Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 8
P\ /l/^sír^s 1 'N
Hskartgripir
Modelskartgripur er gjöf sem ekki gley - SIGMAR OG PÁLMI Hverfisgötu 16a. Sími 21355 og Laugaveg 70. Sími 24910. | mist. j
ÞðRIS
Laugavegi 20 B — Sími 15602 — Heimasimi 13451
LJðSMYNDASTQFA
Myndatökur um helgar og á
kvöldin yfir fermingartímann.
Pantiö tímanlega
MIG
DREYMDI
„Vinartrúlofun“
Kæri draumráðandi!
Mér fannst ég vera trúlofuð
góðum vini mínum, sem er í
raun og veru trúlofaður annarri.
Við vorum mjög hamingjusöm
og allt var bjart og hlýtt í kring-
um okkur. Leiddumst við alltaf,
og var ég í grænni kápu (eini
liturinn sem ég man úr draumn-
um). Hið eina sem skyggði á var
að okkur fannst við ekki breyta
alls kostar rétt, því að hann var
einnig trúlofaður hinni. Hún var
ekki heima og það tækifæri not-
uðum við okkur. Mér fannst líka
allt fólk líta okkur hornauga.
Alls staðar var fullt af fólki,
bæði sem ég þekki og ókunnugu,
en ég kærði mig kollótta um
gagnrýni þess.
Það var sumardagurinn fyrsti
og glaðasólskin. 'Ég hitti skóla-
bróður sem sýnir mér gullbaug
á hægri hendi sinni. Hikandi
rétti ég fram hægri hönd mína
og sýndi honum hringinn, er
glóði mjög. Hann varð mjög
undrandi og spurði hvers vegna
ég hefði gert þetta. Mér vafðist
tunga um tönn og sagði: „Þetta
er bara vinartrúlofun."
Allt í einu voru unnasta vinar
míns og móðir hennar komnar á
vettvang. Þær slitu okkur í sund-
ur, ráku mig inn í afarstórt hús,
upp marga stiga og inn í lítið
þakherbergi. Þar helltu þær sér
yfir mig í reiði og skildist mér,
að ég yrði að fara í burtu, því
ef hann skildi við unnustu sína
yrði hann gerður félaus. Fannst
mér hann styðja málstað mæðg-
anna, eins og verkfæri í höndum
þeirra.
Ég fór að gráta af miklum
harmi og örvæntingu, jafn miklu
og ég hafði verið hamingjusöm
áður. Allt var grátt og ömurlegt.
Mér tókst þó að flýia úr hús-
inu og kom þá út í mikla auðn.
Þar stóð svartklædd kona með
reifabarn og rétti mér. Bað hún
mie að "æta bess vel. Ég grét
enn. en tók samt barnið í fang-
ið og reikaði stefnulaust út í víð-
áttumikla auðnina.
Madga.
Ég hef ekki trú á að þessi draum-
ur þinn skipti þennan vin þinn
neinu máli, heldur er hann fyrir
miklum erfiðleikum sem þú átt
eftir að lenda í. Snögg umskipti
munu eiga sér stað í lífi þínu;
sennilega muntu lenda í ástar-
ævintýri sem endar með því að
farið verður fram á hjúskap við
þig. Þú ættir að taka öllu sliku
með gát, því óvíst er hvort þér
tekst að yfirstíga þá erfiðleika
sem því myndu fylgja. Þó er eins
og nokkur hamingja sé þessu
öllu fylgjandi, og ef þú hugsar
þinn gang vel, og anar ekki út í
neitt, þá gæti allt farið vel að
lokum.
Hægt andlát
Kæra Vika!
Ég var stödd á ókunnum stað,
lá þar í rúmi og var að deyja.
Það gekk bara ekki vel, því ég
var ýmist að deyja eða vakna til
lífsins aftur, og var ég leið á því
hve þetta tók langan tíma. Það
var eitthvað af fólki í kringum
mig en enginn sem ég þekkti.
Það var heldur ekki vel bjart.
Ég var ekkert hrædd og fann
hvergi til; mér fannst ég bara
þurfa að ljúka þessu af. Allt í
einu fannst mér móðir mín vera
komin til mín, en hún er dáin
fyrir mörgum árum, og mundi
ég það, þó mér fyndist hún vera
lifandi þarna, og varð ég mjög
fegin: Nú væri allur vandinn
leystur, því hún myndi vita allt
um þetta. Ég spurði hana hvað
það tæki langan tíma að deyja.
„Fjögur ár,“ svaraði hún, og við
það vaknaði ég.
Helga.
Þú skalt taka lítið mark á því
sem þér er lofað á næstunni, því
það munu vera ómerk loforð. Þó
er þér óhætt að halda áfram
sömu braut, og hika hvergi frá
settu marki.
Svar til Jonnu
í Vestmannaeyjum:
Þessi draumur mun vera fyrir
erfiðleikum þessarar gömlu
konu; jafnvel dauða einhverra
ættingja hennar. Eitthvað mun
það koma við þig líka og vin-
konu þína.
Sendu mér strax nákvæmara
heimilisfang, því ráðning sem
þessi kostar ekki neitt. Ef þú vilt
það ekki, Iáttu mig þá allavega
vita hvað ég á að gera við pen-
ingana.
8 VIKAN «•tbl-