Vikan - 18.12.1969, Side 15
Við ættum kannske að reyna að
skilgreina hinar ýmsu greinar sálfræð-
innar . . .
Poppstjarnan og sálfræðingur-
inn mættust í sjónvarpsþætti nú
ó dögunum, sem alþjóð veit, og
yfirleitt eru allir sammála um að
sjaldan hafi nokkur verið svo já-
kvæður í garð ungu kynslóðar-
innar, sem sálfræðingurinn ungi.
Hann heitir Geir Viðar Vil-
h;álmsson, fæddur og uppalinn
Reykvíkingur, en hefur gert víð-
reist; numið sálar- og læknis-
fræði í Þýzkalandi og Sviss og
leikið sér við kolkrabba í Mexí-
kó. Nú er hann kominn til ís-
lands, kvæntur og farinn að
leggia stund á læknisfræði við
Háskóla íslands.
Mestum sínum tíma ver hann
við háskólann. Helmings tímans
notar hann til námsins og hinn
helminginn til ýmiss konar fé-
lagsstarfa.
Hann fór að fá áhuga á sálar-
fræði þegar hann var í 5. bekk
Menntaskólans í Reykjavík, og
strax að loknu stúdentsprófi vor-
ið 1961 hélt hann til Freiburg í
Þýzkalandi, þvi kunningi hafði
mælt með sálfræðinámi þar.
í Freiburg dvaldi Geir til að
byrja með í tvö misseri, en síð-
an fór hann til Genf og var þar
í tæpt ár við að læra og „flikka
upp á frönskukunnáttuna", eins
og hann segir sjálfur. Þar lagði
hann sérstaka stund á barnasál-
fræði.
í Genf fór Geir að fó áhuga á
f'eðiækningum, og fljótlega eftir
að hann kom aftur til Freiburg
lét hann einnig innrita sig í
læknadeildina í háskólanum þar.
Freiburg var svo aðaldvalarstað-
ur hans næstu árin og lauk hann
þar 1. hluta prófi í læknisfræði
og magistersprófi í sálfræði.
Við ræddum við Geir ekki alls
fyrir löngu:
„Áður en við höldum lengra,“
sagði Geir, „þá ættum við að
reyna að skilgreina hinar ýmsu
greinar sálarfræðinnar, því sál-
fræðin er vísindagrein með
geysimörgum öngum og undir-
greinum. Má þar nefna þjóðfé-
lagssálfræði, barnasálfræði, til-
raunasálfræði og jafnvel dýrasál-
fræði. Þá er hægt að sérhæfa sig
í sállyfiafræði, rannsóknum á
starfsemi miðtaugakerfisins og
svo margt og margt. Flestir ís-
lendingar sem lagt hafa stund á
sálfræðinám hafa farið út í hag-
nýta sálfræði, ráðgefandi sál-
fræði eins og skólasálfræði eða
þá klíniska sálfræði.
Það er þessi klíníska sálfræði
sem flest fólk hugsar um þegar
talað er um sálfræði. Slikir sál-
fræðingar vinna á geðdeildum
sjúkrahúsa eða þá sjálfstætt.
Þeir leggja alls kyns hæfileika-
og persónuleikapróf fyrir fólk,
hvort heldur sem eru sjúklingar
eða einstaklingar sem þarfnast
ráðlegginga í sambandi við náms-
eða stöðuval.
Fólk ruglar mikið saman hug-
tökunum sálarfræði eða sálfræð-
ingur og geðlæknir eða geðlækn-
isfræði. Þetta eru tveir ólíkir
hlutir, því sálfræðin er sjálf-
stæð vísindagrein, en geðlækn-
isfræði er sérgrein læknisfræð-
innar. Þegar menn hafa lokið
almennu læknisprófi þá geta þeir
farið að sérhæfa sig í geðlæknis-
fræði.
Þá er annað sem vefst oft f.yrir
fólki og það er hugtakið sálkönn-
un, sem er þýðing á enska hug-
takinu psycho-analyst, en sál-
könnuðir eru menn, geðlæknar,
sálfræðingar eða jafnvel prestar,
sem eru sérhæfðir í ákveðinni að-
ferð við lækningu taugaveiklunar
og geðsjúkdóma. Það er aðferð
sem Freud fyrstur manna þjálfaði
upp, og byggist á langtíma könn-
unum og viðtölum við síúklinga."
..Einhver sagði mér að þú hefð-
ir dvalið í Mexíkó við að rann-
saka kolkrabba, hvað er til í
því?“
„Það er allt til í því, ég var
fyrir vestan haf sumarið 1967.
og 1968 og var þá í Mexíkó
með bandarískum sálfræðing-
um, sem ég hafði kynnzt á sál-
fræðiþingi í Moskvu. Við unn-
um þarna að því að rannsaka
lærdómshegðun kolkrabba. Þetta
voru algiör brautryðjendastörf.
því við þurftum að byrja á því
að veiða dýrin, þá varð að finna
út hvernig hægt var að halda
þeim lifandi og svo þurftum við
að smíða þau tæki sem við
vildum nota til að mæla þær
stærðir í hegðuninni sem við
höfðum áhuga á að mæla.“
„En til hvers er verið að rann-
saka hegðun kolkrabba? Er það
Sá sem tekur lyfið þegar hann er með tannpínu er ekki öfundsverður . . . -JP'
Cannabis ætti ekki að vera vandmeðfarnara en áfengi, því það er ekki svo
sterkt. m.