Vikan


Vikan - 18.12.1969, Page 19

Vikan - 18.12.1969, Page 19
Mörgum er vafalaust í fersku minni þegar gríski frelsissinninn og lækn- irinn Vassilis Tsironis rændi einni afflugvélum Olympic Airways ogflúði úr landi með fjölskyldu sína. Nú er hann kominn til Svíþjóðar og þar sagði hann frá hinni ævintýraiegu ferð sinni, sem hér fer á eftir. Tsironis ásamt einum syni sínum í Svíþjóð. þó að stappa stálinu í konu sína og sjálfan sig um leið. En hann var hræddur — hvað ef hann þyrfti nú að nota byssuna? Þau komust út á flugvöllinn og gengu um borð í DC-þristinn. Allt var í lagi og eini maðurinn sem ekki var í borgaralegum klæðum var gamall verkamaður sem fékkst við að dæla olíu á vélina. Jú, þarna var maður í einkennisbúningi en hann gekk bara fram og aftur undir véi- inni með vasaljós og lýsti inn í skrúfuholið. Alls konar hugsanir þutu í gegnum huga Tsironis-hjónanna á meðan flugvélin var að taka sig á loft; hóstaði og hristist og sleppti síðan jörðu með miklum hnykk og skaki. Síðan var allt kyrrt. Þau höfðu fengið sæti sitt hvorum megin við ganginn, við væn^ina. Vassilis settist vinstra megin og sonurinn, 12 ára, fyrir innan hann, við gluggann, en Barbara sat hinum megin með 14 ára soninn fyrir innan sig. Hún hafði ekki þorað að líta upp á meðan áhöfnin hafði far- ið inn í stjórnklefann. Hún sat grafkyrr og þrýsti að sér vesk- inu svo að litla skammbyssan kom fast við hana. Óhugnanlega fast. Sonur hennar við hliðina á henni sneri sér þannig að hann horfði beint í augu flugstjórans þegar áhöfninn gekk upp gang- inn. Drengurinn braut lengi heil- ann um það hvort flugmaðurinn hefði séð á honum að hann væri með hníf í vasanum.... Eftir hálftímn flu« losaði Vass- ilis örygvisbeltið. leit á Barböru og grein um Lúger-inn sem hann var með innan klæða. Hann geltk fram eftir vélinni og um leið og hann var kominn inn í stiórn- klefann tók hann bvssuna fram. Envinn hafði stöðvað hann á leiðinni og honum jókst örvgpis- tilfinnine. Gífurlesur hávaði mætti honum — sem var nokk- uð annað en sú kvrrð sem hann hafði búizt við í helgidóm flug- mannanna. Heleidómur, þar sem hann hafði búizt við að ríkti grafarkyrrð fyrir menn sem unnu að nákvæmum útreikning- um af mikilli einbeitni. Aðstoðarflugmaðurinn dinglaði fótunum kæruleysislega yfir stól- bríkina og las í blaði. Vassilis sá aðeins aftan á flugstjórann, þar sem hann sat og hélt um stýrið. Hér inni var vélarhljóðið margfalt sterkara en frammi í farþegarýminu. Vinstra megin við Vassilis voru nokkur búr með lifandi dýrum og hinum megin voru stórir blaðastaflar. Uppi á hillu voru alls kyns flók- in tæki með ljósum sem blikk- uðu í sífellu. Skeggjaði læknirinn og stjórn- málamaðurinn tók fjögur skref fram á við og beindi Lugernum að flugstjóranum. Hann hand- lék byssuna rétt eins og maður- inn sem hafði selt honum hana. Flugvélin tók dýfur og minnstu munaði að Vassilis dvtti. En hon- um tókst að standa á fótunum og þá kom að því: ..Eluisðu til Ítalíu!“ Flugstjórinn hreyfði sig ekki. en aðstoðarflugmaðurinn leit kærulevsis\e?a á Vassilis og pot- aði með tánni í yfirmann sinn, um leið og hann benti honum með höfðinu á byssumanninn. Flugstiórinn sneri sér við. Frammi í farþegarýminu stóð Barbzara og beindi litlu, óhlöðnu skammbyssunni sinni að farþeg- unum. Eneinn þeirra hreyfði sig. Flugstjórinn var vingjarnlegur á svipinn þegar hann horfði á Vassilis Tsironis sem stóð við hlið hans með sína voldugu Lúg- er-byssu í hendinni. „Hvað sögðuð þér?“ hrópaði hann. „Þér verðið að fljúga til ítal- iu!“ æpti Vassilis á móti og reyndi að yfirgnæfa vélargný- inn. „Eg hef ekki eldsneyti til þess!“ hrópaði flugstjórinn til baka og beygði sig áfram svo Vassilis gæti séð á benzínmæl- inn. Vassilis vissi ekki að þetta var brella, en hann ótti engra kosta völ. „Farið þá til Albaníu!" Vassilis fannst svarið sem hann fékk eiginlega alltof ein- falt. ,.Allt í lagi. Þá förum við til Albaníu.“ Tsironis gerði sér ljóst að breytt var um stefnu en hann gat ekki vitað í hvaða átt. Hann hætti að brjóta heilann um það varð að vona það bezta — en fór að hugsa um hvernig gengi hjá Barböru frammi í farþega- rýminu. Skyndilega sagði flugmaður- inn: „Tirana í Albaníu er næsti stóri flugvöllur, en við höfum bara ekki benzín til að ná þang- að. Hafðu samt engar áhyggjur, ég skal koma þér niður einhvers staðar í Albaníu.“ Þetta var nærri því eins og samvinnufélag. Eftir stutta stund hóf flugmað- urinn að lækka flugið og hring- sólaði yfir grasvelli um leið og hann átti einhver orðaskipti við jörð í gegnum talstöðina. Hólftima eftir að flugvélin lenti var Albaníska alþýðulög- reglan komin á staðinn. Tíu vopnaðir lögregluþjónar í tveim- ur stórum bílum. Vassilis Tsironis steig fyrstur manna út úr flugvélinni, og síð- an Barbara með drengina. Hann strauk sveittan skallann og fleygði byssunni í áttina að gylltasta lögreglumanninum. Lögregluforinginn tók byssuna upp, tók úr henni magasínið og skoðaði það. Galtómt. Breitt bros færðist yfir varir lögreglumann- anna, og meira að segja á flug- stjóranum líka. Bragðið hafði heppnazt. „Eg er pólitískur flóttamaður,“ sagði Vassilis Tsironis. ■ír 5i. tbi. VIKAN lí)

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.