Vikan - 18.12.1969, Síða 33
Ráðgátan Greta Garbo
FYRSTA FLOKKS FRÁ FONIX
Neðstu þrepin slitna örar-
- en lausnin er á efsta þrepinu!
HAFIÐ ÞÉR TEKIÐ EFTIR ÞVÍ — að teppið á neðstu stigaþrepu num slitnar örar en á hinum. Sandur, stein-
korn; glersalli og önnur gróf óhreinindi, sem berast inn af götunni, þurrkast af skónum á neðstu þrepun-
um, setjast djúpt í teppið; renna til, þegar gengið er á því; sarga sundur hárin við bofninn og slíta þannig
teppinu ófrúlega fljótt. Og grófu óhreinindin berast líka inn á gólfteppin í sjálfri íbúðinni, inn um opna
glugga og á skónum, því ekki er alltaf gengið um teppalagðan. stiga.
En æðrist ekki - lítið bara upp hinn tæknilega þróunarstiga - þar blasir lausnin við - Á EFSTA ÞREPINU:
NILFISK - heimsins bezta ryksuga!
NILFISK VERNDAR GÓLFTEPPIN — því ekki skorfir sogaflið, og afbragðs teppasogsfykkið rennur mjúk-
lega yfir teppin, kemst undir lágu húsgögnin (mölur!) og DJÚPHREINSAR fullkomlega. NILFISK slítur ekki
teppunum, hvorki bankar né burstar, en hreinsar mjúklega með nægu; stillanlegu sogafli.
FJÖLVIRKARI — FLJÓTVIRKARI — VANDVIRKARI — ÞÆGILEGRI — HREINLEGR! — TRAUSTARI
• fleiri og betri fylgistykki • fjöldi aukastykkja: bónkústur, fatabursti, málningarsprauta, hitablás-
ari, húsdýraburstar, blástursranar o.m.fl. • meira sogafl • stöðugt sogafl • stillanlegt sogafl •
hljóður gangur • hentug áhaldahilla • létt og lipur slanga • gúmmístuðari • gúmmíhjólavagn,
sem eltir vel; en taka má undan, t.d. í stigum • hreinlegri tæming úr málmfötunni eða stóru, ó-
dýru Nilfisk pappírs-rykpokunum • áratuga reynsla • dæmalaus ending • ábyrgð • traust vara-
hluta- og viðgerðaþjónusta • gott verð og greiðsluskilmálar.
SlMI 2 44 20 — SUÐURGÖTU 10
Framhald af bls. 11
„Gösta Berlings Saga“ á einka-
sýningu:
„Þar sem atburðarásin nær há-
punkti sínum (þar á hann við
sleðaferðina) var maður vitni að
tilkomu guðdómlegrar veru.“
Svo fór Greta Garbo til Amer-
íku með „Drottnigholm", og kom
til New York 6. júlí árið 1925.
Móttökunefndin var aðeins einn
blaðaljósmyndari. Hann tók
nokkrar myndir, og það var allt
og sumt. Garbo og Stiller bjuggu
á Hotel Commodore, sem ekki
var þekkt hótel, og þar hélt
Greta sig aðallega í baðkarinu,
vegna þess að hitinn var óbæri-
legur.
Fyrstu kynni þeirra Louis B.
Mayers og Garbo lofuðu sannar-
lega ekki góðu. Blaðafulltrúinn
Don Gillum, lét taka myndir af
henni á sundbol Hún var of ung
og óreynd til að mótmæla því.
Hún hafði komið fram í sundbol
í Svíþjóð, svo henni fannst þetta
ekkert óeðlilegt Svo kom það á
daginn að hún var nakin undir
sundbolnum, og Stiller varð al-
veg óður, og bannaði að slíkar
myndir yrðu sendar til blaðanna
(því var þó ekki hlýtt). Fréttin
af þessum atburði náði eyrum
Mayers, og hann skipaði svo fyr-
ir að ekkert yrði gert í sambandi
við sænsku ungfrúna, án sinnar
vitundar. Blaðafulltrúarnir vissu
ekkert hvernig þeir áttu að haga
sér, og blaðamenn kvörtuðu yfir
því að hún væri erfið viðfangs.
Mayer lét kalla hana fyrir sig,
og sagði að framvegis yrði allt-
af fulltrúi frá félaginu viðstadd-
ur þegar blaðamenn töluðu við
hana, eða þá að hann leyfði ekki
viðtöl við haná. Greta valdi sið-
ari kostinn. En þetta varð hin
mesta auglýsing fyrir hana.
Blaðamaður, sem var vonsvikinn
yfir því hve þögul hún var, skrif-
aði grein í blað sitt og kallaði
hana „dularfullu, ókunnu stúlk-
una“. Þetta varð hreinasta Kol-
umbusaregg! Greta Garbo varð
„Dularfulla konan“, „Sænski
sfinxinn", „Feimna baltneska
fegurðardísin“, „Hlédræga val-
kyrjan", og annað eftir því. Það
stuðlaði líka að því að treglega
gekk fyrir hana að kynnast fólki,
að hún kunni ekki ensku að
nokkru gagni. En það gerði auð-
vitað ekkert til viðvíkjandi starf-
inu. Oft voru orð hennar mis-
túlkuð og misskilin. En ef á lá,
gat hún verið fljót að skilja og
svara fyrir sig. og þá oft nokkuð
meinlega. Þegar hún heyrði að
mótleikari hennar í „The Torr-
ent“ ætti að vera hinn þekkti
leikari Ricardo Cortez, þá kvart-
aði hún undan því, og sagði að
hann væri aðeins „uppblásin
blaðra“. En þegar fyrstu atriðin
voru tekin í þeirri mynd, var
Mayer það ljóst að hann hafði
fundið frábært efni í kvikmynda-
stjörnu. En hann var ekki einn
um það. Allir starfsmenn við
kvikmyndatökuna voru á sama
máli. Mayer kallaði hana fyrir sig
og sagðist vilja hækka vikulaun
hennar, sem voru 350 dollarar.
Greta afþakkaði, hún sagðist
heldur vilja sjá til. Mayer leit á
hana, og svipurinn lýsti bæði
virðingu og óánægju. Hann sagði
að tími væri kominn til að aug-
lýsa hana, ef MGM ættu að gera
hana að heimskunnri stjörnu. —
Við eyðum miklum peningum í
það, og þér verðið jafnvel að
sætta yður við að auglýst verði
Garbo-sápa.
— Væri ekki ódýrara að búa
til góða kvikmynd? sagði Greta.
Þegar samtalinu lauk, er sagt
að Mayer hafi þreyfað á eyrum
sínum, til að athuga hvort þau
væru á réttum stað.
„The Torrent" varð mikill
sigur fyrir Garbo. Blöðin minnt-
ust varla á Ricardo Cortez. „Þessi
stúlka hefur allt til að bera,“
stóð í Variety, „fegurð, kunnáttu
og persónuleika.“
En það sem gladdi Gretu Gar-
bo meira en nokkuð annað, var
að í næstu mynd hennar „The
Temptress", var Stiller leikstjóri,
sem af einhverjum ástæðum ekki
annaðist leikstjórn við „The
Torrent”. En það leið ekki á
löngu áður en það fór að verða
grunnt á því góða milli hans og
framkvæmdastjórnarinnar. Hann
byrjaði á því að reka fjölda fólks
út úr upptökusalnum; tækni-
menn, aðstoðarmenn, ljósmynd-
ara og annað fólk, sem venjulega
var viðstatt á meðan á upptök-
um stóð. En það sem verra var,
hann „skaut“ ekki eftir handrit-
inu, heldur þegar honum datt
sjálfum í hug, eins og gert var í
Evrópu. Það gat aðeins endað á
einn veg, Stiller var látinn
hætta, og leikstjórn var fengin
í hendur Fred Niblo, sem varð
frægur fyrir töku myndarinnar
„Ben Hur“. (Med Ramon Nov-
arro í aðalhlutverki, en hann
varð svo mótleikari Garbo í
„Mata Hari“).
Eftir að Stiller fór frá MGM,
réðist hann til Paramount, þar
sem hann stjórnaði „Hótel Im-
perial“ (með Pola Negri), en
sneri svo aftur til Svíþjóðar.
Greta varð mjög einmana eftir
51-tbl. VIKAN 33