Vikan


Vikan - 18.12.1969, Page 6

Vikan - 18.12.1969, Page 6
Oft lifa þeir lengi, sem með orðum eru vegnir. íslenzkur málsháttur. SIÐAN SÍÐAST 9 fólk í fréttunum Annar eins hamagangur út af myndum hefur ekki orðið síðan Abraham Zapruder seldi LIFE 8 mm kvikmynd af morðinu á John F. Kennedy, fyrir 6 árum síðan. Sá sem nú hefur myndir dagsins, er 28 ára gamall fyrrverandi herljósmyndari, Ron- ald L. Haeberle, og umtalaðar myndir sýna lík sundurtættra suður-víetnamskra borgara, eftir að hermenn Sáms frænda höfðu gamnað sér við að reyna skothæfni sína á þeim. Er sagt að Life hafi borgað Haeberle rúmar 10 milljónir ísl. fyrir þessar 18 myndir. Á meðan hann nýtur góðs af peningunum, íhuga ráðamenn í Pentagon hvort ekki væri rétt að stefna þessum fyrrverandi liðþjálfa fyrir rétt, þar sem hann sé ekki réttur eigandi myndanna; hann hafi verið að gegna skyldustörfum sínum þegar þær voru teknar, og að auki notaði hann tæki hersins til þess arna. Hann lætur sér þó fátt um finnast, og spekúlerar sjálfur í að höfða mál á hendur CBS, New York Times og New York Post, fyrir að hafa tekið myndirnar ófrjálsri hendi upp úr blaðinu Cleveland Plain Dealer, en það blað hafði fengið nokkrar myndanna, áður en Life keypti þær, til birtingar. Um daginn sögðum við frá því er Mar- garet Mead tilkynnti öldungadeild banda- ríska þingsins að hash og marijuana (cannabis) væri algjörlega hættulaust. Sama dag var frú Martha Mitchell, eigin- kona dómsmálaráðherra USA á kynnis- ferð um hæli fyrir eiturlyfjasjúklinga, og fékk að reka nefið í reyk frá cannabis. Það var ekki að spyrja, hún fékk einhver leiðindi í háls, nef, augu og munn, og skoraði á frú Mead að hringja í sig og segja sér aftur að cannabis væri hættu- laust. Síðan, sama dag, kom frú Mitchell fram í sjónvarpsþætti hjá NBC, og þar kom í ljós að hún hafði eitthvað á móti demonströntum Víetnamsstríðsins í Washington, og kallaði þá kommúnista. „Ég skal bara segja ykkur,“ sagði hún, „að maðurinn minn sagði um leið og hann leit út um gluggann á skrifstofunni sinni, að þetta liti rétt eins út og sovézk bylting. Og hann hefur oft sagt, að hann vildi feginn taka nokkra þessa frjálslyndu skunka hér í landinu okkar og skipta á þeim fyrir nokkra rússneska kommúnista . . .“ Á meðan þrír þeirra halda til tunglsins, er einn í Izmir til að hitta ástmey sína, stóð stórum stöfum á forsíðu Húrriyet, sem er stærsta dagblað Tyrkjans. Senni- lega hefur Scott Carpenter, sem eitt sinn sigldi um himingeiminn í bandarísku geimfari, haldið sig vera óþekktan í Izmir, þar sem hann var að heimsækja unga stúlku er hann hafði kynnzt í USA, en hann hefur nýlega fengið skilnað frá konu sinni, að borði og sæng og verður allt klappað og klárt í vor. En Carpenter hafði ekki reiknað með því að stúlkan Umran Baradan, sem er 24 ára og listmálari, hafði haldið blaða- mannafund þar sem hún lýsti því yfir að þau ætluðu að giftast þegar hann væri laus við konuna. KYNÞÁTTAVANDAMÁL í HOLLANDI Frá stríðslokum hefur legið nokkuð stöðugur straumur litaðs fólks til Hollands, landsins sem barðist sem mest fyrir því að halda og fela ofsótta gyðinga á stríðsárunum. Fólk þetta er aðallega frá Indónesíu og hafa viðtökurnar hingað til verið heldur slæmar og fer hrakandi Indónesarnir þjónuðu dyggi- lega í her hollenzku krúnunnar í Indónésíu hér áður fyrr, og þegar Indónesía fékk sjálfstæði sitt árið 1949, voru tæplega 13000 blakkir íbúar eyjanna fluttir til Hollands í öryggisskyni. Var ætlunin að þeir dveldu þar að- eins um stundarsakir. En þar sem meirihluti Indónesa lítur á þetta fólk, sem flest er af Am- boinesa-ættflokknum, sem venju- lega föðurlandssvikara, hafa þeir blökku haldið fyrir í Hollandi og nú eru þeir orðnir um 30.000. Hollendingar, margir hverjir, sýna þeim lítið annað en andúð og hafa sumir leiðandi menn í því blauta landi lýst yfir vax- andi áhyggjum sínum af ástand- inu. Meðal annars sagði lögreglu- maður í Zeeland nýlega í blaða- viðtali: „Ef ástandið skánar ekki á næstunni, þá lendum við í sömu vandræðum og þeir í Ameríku.“ Og þekktur, hollenzkur blaða- maður, Johann Phoff, sagði ekki alls fyrir löngu: „Það er auðvelt að tala um kynþáttamisrétti þeg- ar ekki eru nema örfáir blökku- menn í landinu þar sem maður býr. En þegar þeir eru allt í einu orðnir 30.000, þá fer maður að skilja hvað orðið „fordómar" þýðir.“ Myndin sýnir ungan Hollend- ing, sem giftist stúlku úr hópi Amboinesa, og hefur verið út- skúfaður fyrir bragðið. * NÝR FRIÐARSÖNGUR John Lennon hefur alls ekki gefizt upp við það ætlunarverk sitt að koma á friði í heiminum, og hann tekur sífellt upp á eitt- hverju nýju í baráttunni. Er þess skemmst að minnast að hann gaf út plötu með laginu „Give Peace a Chance". En nú virðast fleiri r n Virðuleikinn var fundinn upp til að dylja iðjideysið. V_____________________J hafa slegist í hópinn. Þjóðlaga- söngvarinn Pete Seeger, sem m.a. samdi , Where Have All the Flowers Gone“. birtist allt í einu við hljóðnemann við Washington minnismerkið í höfuðborg Bandaríkjanna og hóf að syngja „Give Peace a Chance“. Rúm- lega 250.000 manns tóku þegar undir og var lagið notað alveg óspart það sem eftir var mót- mælaaðgerðanna gegn Viet Nam- stríðinu. Lennon sjálfur var ákaflega ánægður með þetta, enda var lagið samið til þess að fólk syngi það. Hafði hann frá upphafi hugsað sér að það yrði nokkurs- konar vörumerki fyrir „fram- leiðsluvöru kallaða Frið“. Sagði hann að friður yrði að vera „stór bíssniss fyrir alla“. — Finnst okkur stórbítillinn eiga hrós skil- ið fyrir staðfestu sína og ein- beitni, þó undarleg sé hún. ☆ (i VIKAN 51. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.