Vikan


Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 47

Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 47
Hin risastóra Rostov-Kremlin dómkirkja var byggð seinni hluta 17. aldar af hinum forríka Metropolitana Iona Sysoevich, sem átti og réði yfir 16340 leiguliðum. Höllin. sem Sysoevich bjó í, borgaralegar byggingar og kirkjan eru tengd hvert öðru með rósagöngum. i Önnur kirkja ummyndunarinnar gnæfir hátt yfir lágar byggingar Kizhi. Byggð árið 1714, er hún gott dæmi um handleikni Rúss- neska trésmiðsins. Dómkirkjan í Vladimir, nálægt Moskvu, var byggð af stríðsprins- inum Andrei Bogoliubsky árið árið 1158, og var hluti af her- ferð sem átti að sameina, bæði trúarlega og hernaðarlega, hin svokölluðu ,,Rostov-lönd“. Síðar skemmdist hún af eldi, en var endurbyggð af bróður prinsins, Vsevolod III árið 1185, og var þar með orðin fyrirmynd Kremlin-dómkirkjunnar í Moskvu. Þó Brésnef vinur vor sé lítið hrifin af þeim feðgum Guði og Kristi, þá er til aragrúi af fallegum og sérstæðum kirkjum í ríki hans, sem er bœði vítt og breitt. En allar þessar kirkjur eru frá fym tímum, og ef til vill er það ástæðan fyrir því að yfir þeim hvílir sá þoklci sem raun er á. — Hér birtum við myndir af nokkrum kirkjum — og segið svo að Hallgnins- kirkja sé met, í útflúri og tumspímum.... itilll ; Íii liMÉiÉ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.