Vikan - 18.12.1969, Page 25
Allra augu mændu á Batshebu, sem stóð ein á stigapallinum . . . .
nema Gabriel og frú Coggan, sem
var heima til að gæta hússins. Hún
varð að muna eftir að kaupa ein-
hverja gjöf handa henni. Aðeins
fjær sá hún búð, þar sem verið var
að selja mislit sjöl og hálsklúta, þar
gæti hún fundið eitthvað fallegt.
Batsheba sneri við.
Nokkrum metrum frá, bak við
sirkustjaldið, var maður að kemba
hesti. Hann beygði sig, reyndi að
fela sig bak við hestinn .Hann var
náfölur. Hún hafði þá komið til
markaðsins, það hafði hann ekki
tekið með í reikninginn.
Frank Troy fannst sem fætur hans
____ ■
aumi
gætu ekki borið hann. Hann hné
niður á kassa bak við tjaldið og
faldi andlitið í höndum sér. Hvað
átti hann nú að gera, hvernig átti
hann að losna úr þessari klípu?
— Flýttu þér nú, Bill, sagði sirk-
usstjórinn, sem kom að í þessu. —
það er bráðum komið að þér.
— Al, sagði Frank, og gerði sig
eins hásan og hann gat. — Ég get
ekki sungið, ég kem ekki upp
nokkru orði.
— Vitleysa. Þú öskraðir fullum
hálsi rétt áðan, ég heyrði það með
mínum eigin eyrum. Flýttu þér nú,
þú færð ekki kaup fyrir að hanga
þarna. Við erum búnir að selja að-
göngumiða fyrir fimmtíu pund.
— Þú skilur þetta ekki, sagði
Frank, miður sín af angist. — Það
er maður þarna inni, sem ég vil
ekki hitta, maður sem á hjá mér
peninga. Hann má ekki með nokkru
móti sjá mig.
— Það þekkir þig ekki nokkur
lifandi sál, með allt þetta skegg! Ef
þú breytir líka röddinni, þá getur
þú gabbað sjálfan fjandann.
Hann átti engra kosta völ Vinnan
við sirkusinn var léleg, en það var
það eina sem hann gat fengið, án
þess að tilgreina fyrrri atvinnu.
Hann hafði einfaldlega sagt að
hann héti Bill Smith, og allir höfðu
gert sig ánægða með þá skýringu.
Og hvern átti líka að gruna að Bats-
heba yrði svona fljót að komast yfir
sorgina hans vegna? Hann gat alla
aðra blekkt, en ekki hana. Það yrði
aldrei hægt að slá ryki í augun á
Batshebu.
Frank Troy leitaði uppi fyrir-
ferðamesta skeggið í farðakassan-
um. Fingur hans titruðu. Allt í einu
kom hann auga á mann, sem hall-
aði sér upp að tialdsúlu og virti
hann fyrir sér. Pennyways! Þjóf-
otti ráðsmaðurinn, sem Batsheba
hafði rekið burtu með smán. Hann
hafði ekki getað fengið vinnu, og
hann varð að bjarga sér sem bezt
hann gat. Nú stóð hann þarna og
starði á Troy, og það kom lymsku-
legur svipur í augu hans.
— Góðan daginn, liðþjálfi, sagði
hann fleðulega. — Svo að þér
drukknuðu þá ekki?
Sá leiði þræll! Fari hann til fjand-
ans!
— Nei, sú var ekki raunin, svar-
aði Frank. — Mér var bjargað. En
hvað eruð þér að gera hér?
Fjandans skeggið ætlaði aldrei
að tolla á honum. Eða voru það
hendur hans, sem voru svona ó-
styrkar?
— O, sagði Pennyway, í sama
lymskulega rómnum, — ég hafði
hugsað mér að við gætum átt við-
skipti.
Hann var frá sér numinn þegar
hún sveif með honum í dansinn.
— Burt; hvæsti Troy. — Burt héð-
an!
— O, látið ekki svona. Ég er viss
um að frú Troy verður himinlifandi
þegar hún heyrir þessi góðu tíðindi,
— haldið þér það ekki, liðþjálfi?
Pennyway hvarf, og Troy. stóð upp.
Hann gat ekki elt þrjótinn, hann
varð að hætta á að sýna sig! Hann
varð að ríða inn á sviðið, vona að
Batsheba bæri ekki kennsl á hann.
Hjartað barðist um í brjósti hans . . .
— Nú er komið að þér, Bill, sagði
sirkusstjórinn, eins og ekkert væri
um að vera.
Það var ekki um annað að gera,
hann varð að láta slag standa! Frank
Troy þrýsti skegginu fastar að kjálk-
unum og vatt sér á hestbak. Ves-
lings Gráni, sem var litaður kol-
svartur fyrir hverja sýningu. Hann
þeysti inn á sviðið, og sagið þyrl-
aðist eins og ský I kringum hófa
hestsins. Dunandi klapp og húrra-
hróp heilsuðu honum, og hann varð
strax nokkuð öruggari. Víð kápan
og barðastór hatturinn gerðu hann
líka torkennilegan. En ef til vill . . .
Hann réðist með heift á póstvagn-
inn, sem var ekið inn á sviðið, og
trúðar og fífl dönsuðu kringum
hann, og fleygðu því sem áttu að
vera eigur þeirra til hans. Ahorf-
endur öskruðu af hlátri, en Troy
heyrði það ekki. Hann hafði komið
auga á Batshebu við hlið Bold-
woods. Og hann sá Pennyway ryðja
sér braut til þeirra.
Trúðarnir fóru að fleyga tertum
hver framan í annann, cg Laban
Tall og Cainy Ball héldu sér hvor í
annan, máttlausir af hlátri. Frank
þeysti I hringi, lét sem hann rændi
Framhald á bls. 43