Vikan


Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 24

Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 24
Nú er verið að hefja sýningar á norskri kvikmynd um eiturlyfja- vandamálið. - Við getum ekki setið með hendur í kjöltu og beðið eftir því að yfirvöldin skerist í leikinn og ráði bót á þessu hræðilega vandamáli, segir Victor Borg, yfirlæknir við Bláa-Kross-sjúkra- húsið í Osló. - Allir sem geta hjálpað verða að leggja fram krafta sína! Eiturlyfjavandamálið er nú orðið svo alvarlegt að það hlýtur að vekja menn til umhugsunar, - jafnvel þá sem vantrúaðir eru ... Þessvegna fannst mér rétt að skrifa og framleiða þessa kvik- mynd .... Victor Borg ytirlæknir dregur ekki úr neinu, þegar hann lýsir hörmungum eiturlyfjanautnar- innar og þeim hræðilegu afleiðingum, sem hún hefir fyrir unglingana. Þessi kvikmynd hefir ekki orðið nein sunnudagaskólasaga fyrir börn, hún er hrollvekjandi, vægast sagt. — En það var líka tilgangurinn, segir Borg. — Ef við getum gert unglingana svo hrædda að þeir leggi ekki í að taka fyrsta reykinn, þá er til- ganginum náð, og full afsökun fyrir því að draga upp Ijóta mynd. Ég hef séð, og sé því miður daglega, hvað þessi svokallaði fyrsti reykur af hashi getur haft í för með sér, og það getur verið að ungmennin verði svolítið guggin, þegar þau koma út úr kvikmyndahúsinu, eftir að hafa horft á þessa mynd. Það er átakanlega óhugnanlegt að sjá þessi vesalings reköld, sem ekki hættu eftir fyrstu raun, en héldu áfram „til að vera með". Það sem þessi ungmenni ekki gera sér Ijóst, er að þessi forvitni þeirra og þörf til að hefða sig, er notuð til hins ítrasta af ófyrirleitnum eiturlyfjasamtök- um, sem sannarlega eru laus við að burðast með samvizku. Við vitum að þessi samtök hafa ýmis áform á prjónunum, til að koma eiturlyfjum á norskan markað, eins og gert hefir verið í Dan- mörk og Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Við verðum að gera allt sem á okkar valdi stendur, til að koma í veg fyrir það syndaflóð, — ef það er þá ekki orðið of seint. Öyvind Venneröd, framleiðandi kvikmyndar- innar, segist lengi hafa verið með þetta málefni á heilanum. — Ég hefi jafnvel sjálfur farið á samkundur eiturlyfjaneytenda, til að kynnast þessu betur, segir hann. — Það er eins og blaða- greinar og upplýsingapésar nái ekki til ungling- anna. Þeir yppta öxlum og segja að „þessir öld- ungar sem skrifa um hash, viti ekkert hvað þeir séu að þvæla um. Þeir hræða okkur ekki". Þá er eftir að vita hvort þessi kvikmynd hefir nokkur áhrif. Okkur Victor Borg er fullkomlega Ijóst að hún hefir engin áhrif á unglinga sem eru djúpt sokknir, þar þarf annað og meira til, — en ef við getum komið í veg fyrir að þeir byrji........ Kvikmyndin segir frá Evu, sem er sextán ára, elskuleg og heilbrigð stúlka frá góðu og ástríku heimili. Hún er dugleg í skólanum, vinsæl meðal félaga og kennara. Vinur hennar Arni, er dug- legasti strákurinn í bekknum, hann hefir misst foreldra sína, en amma hans sér honum fyrir notalegu heimili og menntun. Þau fara einu sinni á fyrirlestur í skólafélaginu, þar sem byltinga- gjarn sálfræðingur segir að unglingarnir eigi að nota frelsi sitt, — jafnvel prófa það sem bannað er, og þar á meðal eiturlyf. Eva og Arni fóru heim með nokkrum kunn- ingjum, sem höfðu náð í eitthvað af hashi, og sumpart af forvitni, en líka vegna áhrifa frá sál- fræðingnum, ákváðu þau að reyna. Það hafði mjög mismunandi áhrif á þau. Sumum varð flök- urt, sumir urðu kenndir, en aðrir fundu engin áhrif. En það var öðruvísi með Evu og Arna. Þeim fannst þetta dásamlegt. — Þetta verðum við að prófa aftur, sögðu þau, og þau létu líka verða af því. Einn daginn skrópuðu þau úr skólanum, og fóru út fyrir bæinn, til að njóta nógu vel áhrifanna af þessum skemmtilegu reykingum, og þetta endurtóku þau oft. Þörfin eftir eitrinu var æ sterkari, og smátt og smátt flæktust þau inn í hring eiturlyfjaneytenda, einskonar klúbb, þar sem eiturlyfjasmyglarinn Zatek situr að tjaldbaki og kippir í strengina eftir vild. Hann narrar Evu til að koma með sér út fyrir bæinn, þar fer hann með hana inn í einbýlishús og gefur henni svo mikið hash, að hún veit ekkert hvað skeður. Þeg- ar hún loksins kemur til Árna, með eiturlyf, og það rennur upp fyrir henni að Zatek hefur nauðg- að henni, rennur það upp fyrir þessum tveimur unglingum að þau eru komin of langt til að geta hætt. Þau eru algerlega á valdi eiturlyfjanna. Eftir þetta fer að halla undan fæti. Foreldrar Evu skilja ekkert fyrr en það er orðið of seint. Þau trúa Árna, þegar hann segir að Eva hafi orðið lasin, vegna þess að hún hafi bragað áfengi, — einhver hafði náð í flösku. — Maður verður að reyna að vera svolítið frjálslyndur, annars missir maður traust barna sinna, segja þau, og láta þar við sitja. Svo strýkur Eva að heiman. Þau Árni setjast að í yfirgefinni íbúð, ásamt nokkrum vesaling- um, sem hafa orðið eiturlyfjum að bráð; þar finnur faðir hennar hana, í mjög slæmu ásig- komulagi. Bæði hún og Árni eru sett í „afvötn- un", og Eva lofar bót og betrun. Hún lofar að hætta. En því miður, svo einfalt er það ekki. Árni kemst í samband við hana aftur, og fær hana til að strjúka með sér til Kaupmannahafnar, og þar endar saga þeirra f skelfilegum harmleik. Móðir Evu fær taugaáfall, og er sett á geð- veikrahæli; faðirinn leitar uppi eiturlyfjasmygl- arann Zatek, og myrðir hann, sem sagt, það er hvergi Ijós punktur. Og allt kom þetta af því að unglingar reyktu hash í fyrsta sinn af forvitni. Það er ekki til sparað að gera kvikmyndina eins raunhæfa og mögulegt er. Blaðamenn, sem voru viðstaddir upptökuna á atriðunum í eitur- lyfjaklúbbnum, sögðust aldrei hafa séð annað eins, og aldrei svo marga furðulega unglinga saman i einu herbergi. Sumir voru sýnilega undir sterkum áhrifum, og urðu að yfirgefa upptöku- salinn. Aðrir viðurkenndu að hafa tekið að sér statistahlutverk, til að fá peninga fyrir hashi. Meðfram veggjum og í hornunum lágu einhverj- ar tuskuhrúgur, eins og flæktar saman. Það var ómgulegt að segja hver átti hvað, af handleggj- um og fótleggjum. Og meðal þessara vesalinga voru nokkrir heil- brigðir unglingar, sem horfðu á eymdina, stórum augum, — hræðslulegum augum .... 24 VIKAN 41. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.