Vikan


Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 39

Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 39
KX ftft XX ftft ftft XX XX XX ftft XX XX XX XX XX XX X] x: xa xa xi XX X X X X X X X X X X X X » X X X X X X X X X Srax»a“S»»a»K8*xKR»»ttS”«5S3S5« HONIG VÖRUR HEIMSÞEKKTAR VÖRU R biðja hann um að fara með sig á brott. En þess ! stað hló hún glað- lega og sagði: — Velkominn Rich- ard! — Þakka þér fyrir, sagði hann, og leit ákveðinn á hana. — Er allt eins og það á að vera? Hún kinkaði kolli. — Þakka þér fyrir bókina, sagði hún lágt. — Komdu inn og fáðu þér eitthvað að drekka. David kom á móti þeim. Júlía kynnti þá. Henni hafði alltaf fund- izt David hávaxinn, en við hliðina á Richard var hann hreinn dvergur. — Komið með mér og heilsið upp á einkaritarann minn, sagði David og rétti honum glas. —• Hún er svo hrifin af kvikmyndum yðar, og er að deyja af löngun eftir að kynnast yður. Júlía beit á vörina. Nokkru síðar fór hún fram í eld- hús ,til að fá sér vatn að drekka og stóð um hríð við eldhúsborðið. Hopkins hafði stokkið upp á borðið, og hún strauk honum, eins og utan við sig. Eftir stundarkorn heyrði hún fótatak fyrir aftan sig. Richard de Lisle stóð rétt innan við dyrnar. Júlía fleygði sér i fang hans, eins og fugl„ sem leitar hælis. Þau stóðu kyrr og þögul í faðmlögum. Svo sagði hann: — Ég veit að það er rangt af mér að haga mér svona,- mér þykir líka leiðinlegt að verða til þess að trufla líf þitt, en ég er bókstaflega band- vitlaus í þér. Þú hverfur aldrei úr huga mínum, ég get ekki sofið, get ekki einbeitt mér að vinnunni, ég get ekki einu sinni hugsað. Ég veit að ég á ekki að segja þetta, Júlía, ég verð að hitta þig eina, við verð- um að hittast. Rödd hans var mild og ísmeygi- leg. Hún fann hlýjar hendur hans við bert bakið, og henni var Ijóst að mótstöðukraftur hennar var horf- inn. — Á mánudaginn, hvíslaði hún. — David fer þá að borða í klúbbn- um. — Ég hringi þá til þín á mánu- dag. Hann lagði lófana blíðlega um andlit hennar. — Lofaðu mér því að sjá þig ekki um hönd, hvíslaði hann. — Mundu að ég elska þig. Svo sleppti hann henni, og hefði ekki mátt vera augnabliki síðar. David kom inn í eldhúsið. En það var greinilegt að hann hafði ekki orðið var við neitt, því hann var glaðlegur og talaði hressilega við þau. — Jæia, hérna eruð þér þá, sagði hann við Richard. — Konan yðar vill víst fara heim. — Þetta var vel heppnað sam- kvæmi, sagði hún við David, þeg- ar gestirnir voru farnir. — Hvað finnst þér? — Það bezta sem við höfum haft, tók hann undir. Júlía gat ekki á sér setið, hún varð að tala um Richard. — Finnst þér de Lisle-hjónin ekki skemmtileg? sagði hún. — Hún er dásamleg kona, sagði David, — en hann er nú ekkert sér- stakur. — Hvað áttu við? sagði Júlía. — Finnst þér hann of listamannsleg- ur? — Ekki svo mjög. En hann virð- ist hafa háar hugmyndir um sjálf- an sig. Hann lét ekki Suzy vesaling- inn í friði. - Suzy? — Já, hann bað hana eiginlega sfrax að fara með sér til Parísar. Að lokum neyddist hún til að lofa því að borða með honum hádegis- verð á morgun. Hún bað mig um að láta hringja til hans, snemma í fyrramálið og segja að hún væri veik. iiBiwnii MYNDATÖKUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA * FERMINGARKIRTLAR Á STOFUNNI * III HllinK uu Garðastræti 2 - Reykjavík - Sími 20900 41 tbl VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.