Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 30
SEX HUGMYNDIR UM
1
Lág húsgögn, dökkir litir,
nokkuS „bohem“-legt.
Rúmið er þykk dýna á ramma;
rúmteppið úr grófu flosefni. Púð-
arnir eru úr doppóttu, rifluðu
flaueli. Gluggatjöldin eru úr spóna-
ræmum og ljósahjálmurinn úr rís-
pappír. I staðinn fyrir borð er strá-
koffort, sem líka er notað sem
geymsla. Gólfpúðarnir heimagerð-
ir úr svampdýnum, klæddum leð-
urlíkingu. Veggskreyting er úr-
klippur úr gömlum dagblöðum.
A gólfinu er stráteppi í ljósum lit-
um. Bókahillan gamaldags í dökk-
um lit.
Svefnherbergi og lagleg
vistarvera fyrir hjón
meS eitt barn.
Svefnbekkir, sem komið er.fyrir í
vinkil, til að fá meira gólfrými.
Rúmteppi úr grófu bómullarefni.
Borðið úr ólituðu birki, ruggustóll
úr birki, en rauðmálaður, sæti og
bak úr fléttuðum marhálmi. Fær-
anlegur skermur, með tveim eða
fleiri vængjum, aðskilur svefnpláss
barnsins. Á gólfinu er einlit rya-
motta.
2
3
Notalegt svefnherbergi
hjóna, þar sem börnin eru
flogin úr hreiSrinu.
Dökkt „gamaldags“ veggfóður,
gluggatjöld og dúkar á náttborð
úr sama efni. Rúmið dökkmálað,
með nokkuð háum göflum. Borð-
lampar á háum fótum á náttborð-
unum. Rúmteppið heklað og gólf-
teppi yfir allt gólfið.