Vikan


Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 43

Vikan - 09.10.1969, Blaðsíða 43
sér seðlanúmerin? Nei, það hafði hann ekki gert. Hvað hafði hann sagt við bankann? Að hann þarfnaðist peninganna til launa- greiðslu. Síðast bar Hawk fram spurn- inguna, sem honum var efst í huga: — Hvers vegna sendirðu Bron- ston? Hvers vegna fórstu ekki sjálfur? McNulty hikaði lengi. — Ég er mjög skapbráður, sagði hann að lokum. — Ég ótt- aðist, að ég kynni að missa stjórn á mér. Bronston reis á fætur, en Hawk lét sem hann sæi hann ekki. —- Eitt get ég ekki skilið. Börnum ykkar er hótað lífláti, og mikil fjárhæð er í veði. Hvers vegna höfuðið þið ekki samband við okkur? Nancy varð fyrir svörum: —■ Hann sagði, að ef við fær- um til lögreglunnar, myndu börnin verða að gjalda fyrir það. McNulty reis á fætur og gekk um gólf. — Ég get sagt það allt eins og er. Ég vildi ekki fá húsið fullt af fávísum snuðrurum með vælandi gaulur og rauð hverfi- Ijós. í fyrsta skipti tókst Hawk ekki að halda aftur af reiði sinni. — Þess vegna heppnast svona — vegna þess að fólk tilkynnir það ekki! Hefur þú engar taugar til annars fólks, enga ábyrgðar- tilfinningu? — Ekki, þegar börnin mín eru annars vegar. — Og hvers vegna heldur þú, að hann láti ykkur svo í friði? Hann kemur örugglega aftur, þegar hann sér, að það heppnast einu sinni. — Nei, það gerir hún ekki, svaraði hann glottandi. — Ég veit, að það er kona, sem stend- ur á bak við þetta. Heldur þú, að ég hafi bara afhent peningana, án frekari ráðstafana? Ég hafði skrattakornið mann, sem fylgdist með öllu saman. Hann er nú á slóð hennar, til að kála henni og færa mér aurana aftur. Hvernig lízt þér á? Ég vernda börnin mín, fæ peningana aftur, og sé til þess að hún fái makleg málagjöld! Ég vænti þú neitir því ekki, að það sé ábyrgðartilfinning. — Áttu við.... — For helvíti, varðstjóri, það skiptir engu máli hver vinnur skítverkin — þið eða ég! .— Það skiptir nefnilega miklu máli, svaraði Hawk og tókst nú að hafa vald á geði sínu. — Hún er nefnilega saklaus. Hún er að- eins milliliður. Hún var kúguð til að gera þetta — að viðlagðri hótun um dauða! — Ef þú ert að reyna að snúa á mig...... — Hver er að veita henni eft- irför? — Ég skal kalla hann til baka. — Ég vil fá nafn hans. Annars verður þú ákærður fyrir að stuðla að morði. McNulty hugsaði sig ögn um. — Hvenær fæ ég peningana mína aftur? spurði hann svo. — Ef hún er milliliður, eins og þú staðhæfir. — Þegar við höfum upplýst málið. — Þú meinar EF þið upplýsið það. — Kannski. Jæja, fæ ég nafn- ið, eða verð ég að handtaka þig? — Hann verður að hafa hand- tökuheimild, gall Bronston við. — Haltu kjafti, hreytti Mc- Nulty út úr sér. — Það er enginn að veita henni eftirför, sagði hann svo við Hawk. — Það varst bara þú, sem fékkst mig til að spinna það upp, með þessum hel- vítis sjálfbirgingshætti.... — Hvernig veiztu þá, að það var kona? — Bronston sagði mér það í símann. Hawk reis á fætur. — Ef þú ætlar að myrða ein- hvern, sekan eða saklausan .... — Reyndu ekki að hafa í hót- unum við mig, snuðrari, þrum- aði McNulty. — Enginn kvið- dómur í heiminum myndi sak- fella mann, sem reynir að vernda börnin sín. Hann dró djúpt andann og hélt svo áfram: — Ef þú hefur fleiri spurning- ar, skal ég svara þeim, en ég rökræði ekki við þig, hvað ég hef frekar á prjónunum í sam- bandi við þetta. Helen sýslaði í íbúðinni, eftir var að ganga úr skugga um, að gluggatjöld væru fyrir dregin og gluggar lokaðir. Skynsemin sagði henni, að þetta væri hlægilegt, enginn gæti staðið fyrir utan og hlustað eða kíkt. En samt.... Hún opnaði ofninn, tók fram pakkann, bar hann inn í svefn- herbergið og lagði hann á rúmið. Þegar hún opnaði kassann, sá hún raðir af hundrað dollara seðltun. Hún tók einn þeirra upp, bar hann að ljósinu og sá trefj- arnar í pappírnum. Svo tók hún að telja. Það var langt og þreytandi verk, og henni 1 fannst það ónauðsynlegt. Hversu skipti það hana, hvort það væru örugglega tvö hundruð þúsund i pakkanum? En hún vildi ekki láta þjófkenna sig, það meira að segja af hálfu fjárkúgara, ef fórnarlambið hefði dregið eitt- hvað undan. Hún var í miðju kafi, þegar síminn hringdi. Hún hentist upp, svo hundrað dollara seðlarnir þyrluðust eins og ský í kringum hana. Hafði einhver skipt um klukkur í símanum? Hann var ekki vanur að hafa svona hátt. Hún lagði frá sér seðlana og tók upp tólið. Henni til léttis, heyrði hún lága, áhyggjufulla rödd Franks. — Oh, hvað þú gerðir mér bilt 41. tbi. VIKAN 43 Jólalerð Gullfoss Ferðizt í jólaleyfinu. - Njótið hátiðarinnar og áramótanna um borð í Gullfossi. - Áramótadansleikur um borð í skipinu á siglingu í Kielarskurði. - Skoðunar- og skemmtiferöir í hverri viðkomuhöfn. 16 DAGA FERÐ - FARGJALD FRA KR.13.008,oo TIL KR. 21.393,00 Söluskattur,fæði og þjónustugjald innifalið. FERÐAÁÆTLUN: FRA REYKJAVlK I AMSTERDAM I HAMBORG 23. des. 1969 27. og 28. des. 29., 30. og 31. des. í KAUPMANNAHÖFN TIL REYKJAVlKUR 1., 2. og 3.jan. 1970 7. jan. 1970 H.E EIMSKIPAFELAG ÍSLANDS

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.