Vikan


Vikan - 18.12.1969, Qupperneq 10

Vikan - 18.12.1969, Qupperneq 10
Nú er komin út bólc eftir Norman Zierold, sem heitir ein- faldlega GARBO, og þar kemur fram að Greta Garbo er alls eklci sú ráðgáta, sem stöðugt liefur verið talað um. I’essi sögulega sœnska kvikmyndastjarna á ennþá milljónir aðdáenda um allan heim, þótt hún sé orðin 64 ára, og hefur ekki leikið í kvikmynd síðan árið 1941 ■ Hin „einmana“ Greta á fjöldann allan af vinum, og lifir skemmtilegu samkvœmislífi, bæði heima hjá sér og á ferðalögum um heiminn........ FYRSTI HLUTI Hinir gömlu Grikkir áttu sína guði, miðaldirnar dýrlinga, og lengi hafa kóngar og drottning- ar átt sína aðdáendur. Nú, en þó sérstaklega á veldistímum Holly- wood, eru það kvikmyndastjörn- urnar, sem eru tilbeðnar. Þær voru bornar fram fyrir áhorfend- ur í geysistórum kvikmyndaver- um Metro-Goldwyn-Mayer, Para- mount, Warner Brothers og Fox, og var stjórnað af harðsvíruðum einvaldsdrottnum (hinum svo- kölluðu mógúlum). Áhorfendur gerðu þessu fólki upp einkalíf í samræmi við þau Hinn margrómaði vangasvipur er ennþá heillandi. D D hlutverk sem það túlkaði á kvik- myndatjaldinu. Douglas Fair- banks eldri var hin dæmigerða, hrausta hetja (hann lék Zorro, Hróa Hött o. fl.). Humprey Bo- gart var ekki hinn fúli skúrkur, sem hann sýndi á tjaldinu, í einkalífi sínu, þvert á móti. Þó voru tvær stjörnur, sem venju- lega léku hlutverk í samræmi við sinn eigin persónuleika, og það voru þau Gary Cooper og Katherine Hepburn. Theda Bara, sem eiginlega var fyrsta gleðikona og mannæta kvikmyndanna, var skikkanleg og góðlát Gyðingastúlka frá Cin- cinnati, sem aldrei flekaði nokk- urn mann í einkalífi sínu. Rud- olph Valentino var ítalskur pilt- ur, sem reyndi að halda ímynd- inni frá kvikmyndunum, sem „glæsilegasti elskhugi í lieimi“, og það varð honum að falli. Það sama má segja um stórstjörnurn- ar Jean Harlow og Marilyn Mon- roe. En líf þeirrar konu, sem hér verður fjallað um, og sem var hin ókrýnda drottning kvik- myndanna i meira en þrjá ára- tugi, hefur hvorki verið harm- saga né dans á rósum. Það verð- ur auðvitað ekki hægt að líta burt frá afdrifaríkum atvikum í lífi hennar, en þau hafa ekki orðið orsök ofdrykkju, eiturlyfja- nautnar eða sjálfsmorðstilrauna. Hún var listakona í eðli sínu, greind og heilbrigð í hugsunar- hætti, og það hefur orðið henni að leiðarstjörnu í lífinu. Greta Garbo kom til Holly- wood, þegar hin miklu kvik- myndafélög voru í öllu sínu veldi. Kvikmyndirnar frá Holly- wood, sem þá voru þöglar, voru allsráðandi á heimsmarkaðnum. Charlie Chaplin var frægasti skopleikari heimsins, Mary Pick- ford var „unnusta alls heimsins". Gloria Swanson var hin dæmi- gerða heimskona, og kórónaði þann orðstír með því að giftast markgreifa af evrópskum ættum. Garbo var alveg ný týpa í Hollywood. Hún var hávaxin og axlabreið, á þeim tíma, þegar stjörnurnar voru yfirleitt mjög smávaxnar; hún var hugsandi og hlédræg, þegar það var í tízku að vera kátur og gáskafullur. Forráðamenn MGM grufluðu út í það, hvernig bezt væri að aug- lýsa hana, en það kom í ljós af sjálfu sér. Fyrsta hlutverk henn- ar var í kvikmyndinni „The Torrent“, og hún hlaut mót- tökur hjá nhorfendum, sem tendruðu þann eld, er aldrei hef- ur slokknað. Þegar hún túlkaði ástina var hún ástríðufull, en alltaf kvenleg. Hún átti aðdáend- ur jafnt meðal kvenna og karla. Svo var hún alltaf dálítið dular- full og fjarræn, og það hafði kyngimögnuð áhrif í landi, þar sem kreppan vofði yfir, þótt al- Hún er ekki svo einmana sem almenningur heldur.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.