Vikan


Vikan - 18.12.1969, Síða 18

Vikan - 18.12.1969, Síða 18
EG MMtH IVSSNAIISRCII: FLJdCII TIL ÍTALII Tsironis var taugaóstyrkur og þegar hann skipaSi flugmanninum aðfara til ítalíu svaraði hann: - Hvað sögðuð þér? Vassilis Tsironis hafði ekki fyrir því að kaupa sér miða með Olympic Airways, þó það sé nokkuð algengt meðal þeirra sem vilja ferðast með þessu flug- félagi Onassis's. Læknirinn með Fidel Castro- andlitið var allt of þekktur, og hann hafði nýverið frétt að inn- anríkisráðuneytið vantaði bara einhverja átyllu til þess að hand- taka hann og taka til við að pína hann á ný. Halda honum til mis- þyrminga og langra. tilgangs- lausra yfirheyrsla. Og hann gat alveg eins reikn- að með því að þeir myndu gefa út handtökuskipun á hann á hverju augnabliki. Þeim myndi komið fyrir á hverri landamæra- stöð og þá kæmist hann ekki langt. Vassilis Tsironis, leiðtogi Þjóð- frelsisfylkingarinnar í Grikk- landi tóf því að undirbúa sig fyr- ir skyndiferð til Agrinion, smá- borgar við landamærin sem liggja við Albaníu. Agrinion var fæðingarborg hans. Og enginn gat haft neitt við það að athuga þó hann vildi skreppa til Agrinion. Öryggis- lögreglan mátti svo sem vita það; hann var bara að heim- sækja ættingja og með fjölskyld- una með sér. Að auki: Hverjum myndi detta í hug að flýja frá Agrinion til Albaníu þar sem einræðið var jafnvel ennþá meira en í Grikklandi Papadou- poulosar? Tsironis hafði rétt fyrir sér þegar hann gerði áætlun sína. Enginn hafði neitt við hana að athuga, og eftir að hann kom til Agrinion fór hann þaðan í kyrr- þey og gisti á hótelum nótt og nótt, skipti sífellt um nafn. Skuggarnir sem sífellt höfðu fylgt honum — öryggislögreglan — missti af slóðinni. En öryggislögreglan hafði ekki miklar áhyggjur af því. Útsend- arar herforingjastjórnarinnar voru í hverju landi og Vassilis myndi aldrei þora að flýja — hann vissi hvað beið hans þegar búið væri að koma honum aftur til Grikklands ... Vassilis leit örlítið öðruvísi á málið: Hvaða framtíð átti hann í Grikklandi, þar sem jafnvel var búið að svipta börnin hans réttinum til að ganga í skóla vegna þess að skoðanir föður þeirra voru hættulegar öryggi landsins? „Á morgun,“ sagði Vassilis og handlék miðana sem hann hafði nýlega lokið við að teikna. Mið- ana sem átti að koma honum og fjölskyldu hans til frelsisins. Fjórtán ára sonur hans svaf í einu rúminu í skítugu hótelher- berginu og til fóta við hann lá yngri sonurinn, tólf ára gamall. Hvorugur hreyfði sig, og dimmir skuggar köstuðust á andlit Bar- böru, konu hans, þar sem hún sat á öðru rúmi og horfði skelfd- um augum á hann. Hún var íklædd eina kjólnum sem hún átti. Hitt hafði hún orðið að skilja eftir í Agrinion, og auð- vitað olli það henni miklum heilabrotum hvaða kjól hún ætti nú að taka. „Eg er hrædd,“ sagði hún. „Eg vil ekki þurfa að halda á byssu. Hugsaðu þér bara ef ég þarf að nota hana — hvað á ég þá að gera?“ „Þú þarft ekki að vera hrædd,“ svaraði Vassilis. „Ég á ekki einu sinni kúlur í hana svo hún verð- ur alls ekki hlaðin.“ Þau sváfu ekki mikið þá nótt, heldur lágu hljóð og hlustuðu á skvaldrið frá barnum fyrir neð- an. Þau voru óvön slíkum híbýl- um en þetta var nokkuð sem fylgdi því að ferðast undir dul- nefni. Undir morgun áttu þau orðið bágt með andardrátt vegna óloftsins, en þá loks var hægt að opna gluggann Vegna skorkvik- indanna hafði það ekki verið hægt yfir nóttina. „Við förum um morgunverð- artímann,“ sagði Vassilis. „Þá verða allir hér uppteknir við að borða og ganga um beina, svo við ættum að sleppa svo til óséð. Ég fer fyrst niður og borga reikninginn, síðan út og næ í leigubíl. Tíu mínútum síðar kom- ið þið með farangurinn — þið getið séð út um gluggann þegar ég kem aftur.“ „Allt í lagi,“ svaraði Barbara. Vassilis þreifaði eftir Lúger- byssunni sinni undir koddanum, og hann hryllti við er hann tók á henni, stórri og kaldri. Hann lét sér alltaf detta í hug leiðin- legar njósnamyndir þegar hann sá byssu. Nei, Vassilis Tsironis var sko enginn byssumaður. Næsta morgun, á leiðinni út á flugvöllinn, höfðu bæði Barbara og Vassilis það á tilfinningunni að allt gengi alltof vel. Þau áttu bágt með að telja sjálfum sér trú um að þau ætluðu bara að skreppa í smá ferð til Agrinion og því voru hverfandi möguleik- ar á því að „skuggarnir" þeirra tryðu því heldur. Vassilis reyndi 18 VIKAN »■ tbL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.