Vikan - 18.12.1969, Page 23
Karólína, yngsta systir Napóleons,
gift Murat.
Pálína, systir Napóleons og með
þckktustu léttlætiskonum aldarinnar
Þetta kom einnig fram í við-
horfi hans gagnvart Englending-
um. Að buga þá varð mál mál-
anna i lífi hans, og á því sprengdi
hann sig að lokum. Hann hataði
þá af því að þeir vildu ekki
beygja sig fyrir honum, þegar
þeir samkvæmt öllum venjuleg-
um útreikningi hefðu átt að vera
sigraðir. En jafnframt dáði hann
þá fyrir stolt þeirra og rólegan
virðuleika, sem byggðist á eld-
gömlum erfðavenjum. Svipað
þessu var viðhorf Hitlers til
Breta, enda má í ótrúlega mörgu
sjá hliðstæður með þessum
tveimur sigurvegurum.
Með árunum tamdi Napóleon
sér að sjálfsögðu eftir mætti fág-
un franskra hefðarmanna, en í
kjarna eðlis síns var hann stöð-
ugt Korsíkumaður, frumstæður,
barnalega stoltur og viðkvæmur
fyrir sjálfum sér, haldinn öfga-
fullri einstaklingshyggju, sem
fjölskylduhneigðin ein lagði
hömlur á. Hann var tortrygginn
og hefnigjarn en gat jafnframt
þegar síst varði átt það til
að sýna yfirþyrmandi göfuglyndi.
En jafnskyndilega gátu runn-
ið á hann hroðaleg æðisköst; þá
froðufelldi hann og argaði og
hellti blóðugustu svívirðingum
Bonaparte eldri, faðir keisarans.
Að ofan: Lucien, tápmestur bræðra
Napóleons. Hann féll í ónáð, er hann
gifti sig gegn vilja bróðurins. Til
vinstri: Markgreifafrú Visconti, vin-
kona Napóleons úr fyrstu Ítalíuher.
ferðinni.
reyndi. Hann tók sjálfan sig allt-
af grafalvarlega og kímnigáfan
var í minnsta iagi. Kæruleysið
og léttlyndið, sem er svo ríkur
þáttur í franskri skaphöfn, var
honum framandi. En hann var
listrænn. — Í5g elska valdið eins
og listamaður, sagði hann. — Ég
elska það eins og listamaður fiðl-
una sína, vegna tónanna og sam-
hljómanna sem hann nær úr
henni. Það var mikið til í þessu,
og um stjórnmálin fór Napóleon
lengi vel sönnum listahöndum.
í september 1785 steig Napó-
leon Bonaparte sitt fyrsta frama-
skref í hernum. Hann var þá út-
nefndur annar lautinant í stór-
skotaliðinu. Sá dagur varð hon-
um einna minnisstæðastur í lifi
hans.
Fjórum árum síðar braust
stjórnarbyltingin út. Napóleon
tók henni fagnandi, enda líklegt
að hún opnaði honum nýjar
Framhald á bls. 37.
Táknræn mynd af Napóleon, gcrð með skólavistina í Briennc og síðari vegsemd
í liuga.
yfir hvern nærstaddan, þar á
meðal erlenda diplómata (slengdi
sér þó ekki á gólfið og nagaði
teppi, eins og Hitler kvað hafa
gert, við svipuð tækifæri). Þess-
utan sýndi hann stundum vís-
vitandi dónaskap í umgengni við
fólk, sem honum líkaði ekki við
að einu eða öðru leyti. Hann var
enginn séntilmaður, eins og
Wellington hertogi sagði um
hann eitt sinn.
Það vantaði margt og mikið á
að honum tækist að verða
franskur, hversu mjög sem hann
Lutetia, móðir Napóleons.