Vikan - 18.12.1969, Blaðsíða 20
Á þessu ári eru tvö hundruð ár liðin frá fæSingu Napóleons
Bonapartes, eins frægasta sigurvegara mannkynssögunnar.
AS uppruna var hann fátækur og frumstæSur útkjálkapiltur, en
umrót byltingarinnar veitti honum áSur óþekkta möguleika.
En hann varS ekki einungis einn snjallasti herstjórnandi allra
tíma, heldur og merkur stjórnvitringur, lagabætir og bakhjarl
vísinda og lista.
FYRRI GREIN DAGUR ÞORLEIFSSON
Teikning af Napóleoni á
æskuárunum, gerð af
einum skólabræffra hans
í Brienne.
„Napóleon keisari með
mörg þúsund menn.“
Eitt af mörgum sam-
tímamálverkum, þar
sem lögð er áherzla á
keisarann sem hetju-
ídeal.
'
EYJARSKEGGINN
SEM
EIGNAÐIST
KEISARADÆMI
Eítirfarandi orð sagði Blaise
borgari fyrir munn Anatoles
Frances: Trú mér, vinur minn,
maður þreytist á byltingunni.
Hún hefur staðið of lengi. Hrifn-
ing í fimm ár, faðmlög í fimm
ár, blóðbað, ræður, marselju-
kveðskapur, hættumerki, hástétt-
armenn hangandi í ljósastaur-
um, höfuð á stöngum, kvenfólk
ríðandi klofvega á fallbyssum
Frakkland þarfnast manns
með yfirburði, dugnað og hug-
rekki, manns sem gnæfir yfir
samtíð sína, jafnvel alla öldina,
lét Katrín önnur Rússadrottning
hafa eftir sér um sama leyti.
Jú, Frakkar voru orðnir leiðir
á stjórnarbyltingunni sihni og
ráku á hana endahnútinn með
því að hálshöggva Robespierre
tuttugasta og áttunda júlí 1794.
Og ekki leið á löngu áður en
fram kom með Frökkum garpur
sá, er Rússadrottning hafði
minnst á. Frakkar virðast mörg-
um öðrum þjóðum fremur þurfa
slíkra manna við, ef eitthvað á
að verða úr þeim, þótt löngum
megi um það deila hvort umrædd
stórmenni séu þjóð sinni fremur
til gagns eða tjóns, um það er
lýkur.
Raunar var þessi síðborning-
ur byltingarinnar ekki franskur
að þjóðerni og á margan hátt ó-
líkur Frökkum. eins og þeir eru
flestir sagðir vera. Móðurmál
Napoleones Buonaparte (það var
ekki fyrr en á fullorðinsárum að
hann fór að skrifa nafn sitt upp
á frönsku, Napoléon Bonaparte)
var ítalska og áherzlur þess
máls máðust aldrei til fulls úr
frönskunni hans. Hann er fædd-
ur í Ajaccio, höfuðstað Korsíku,
árið 1769, eða fyrir réttum tvö
hundruð árum. Ættin er sögð
upprunnin á Ítalíu og jafnvel
kynjuð frá Langbörðum, fólki
því germönsku er tók völd þar í
landi í lok þjóðflutningatímanna.
Hafi svo verið hefur þessi mesti
sigurvegari álfunnar okkar til
Hitlers daga varla haft útlitið
frá sínum germönsku forfeðrum.
Hann var stuttur og kútvaxinn
20 VIKAN “• tbI-