Vikan


Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 33

Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 33
suii . RNöSPft^ Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Nýjar persónur koma fram á sjónarsviðið og leika nýstárlegan leik. Mikil hætta er á að á þér verði níðzt, vegna þess að þú hefur bara brjósk í nefinu. Þú færð heimsókn er kemur nokkuð flatt upp á þig. sdkB' Nautsmerkið (21. apríl — 21. maQ: Þú átt í erfiðleikum með að losna við mál sem þú flæktist í fyrir nokkru. Leggðu þig allan fram við að gera það upp svo það spilli ekki frekar fyrir þér. Fimmtudagur er upplagður til viðskipta. Tvíburamerkið (22. mal — 21. júní); Margar húsmæður munu hafa óvenju mikinn tíma og hafa ástæður til að víkka sjóndeildarhringinn. Þú færð bréf og með því fréttir sem setja þig í nokkum vanda. Þú slærð til fyrir tilmæli annarra. Krabbamerkið (22. júnt — 23. júlQ: Atvik á vinnustað veldur þér nokkrum áhyggjum. Þér græðist óvænt fé. Tefldu elcki á tvær hættur nema það sé nauðsynlegt; þér er áríðandi að halda höfðinu köldu. Þú fylgist ekki nógu vel með. m Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Vikan verður ánægjuleg, sérstaklega heima við. Þú færð fréttir sem dreifa hugsunum þínum og vekja hjá þér nýjar vonir. Þú sérð í gegnum gildru sem þér er ætluð. Þú ert óánægður með yfirmenn þína. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú hefur mörg járn í eldinum, sem gefa misjafnan árangur. Frístundirnar verða ekki margar, en þú notar þær vel. Veikindi verða til þess að þú verður að bæta á þig verkefnum annarra. Vogarmerkið (24. september — 23. október) Breytingar á högum þinum; líklega fyrir tilstuðl- an ættingja þinna. Þú ert ánægður með tilveruna og skemmtir þér mikið með félögum þírnun. Van- ræktu ekki nám þitt. Heillatala er sjö. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú kemur á framfæri gamalli ósk og nú sýnist koma skriður á málið. Þú ert fríksur og vel upplagður, en lítið heima við. Þú ættir að nota tímann til að svara áríðandi bréfi. Hik er sama og tap. Bogamannsmerkið (23. nóv. — 21. desember): Flest virðist leika við þig, ef til vill ætlarðu þér of mikið, en einhvern veginn siglirðu öllu í heila höfn. Vertu fremur varkár i fjármálum. Sýndu fjölskyld- unni meiri ræktarsemi. £ Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú hefur tekið þér frí i nokkurn tíma og ert vel búinn undir ný átök. Leggðu þig fram við hvað- eina, sem þú tekur að þér og árangurinn lætur ekki á sér standa. Þér eru allir vegir færir. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Ef til vill annarðu ekki öllu sem fyrir þig er lagt, en þú ert enginn þræll; gleymdu ekki að ætla þér nægilegan hvíldartíma. Þú verður fyrir góðum áhrif- um frá persónu sem þú lítur upp til. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú ferð i ferðalag um ókunnar slóðir. Þú vekur á | þér athygli, og nýtur þess félagsskapar, sem þú ert 1 í. Þú lætur falla óvarleg orð um mál, sem þú ert 1 ekki nógu vel kunnugur. Bjartsýni þín segir mikið. | PHILIPS sjónvarpstœkin sýna nú STÆRRI HLUTA ÚTSENDRAR MYNDAR Hafið þér nokkurn tíma velt fyrir yður, hvers vegna myndlampar sjónvarpstækja hafa bogadregin horn. - Philips gerði það og framleiðir nú nýja gerð af mýnd- lampa, sem sýnir stærri hluta af útsendri mynd, vegna þess að nú eru hornin orðin rétt. - Athugið myndina hér að ofan, hún skýrir sig sjálf. Lítið inn og skoðið tækin, þá sést munurinn enn betur. HEIMILISTÆKI SF. HAFNARSTRÆTI 3, SÍMI 20455 SÆTÚNI 8, SfMI 24000 -----------------------------------v I ■ Þér SDarifl með áskrift VIKAN Skipholti 33 - sími 35320 v__________________________________; 41-tbl- VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.