Vikan


Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 19

Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 19
 þar af leiðir — ÞARF HÚN MEIRI MENNTUN. — Nýjar hugsanir, nýjar skoðanir. og stefnur í margs konar efnum berast nú alþýðunni miklu örar og tíðar en áður. Ef hún á að geta áttað sig á þeim og metið þær að verðleikum, hafnað illu en valið gott, — ÞÁ ÞARF HÚN MEIRI MENNTUN —. Kröfur til þæginda og ann- arra unaðssemda lífsins fara vaxandi. Sannar þarfir og ímyndaðar skapast ár frá ári. Ef þeim á að verða sæmilega í hóf stillt og þjóðinni unt að fullnægja þeim sönnu — ÞÁ ÞARF HÚN MEIRI MENNTUN. — Þjóðin er sífellt að taka meiri og meiri þátt í stjórn sinna mála og mynda félög til að bæta hag sinn, ef hún á að geta haldið áfram í því horfi sér til sæmdar og sannra hagsbóta — ÞÁ ÞARF HÚN MEIRI MENNTUN." — Þe:r sem saman sátu í bekk andspænis þessum göfuga mann- vini, munu oft hafa minnzt þess á leið sinni, þótt eflaust hafi verið eins þar og með hina mis- frjóu jörð, sem í er sáð, að ávöxtur hefur ekki alls staðar orðið sá, sem til var stofnað. En alvaran ein var þó ekki uppistaða þessarar vetrarvistar. Þarna voru líka glaðir dagar, þar sem ýmsir nutu í fyrst skipti sjálfstæðis í skjóli valdsins. Því vald þáverandi skólastjóra gat með réttu kallazt handleiðsla. Meðal þeirra, sem þarna stund- uðu nám, var piltur, er árið áð- ur hafði dvalið við Flensborgar- skóla í Hafnarfirði. Eitt laugar- dagskvöld, þegar kvöldvöku skólans við Laufásveg var um það bil að ljúka, dettur honum í hug að bregða sér suð.ur í Fjörð- inn, en hann vissi að kvöldgleði var þar i skólanum og því tæki- færi til funda við fyrri félaga Forvitinn útskagadrengur vill gjarnan slást í förina, og það verður úr, að þeir stilla sér upp við umferðagötu og huga að bifreiðum, ef vera kynni að ein- hver, sem ætti leið suður eftir. hefði laus sæti. Þetta gekk að óskum, þó ekki án nokkurrar dvalar í nepju vetrarins á vegi úti. í Hafnarfirði er hið virðulegp menntasetur upplýst og ómur harmónikunnar berst út á götu. Pilturinn, sem þarna er þekktur, á vinum að fagna og félaginn nýtur góðs af. Ekki er dvölin orðin löng, þegar skólastjórinn, Ögmundur Sigurðsson, gengur í salinn og hyggur að hátterni nemenda. Ekki er þó svipurinn strangur eða dæmandi, öllu fremur viðfelldinn og hlýr, þótt að baki búi alvara. Sjálfsagt hefur hann ekki átt von mikilla misbresta. Ögmundur Sigurðsson var vítt þekktur um landið, ekki einung- is vegna stjórnar á Flensborgar skóla, heldur engu síður sem ferðamaðm’ og þá fyrst og fremst, þegar hann var meðreiðarmaður Þorvaldar Thoroddsen á ferð hans um landið, Á þeirri yfirreið, árið 1886, fóru þeir um Strandasýslu. Eru einhvers staðar til skráðar hug- leiðingar umkomulítils drengs, sem Ögmundur veik vinsamlega að á því ferðalagi. Þá átti alþýða manna þess sjaldan von, að höfðingjar gæfu sig á tal við fá- kunnandi sveitafólk án erindis, sízt unglinga. Sennilega hefur þessi eigind verið ríkur þáttur í fari Ögmund- ar, því ekki hafði hann fyrr komið auga á hinn aðkomna fyrri nemanda, en hann veik sér að honum, heilsaði vinsamlega og bauð til stofu sinnar, ásamt fé- laganum. Mátti segja, að i engu hallaði á með alúð hjónanna við þessa ungu menn, að þeir nytu sem bezt stundarinnar. Þannig löðuðu leiðandi menn fyrri tíma æskuna til samstarfs og samþykkis. Einhverjir munu vafalaust hafa sama hátt á nú, og hygg ég að þeir öðrum fremur hafi erindi sem erfiði. Eftir dvölina í stofu þeirra hjóna, er svo aftur horfið í skemmtisalinn, þar sem glatt fólk undir sér hið bezta. En svo sem oft vildi verða, þar sem ungt fólk mættist í fyrsta skipti, þá var hik í viðbrögðum: Svipbrigðatúlkun var þá ekki eins opinská og hávaðasöm og nú er. Það þurfti meira en skræki eina saman, til þess að vekja á sér jákvæða eftirtekt. Pilturinn, sem þarna var heimavanur, varð þegar einn af hópnum. Hinum varð fjöldinn fjarlægari. Var þó margt hýrt auga, sem gaman var að mæta, mjúkur barmur og vangi, sem notarlegt gat verið að hallast að. En hann var aðeins 18 ára, þekkti ekki annað en hætti sveita- mennskunnar og kunni því fátt til fjölbragða þéttbýlisins. Hún var grönn, fölleit með ör- smáar freknur kringum nefið og léttar brosviprur við munnvik- in. Fölrauðir lokkar féllu niður með vöngunum og langar fléttur um bakið. Hún var 15 ára. Og einhvernvegin. Sjálfsagt hefur hvorugt þeirra í raun og veru gert sér grein fyrir hvað skeði, en þau voru allt í einu komin út á gólfið, dansandi unglingar — nafnlausir og ókunnugir. — En það skipti ekki máli nú. Þau gengu saman á vit gleðinnar — nutu augnabliksins í hópi góðra félaga, en þó einstaklingar, með sínar sérstæðu hávaðalausu hug- renningar. Dansinn dunar — þau þokast örlítið hvort nær öðru. Armtak hans er orðið ákveðn- ara. Hún lætur sem ekkert sé — vangarnir snertast. — Allt í einu — þreifandi myrkur. „Bil- að öryggi“! kallar einhver. Svo heldur dansinn áfram eins og ekkert hafi í skorizt — Enginn hávaði — engin skemmdarverk. — Og innan stundar, aftur ljós. Unglingarnir dansa — Ef til vill eru vangarnir ögn rjóðari — eða kannski eru það bara blæbrigði ljósaskiptanna, sem hafa áhrif á svip þeirra. Nóttin liður. — Æsk- an gengur til síns heima. Glöð og syngjandi heilsaði hún nýj- um degi. Ekki einn einasti er undir áhrifum annarlegra kennda. — Piltarnir tveir. — Hvað skulu þeir taka til bragðs. Nú eru engin ökutæki við hendina, og þó leigubifreið hefði staðið til boða, hafði hvorugur þeirra ráð á að nota fé í það. Þeir höfðu báðir heila fætur og hraust brjóst. Til Reykjavíkur var að- eins tveggja og hálfrar stundar gangur. Það hefði ekki þótt löng bæjarleið að sækja sveitaball. — í grárri morgunskímunni leggja þeir af stað. Snjóföl er á freðinni jörð og ögn hált á „blankskónum“, en hvað var að fást um það. Þeir þjáðust hvorki af and- legum né líkamlegum. timbur- mönnum. 4i. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.