Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 5
JAPÖNSK ALPARÓS
Þessi unga japanska stúlka
heitir Mickiko Imai, og varð ný-
lega heimsins fyrsta kvinna til
að klífa upp norðurhlið Eiger-
tindsins. Hingað til hafa 27 of-
urhugar látið lífið við þessa
þolraun.
Mickiko fór þessa ferð ásamt
5 karlkyns löndum sínum, og
hún mældi í sífellu blóðþrýsting
þeirra á leiðinni upp, og fylgd-
ist með líðan þeirra á allan hátt,
mjög vísindalega. Hún er nefni-
lega aðstoðarlæknir við sjúkra-
hús í Tokyo, og hefur hugsað
sér að sérnema sig í hjartalækn-
ingum. Niðurstöður sínar úr
ferðinni ætlar hún svo að leggja
fram til prófs. -fc
FJÖRUGIR KNATT-
SPYRNUAÐDÁENDUR
Hundruð bálreiðra knatt-
spyrnuáhugamanna í ítalska
bænum San Angelo hertóku ráð-
húsið, tóku borgarstjórann sem
gísl, kveiktu stór bál á aðalgöt-
unni og lömuðu umferðakerfi
borgarinnar í nokkra klukku-
tíma.
Ástæðan fyrir þessum hama-
gangi var sú, að ítalska knatt-
spyrnusambandið hafði neitað að
láta knattspyrnulið bæjarins
leika í 4. deild ítölsku knatt-
spyrnunnar næsta keppnistíma-
bil. Liðið hafði náð tilskildu
marki, en sambandið hafði neit-
að á þeirri forsendu að knatt-
spyrnuvöllur þess væri ekki nógu
góður.
Borgarstjóranum var ekki
sleppt fyrr en hann hafði lofað
að veita forsæti nefnd, sem átti
að bera fram mótmæli við ítalska
knattspyrnusambandið. -fr
SNJALLT RÁÐ
í UMFERÐARMÁLUM
Lögreglan í Tókyó fann ný-
lega upp á snjöllu bragði til að
fá óvarkára ökumenn til að virða
umferðarreglurnar, þótt enginn
lögregluþjónn væri til staðar.
Þeir settu upp gínu, íklædda
fullri lögregluþjónsmúnderingu á
öll helztu umferðarhorn borgar-
innar — með góðum árangri,
eins og myndin ætti reyndar að
bera meS sér.
'---------------------------------------------------------------------v
• vísur vikunnar
Haustið er svalt og barist er í bönkum
braut vorra drauma enn er þyrnum vaxin
malbornar götur aka í þungum þönkum
þeir sem í sumar misstu stóra laxinn.
En þóað lukkan láti stundum dragast
á langinn, það sem oss er mikils virði
ennþá er von að eitthvað kunni að lagast
í áfengismálum suðrí Hafnarfirði.
FYRRVERANDI EIGINKONA BARNARDS LEYSIR FRÁ SKJÓÐUNNI
„Hvers vegna ég giftist hon-
um? Nú, þegar skilnaður okkar
er orðinn staðreynd, spyr ég
sjálfa mig þessarar spurningar
aftur og aftur. Ég held, að ég
hafi aldrei verið ástfangin af
honum. Það er mjög erfitt að
elska Chris, sérstaklega þegar
maður hefur þekkt hann eins
lengi og ég geri. Hann er gjör-
sneyddur allri rómantík og á af-
skaplega erfitt með að láta blíðu
sína í ljós, á þann hátt, sem all-
ar konur vilja, að menn þeirra
geri.“
Þetta eru ummæli fyrrverandi
eiginkonu hins fræga hjarta-
skurðlæknis, Christians Barn-
ards. Hún hefur nýverið leyst
frá skjóðunni og skrifað minn-
ingar sínar um samlífið við þenn-
an heimsfræga mann. Frásögn
hennar birtist í útbreiddu viku-
blað í Suður-Afríku.
Barnard var á ferðalagi í
Evrópu, þegar honum barst blað-
ið í hendur. Það skipti engum
togum, þegar hann hafði lesið
greinina: Hann tók næstu flug-
vél til Höfðaborgar til að reyna
að koma í veg fyrir, að frásögnin
yrði birt um allan heim.
Hann neyddist til að semja við
fyrrverandi konu sína og fékk
hana til að strika út þá kafla,
sem berorðastir voru og köst-
uðu mestri rýrð á dýrðarljóm-
ann sem stafar af nafni Barnards.
☆
4i. tw. vikAN .5