sveppir undir þeim. Eða þá hún sagði: — Hvíti lárviðurinn er í þann veginn að blómstra ......... Hvaða lykt er þetta ..... Ha! Valería. Hún nam ekki staðar, heldur skálmaði áfram, horfði ofurlítið uppá- við, augun vökul og hún fann hvern minnsta mun á ilmi og þar sem Cantor horfði á hana, svona léttstíga eins og greinarnar vikju til hliðar til að hleypa henni framhjá, fannst honum hún vera líkust álfamær ....... Þau náðu upp á fjallsbrúnina og hrjúft landslagið breiddi úr sér frammi fyrir þeim, en vindurinn hvíslaði .milli furutrjánna. Þau voru enn gullingul með ofurlitlum, grænum sprotum. Gróðrarlyktin var mjög sterk þarna uppi. Angelique nam staðar uppi á fjallsbrúninni og horfði út yfir sjón- deildanhringinn. Fyrir neðan þau rann fljótið helga, vatt sig gegnum dalinn til austurs. Angelique sneri sér að Cantor. — Það getur verið að þú þolir hana ekki, sagði hún. — En barn, hvað svo sem það er, hvaðan sem það kemur, hvaða foreldra sem það á, er barn og Það er ævinlega litilmennska að færa sér i nyt vanmátt annarra. Cantor var töluvert móður: hann heyrði þetta, en hann gat ekki svarað fyrir mæðinni. Barn, lítilmennska ...... — Ef hið stolta blóð forfeðra þinna hefur ekki kennt Þér það, er það skylda mín að minna þig á það í dag. Og Angelique lagði af stað aftur. Hún gekk ofurlitið ofan í hlíðina aftur, fylgdi stíg sem lá hliðhailt með ánni miðja vegu uppi i hlíð- inni, en stefndi smám saman ofan í dalinn. — Þegar þú fæddist, hélt hún áfram, — var faðir þinn opinberlega brenndur á Place de la Gréf. Ég vissi ekki annað en hann væri dáinn ...... Þegar ég fór með þig aftur heim í hofið, ofurlitla veru í örmum mér, var kyndilmessa og ég man að öll París angaði af steiktum sítrónusneiðum, sem munaðarlaus börn selja hvarvetna á borgum götunnar á þeim degi. Ég var tuttugu ára. Þú sérð að ég var ekki mikið eldri en þú ert núna. Þegar ég kom inn á yfirráða- svæði hofsins heyrði ég barn gráta og sá að eldri börnin eltu og hröktu Florimond, köstuðu að honum steinum og snjóboltum og hrópuðu: — Galdrakrói! Galdrakrói! Sýndu okkur hornin á þér! Cantor snarstanzaði og varð blóðrauður i andliti. Hann kreppti hnefana. — Ó! hrópaði hann. — Hversvegna var ég ekki þar! Hversvegna var ég ekki þar! —- Þú varst þar, svaraði Angelique og hló. — Gallin var bara sá að þú varst bara fárra daga gamall. Og hún horfði á hann hlægjandi enn, eins og hún væri að gera grin að honum. — Þú mátt kreppa hnefana í dag, Cantor, en þá voru hnefar þínir ekki stærri en valhnota. Og hún hló aftur, þvi hún sá fyrir sér litla, ljósrauða barnshnefana, sem 'Slógu stefnulaust út í loftið. En hlátur hennar bergmálaði á einkennilegan og beisklegan hátt í gegnum skóginn og hann horfði á hana, tvíátta, eins og honum væri að verða illt. Angelique hætti að hlæja og varð aftur alvarleg. — Þér þykir vænt um lífið, er það ekki Cantor? — Jú, tautaði hann. — Það var ekki auðvelt að halda þér lifandi. Ég skal einhvern tíman segja þér frá þv.í, ef þú vilt. Raunar hefurðu aldrei leitt hugann að því, er það? Þú hefur aldrei lagt fyrir þig þá spurningu hvernig á því standi að þú ert enn á lífi, þú, sonur galdramanns, sem dæmdur var til dauða og tekinn af lífi, að því er ílestir bezt vissu, áður en þú fæddist. Þú manst það ekki? Og hverju máli skiptir það þig þá? Þú ert hér. Þú ert lifandi. Það er ekki rétt af þér að spyrja hvað hin tvítuga móðir þín kann að hafa gert og raunar varð að gera til að halda í það djásn, sem þú hefur enn í þessu sterka brjósti þínu — lífið. Og hún sló hann þéttingsfast á bringuna með krepptum hnefanum. Hann hrökk undan og starði á hana, stórum augum, sem voru eins og djúpt vatn, svo undurlíkum hennar, eins og hann væri að sjá hana í fyrsta sinn. Svo sneri Angelique sér við og lagði aftur af stað ofan eftir stignum. Nú heyrðu þau nið árinnar og þytinn af vindinum i trjánum. Elri- viðurinn, aspirnar og pílviðurinn meðfram bökkunum voru orðin sæmilega laufguð og laufin hvisluðu í blænum og þau sáu að vorið var að halda innreið sina, því grasið i lautunum var orðið þykkt og hátt. Angelique var ekki lengur reið syni sínum. Á andliti hans var sér- kennilegur svipur, sem benti til þess, að hann hefði aldrei leitt hug- ann að því, sem hún nú hafði sagt honum. Auðvitað ekki! Hann var ekki annað en barn. Það hafði verið rangt af henni að tala ekki um þetta við hann fyrr, minnsta kosti þær minningar sem við hann voru tengdar. Það hefði gert hann umburðarlyndari og ekki eins óþolinmóðan. Börn hafa gaman af að heyra um þá hluti sem þau muna ekki sjálf. Slíkar frásagnir hjálpa til að fylla upp óþægilegar eiður í minni þeirra. Þau þurfa handleiðslu gegnum myrkvið frumstæðra kennda, sem þau eiga svo oft erfitt með að skilja, í því skyni að hjálpa þeim til að byggja upp sínar eigin minningar. Cantor hafði ekki notið neinnar slíkrar handleiðslu og hafði því neyðzt til að dæma af líkum. Þegar hann eltist þjáðist hann af afbrýðisemi, hann vissi, að móðir hans hafði verið föður hans ótrú og þar með hafði hún fallið af þeim goðstalli, sem hann hafði skipað henni á, á sakleysisárum bernsku sinnar. En var erfiðasta verkið eftir. Hugur Angelique hvarflaði aftur til Honorine, sem varð að vernda frá óréttlátri óvild. Þau voru rétt komin niður af engjunum upp af vatnsbakkanum. Hún sneri sér að honum aftur. — Ég hef þegar sagt þér að það er lítilmannlegt að ráðast á minni máttar. Hvað mig snertir máttu hata mig ef þú vilt, en ekki hana. Hún bað aldrei um að vera borin i þennan heim. En einnig á því sviði væri rangt af þér að dæma mig! Þegar þú ekki veizt hvernig allt er í pottinn búið er rangt af þér að fylla hjartað beiskju, og það sem verra er, það er fávíslegt. Hún starði fast á hann og smám saman sá hann augnalit móður sinnar breytast og augu hennar fyllast af viðbjóði og heift, sem hon- um stóð stuggur af, því hann hélt að það væri í hans garð. — Þú ert aðeins barn, hélt hún áfram. — En bráðum verðurðu fullvaxinn karlmaður ....... Karlmaður, endurtók hún dreymin. — Þú ferð í strið, sonur minn og þú imunt berjast. Berjast hraustlega, þar til yfir líkur og það er gott. Karlmaður á ekki að vera hræddur 41. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.