Vikan


Vikan - 18.12.1969, Qupperneq 17

Vikan - 18.12.1969, Qupperneq 17
 í þessu sambandi, er að Gylfi Ás- mundsson, sálfræðingur, hefur staðlað amerískt próf, sem hefur verið notað mjög mikið þar vestra, langur spurningalisti, rúmlega 500 spurningar, og kall- að MMPI, eða Minnesota Multi- phasic Personality Inventory, og samkvæmt niðurstöðuin úr stöðl- un á því prófi, hefur komið í ljós að íslendingar eru innhverf- ari og meiri kleyfhugar en til dæmis Bandarikjamenn. En til þess að geta sagt nokk- uð um hvernig íslendingar eru staddir hvað geðheilsu snertir, þyrftu að liggja fyrir mun meiri niðurstöður úr rannsóknum. Hitt er annað mál að vel má vera að hægt sé að tala um að ein eða önnur hlið þjóðfélagsins, einhver þáttur þess, sé sjúkur, vegna þess að hann væri illa starfshæf- ur. Tökum sem dæmi efnahags- líf okkar: Við búum hér við geysileg auðævi, þar sem eru fiskimið okkar. Við ráðum yfir dýrmætu hráefni, fiski, sem er geysi- leg eftirspurn eftir í heiminum, 2<5 hlutar heimsins þjást jú af hungri og vannæringu og þá virð- ist það fáránlegt að hugsa til þess að við getum ekki lifað hér mannsæmandi efnahagslífi sem þjóð. Og þannig mætti kannske spyrja hvort þessi hlið íslenzks þjóðfélags, efnahagshliðin, sé sjúk. En þá erum við bara komn- Framhald á bls. 34. Geir og Ingibjörg á tröppunum heima hjá sér, en húsið er teiknað af föður- bróður Ingibjargar, Jóhanni Eyfells, listamanni. Þessi mynd er tekin á svokallaða „fiskaauga“-linsu og sýnir (frá vinstri): Ingibjörgu, Geir og blaða- mann Vikunnar. mL- ^^Vitnað í Margaret Mead: — Bann- ið er í sjálfú sér miklu hættulegra en óhófleg notkun lyfjanna, því mariju. ana er skaðlaust . . . hjálp þessara litabreytinga húð- arinnar, því kolkrabbinn getur einnig gert alls konar kúnstir með húðinni; framkallað hrukk- ur og mynstur af mikilli fjöl- breytni. En þetta er algjörlega órannsakað mál, svo það er ekk- ert hægt að fullyrða um það. Ne', þetta voru náttúrulega engir risakolkrabbar, þessir sem við vorum með voru ákaflega meðfærilegir, ca. 700—1000 grömm.“ í nokkurn tíma ræddum við svo vítt og breitt um kolkrabba svona yfirleitt og kom í ljós að þeir eru ágætis matur en síðan snerum við okkur hér upp á klak- ann og að andlegu heilbrigði vík- inga velferðarþjóðfélagsins. „Ég treysti mér ekki til þess að segja mikið um það,“ sagði Geir. „Tíðni geðsjúkdóma er á’kaflega svipuð hvar sem er í heiminum. Það væri þá helzt að taugaveiklun væri misjafn- lega mikil eftir löndum. Eitt af því fáa sem fyrir liggur

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.